Innlent

Svíar: Lánið verði ekki notað í Icesave

Forsætisráðherra Íslands og Svíþjóðar stinga saman nefjum, kannski til að ræða lánasamninginn. Mynd/Björn
Forsætisráðherra Íslands og Svíþjóðar stinga saman nefjum, kannski til að ræða lánasamninginn. Mynd/Björn

Það eru fyrst og fremst Svíar sem standa harðir á því að Íslendingar gangi frá Icesave-samningnum áður en lánið verður veitt. Í skilmálum vegna lánsins, sem lagðir voru fyrir sænska þingið 2. júlí, kemur skýrt fram að Svíar ganga út frá því að Íslendingar standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar.

Norrænu lánveitendurnir leggi á það áherslu að „skilyrði fyrir útborgun er að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, einnig að því sem lýtur að Tryggingasjóði innstæðueigenda og að þau lönd, sem helst eru háð ábyrgð Íslendinga á innistæðum, séu með í að lána til Íslands" eins og segir í skilmálunum.

Svíar leggja einnig ríka áherslu á að Íslendingar leggi fram efnahagsáætlun. Nánari skilmálar fyrir láninu voru unnir af nefnd norrænna embættismanna, sem voru í samskiptum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Norðurlöndin vilja tryggja að búið sé að ganga frá lánasamningi vegna Icesave við Breta og Hollendinga áður en þau greiða sín lán út.

Þannig geti þau verið fullviss um að þeirra lán verði ekki notuð til að mæta skuldbindingum vegna Icesave, heldur verði nýtt í að efla gjaldeyrisforðann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×