Innlent

Fimm fíknefnabrot frá hádegi í góða veðrinu í Eyjum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Þjóðhátíð í Eyjum. Mynd úr safni.
Þjóðhátíð í Eyjum. Mynd úr safni. Mynd/Ómar
Fimm fíknefnabrot hafa komið til kasta lögreglunnar í Vestmannaeyjum frá því á hádegi. Að sögn lögreglu eru efnin eingöngu í neyslumagni, en einkum hefur verið haldlagt kókaín og spítt.

Að öðru leyti hefur hátíðin gengið vel í dag og veðrið leikur við þjóðhátíðargesti, sem flestir verjast hitanum með að afklæðast á stuttbuxur og boli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×