Lánasjóðssvikarar: Peð í íslenskri mafíu 1. ágúst 2009 09:00 Höfuðstöðvar Íbúðalánasjóðs. Mennirnir eru sakaðir um að hafa blekkt sjóðinn. Grunur leikur á að fjórir ungir fjársvikarar, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, hafi tekið svikin að sér til að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi sér eldri manna sem fengu þá til verksins. Þeir hafi verið viðbúnir því að taka skellinn fyrir brotin og sitja inni. Féð, nokkrir tugir milljóna, er enn ófundið og er alls óvíst hvort það finnst nokkurn tíma. Svik mannanna voru afar flókin, og er það samdóma álit heimildarmanna blaðsins að menn um og undir tvítugu geti tæpast hafa átt frumkvæðið að þeim. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars beinst að því hverjir kunni að standa á bak við þá. Piltarnir tóku yfir stjórn tveggja fyrirtækja með því að falsa tilkynningar til fyrirtækjaskrár um breytingar á stjórnum og breytta prókúruhafa. Síðan stungu þeir undan fé í eigu félaganna. Þá fölsuðu þeir kaupsamninga að fasteignum í eigu félaganna, létu þinglýsa þeim hjá sýslumanni og tóku tugmilljóna lán fyrir kaupunum hjá Íbúðalánasjóði, sem þeir stungu einnig undan. Svikin nema minnst fimmtíu milljónum, og er talan enn talin geta hækkað. Tveir mannanna voru handteknir þegar þeir reyndu að leika sama leik með þriðja félagið en voru gómaðir. Hinir tveir voru handteknir í vikunni við komuna frá Malaga á Spáni. Fjórmenningarnir sitja í einangrun fram í næstu viku hið minnsta. Frekari handtökur eru ekki útilokaðar. Heimildarmenn blaðsins segja athyglisvert að svikin eru þess eðlis að nær útilokað hefði verið fyrir mennina að komast upp með þau án þess að nást. Þeir hafi ekki haft sérstaklega fyrir því að hylja slóð sína, bættu til dæmis sjálfum sér á lista yfir stjórnarmenn félaganna og færðu hið svikna fé í fyrstu á eigin reikninga. Ómögulegt hefði verið fyrir raunverulega forsvarsmenn félaganna að yfirsjást svikin. Þá hafa sumir þeirra þegar játað brotin að hluta. Því er talið að mennirnir ungu hafi vitandi vits tekið skellinn fyrir raunverulega höfuðpaura í málinu, en ekki fyrr en þeim tókst að koma fénu undan. Málið þykir til marks um þrepaskipt kerfi í glæpaheiminum, þar sem menn ávinna sér virðingu með því að vinna skítverk möglunarlaust. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Grunur leikur á að fjórir ungir fjársvikarar, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, hafi tekið svikin að sér til að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi sér eldri manna sem fengu þá til verksins. Þeir hafi verið viðbúnir því að taka skellinn fyrir brotin og sitja inni. Féð, nokkrir tugir milljóna, er enn ófundið og er alls óvíst hvort það finnst nokkurn tíma. Svik mannanna voru afar flókin, og er það samdóma álit heimildarmanna blaðsins að menn um og undir tvítugu geti tæpast hafa átt frumkvæðið að þeim. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars beinst að því hverjir kunni að standa á bak við þá. Piltarnir tóku yfir stjórn tveggja fyrirtækja með því að falsa tilkynningar til fyrirtækjaskrár um breytingar á stjórnum og breytta prókúruhafa. Síðan stungu þeir undan fé í eigu félaganna. Þá fölsuðu þeir kaupsamninga að fasteignum í eigu félaganna, létu þinglýsa þeim hjá sýslumanni og tóku tugmilljóna lán fyrir kaupunum hjá Íbúðalánasjóði, sem þeir stungu einnig undan. Svikin nema minnst fimmtíu milljónum, og er talan enn talin geta hækkað. Tveir mannanna voru handteknir þegar þeir reyndu að leika sama leik með þriðja félagið en voru gómaðir. Hinir tveir voru handteknir í vikunni við komuna frá Malaga á Spáni. Fjórmenningarnir sitja í einangrun fram í næstu viku hið minnsta. Frekari handtökur eru ekki útilokaðar. Heimildarmenn blaðsins segja athyglisvert að svikin eru þess eðlis að nær útilokað hefði verið fyrir mennina að komast upp með þau án þess að nást. Þeir hafi ekki haft sérstaklega fyrir því að hylja slóð sína, bættu til dæmis sjálfum sér á lista yfir stjórnarmenn félaganna og færðu hið svikna fé í fyrstu á eigin reikninga. Ómögulegt hefði verið fyrir raunverulega forsvarsmenn félaganna að yfirsjást svikin. Þá hafa sumir þeirra þegar játað brotin að hluta. Því er talið að mennirnir ungu hafi vitandi vits tekið skellinn fyrir raunverulega höfuðpaura í málinu, en ekki fyrr en þeim tókst að koma fénu undan. Málið þykir til marks um þrepaskipt kerfi í glæpaheiminum, þar sem menn ávinna sér virðingu með því að vinna skítverk möglunarlaust.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira