Fleiri fréttir Kvennahlaup á 90 stöðum Kvennahlaup Íþróttasambands Íslands fer fram í tuttugasta sinn á 90 stöðum hér á landi í dag. Einnig er hlaupið á 18 stöðum erlendis. Hlaupið hefst klukkan ellefu á Akureyri, Egilsstöðum og í Mosfellsbæ. Í Garðabæ verður ræst klukkan tvö, en þar hefur verið fjölmennast undanfarin ár. 20.6.2009 12:08 Northern Travel Holding stefnir í gjaldþrotaskipti Líklegt er að óskað verði eftir gjaldþrotaskiptum Northern Travel Holding á næstu dögum. Engar eignir og aðeins skuldir eru eftir í félaginu. 20.6.2009 12:03 Raddir fólksins á Austurvelli í dag Samtökin Raddir fólksins undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu standa fyrir útifundi á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Þetta er þrítugasti fundurinn sem samtökin standa fyrir. 20.6.2009 11:57 Yfir 1500 manns að útskrifast úr HÍ Vel yfir fimmtán hundruð manns útskrifast úr Háskóla Íslands í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri í sögu háskólans. Útskriftin fer fram í Laugardalshöll og er fjöldinn slíkur að brautskráningin verður í tvennu lagi, klukkan 11 og síðan aftur klukkan 14. 20.6.2009 09:51 Ökumaður gripinn með dóp Lögreglan í Borgarnesi hafði afskipti af tveimur ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna í gærkvöldi. Annar ökumannanna var með 30 grömm af kannabisefnum á sér sem lögregla gerði upptæk. Einn var stöðvaður grunaður um ölvunarakstur. 20.6.2009 09:44 Nóg að gera hjá lögreglu á Bíladögum Það var nóg að gera hjá lögreglunni á Akureyri í nótt vegna Bíladaga sem þar fara fram um helgina. Að sögn vakthafandi varðstjóra eru allir fangaklefar bæjarins fullsetnir. Mikil ölvun var í bænum og nokkuð um pústra, auk þess sem lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum vegna ofurölvunar. Þó var lítið um meiðsl á fólki og engar kærur hafa verið lagðar fram. 20.6.2009 09:35 Allir spá í það hvað gæti gerst í Kópavogi „Ég hef sjálfur heyrt þennan orðróm,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi vinstri grænna, spurður hvort sjálfstæðismenn hafi boðið honum sæti bæjarstjóra hefji hann meirihlutasamstarf með þeim. 20.6.2009 09:00 Kona á sextugsaldri skar sambýlismann með hníf Ríkissaksóknari hefur ákært konu fyrir stórfellda líkamsárás. Konan, sem er á sextugsaldri, særði sambýlismann inn að beini með hnífi. 20.6.2009 08:30 Segir Íslendinga sjálfa hafa skert fullveldið Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur segir að umræðan um Icesave-samninginn ætti fyrst og fremst að snúast um það hvort þörf væri á því að gera þennan samning eða ekki. Umræðan um að Íslendingar afsali sér að einhverju leyti fullveldi með samningnum sé á misskilningi byggð því afsal á fullveldisrétti sé ekki afleiðing af samningnum heldur afleiðing hegðunar stjórnvalda, bankamanna og þeirra sem ofurskuldsettu sig. 20.6.2009 07:00 Síminn sagður beita klækjum Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir ákvörðun kærunefndar útboðsmála um að stöðva innkaupaferli Ríkiskaupa vegna fjarskiptaþjónustusamnings fyrir Landspítalann ekki taka til þess hvort tilboð Vodafone sé löglegt. 20.6.2009 06:00 Innbrotum stórfjölgar Um áttatíu prósentum fleiri innbrot voru skráð hjá lögreglu í maí en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra. 20.6.2009 05:00 Lánuðu fimmtung sjóðsins til bæjarins Lánveitingar stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar til bæjarfélagsins námu 500 til 600 milljónum króna. Hlutfall lánveitinga af eignum sjóðsins fór allt upp í tuttugu prósent. Málið hefur verið kært til efnahagsbrotadeildar. 20.6.2009 00:01 Icesave samningurinn útskýrður Á upplýsingavef stjórnvalda, Island.is, hafa nú verið birtar íslenskar útskýringar á Icesave samningnum umdeilda. 19.6.2009 23:39 Önnur skjálftahrina við Krýsuvík Talsverð skjálftavirkni hefur verið í grennd við Krýsuvík í kvöld. Skjálftahrina reið yfir klukkan 20:37, en þá mældust nokkrir skjálftar á bilinu 3 til 4,3 á Richter. Fyrr í kvöld mældist skjálfti um 4,2 á Richter sem margir fundu fyrir. 19.6.2009 21:30 Öryrkjar óttaslegnir „Fólk er óttaslegið um sinn hag,“ segir Guðmundur Magnússon, varaformaður Öryrkjabandalagsins. „Öryrkjar eru ekkert öðruvísi en annað fólk, þeir eru líka með heimili, lán og svo framvegis.“ 19.6.2009 21:05 Geta ekki valið sér eignir upp í Icesave Hollendingar og Bretar geta ekki valið að hvaða eigum þeir ganga standi íslenska ríkið ekki við skuldbindingar sínar segir sérfræðingur í þjóðarétti. Þá eru ákveðnar eigur sem útlendingar og erlend ríki mega ekki eiga samkvæmt reglum um eignarrétt útlendinga. 19.6.2009 19:22 Tugmilljóna skattar á hlutabréfahlunnindi stjórnenda Tuga og jafnvel hundruð milljóna skattar verða lagðir á stjórnendur í atvinnulífinu sem keyptu hlutabréf á sérkjörum, samkvæmt nýjum úrskurði yfirskattanefndar. 19.6.2009 19:18 Engin skelfing á elliheimilinu Aðalheiður Guðmundsdóttir, íbúi á elliheimili í Grindavík, sagðist hafa fundið greinilega fyrir jarðskjálftanum sem reið yfir á Suðurnesjum fyrir tæpri klukkustund síðan. 19.6.2009 18:54 Kvennadeginum víða fagnað Það var bleikt þema á kvennadeginum í ár. Deginum var víða fagnað í dag, en þann 19. júní árið 1915 fengu konur kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. 19.6.2009 19:33 Hyggjast stoppa í 20 milljarða fjárlagagat á árinu Um níu þúsund opinberir starfsmenn mega búast við lækkun heildarlauna, sælgæti og gos hækkar og margvíslegur niðurskurður verður í starfsemi ríkisins. Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins furðar sig á að ekki skuli farið út í að innheimta skatt af lífeyristekjum, sem gæfi nánast sama pening í ríkissjóð og allar skattahækkanir og aðhald á þessu ári. 19.6.2009 19:26 Öflugur jarðskjálfti á Reykjanesi Öflugur jarðskjálfti reið yfir klukkan 18:13. Upptök skjálftans voru við Kleifarvatn um tvo kílómetra vest-suðvestur af Krýsuvík. Jarðskjálftinn var 4,2 á Richter. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst greinilega fyrir skjálftanum í Hafnarfirði og víðar. 19.6.2009 18:28 Viðbúnaðarsamningur upp á 300 milljónir dala Landsvirkjun og íslenska ríkið hafa nú gert með sér viðbúnaðarsamning sem tekur til aðstæðna sem kunna að skapast ef Landsvirkjun hefur ekki nægjanlegt fjármagn til að mæta vaxtagreiðslum eða afborgunum erlendra lána. 19.6.2009 17:25 Kirkjuráð harmar sársauka og vonbrigði Sigrúnar Pálínu Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem sakaði séra Ólaf Skúlason um kynferðislega áreitni á sínum tíma, kom á fund Kirkjuráðs í dag. Sigrún mætti á fund Kirkjuráðsins til þess að segja frá reynslu sinni af samskiptum hennar og Ólafs. 19.6.2009 16:26 Innkalla grísagúllas Ferskar kjötvörur ehf. hafa í varúðarskyni innkallað grísagúllas sem framleitt var af fyrirtækinu þann 5. júní 2009. Ástæða innköllunarinnar er að í sýnum sem tekin voru af vörunni greindist salmonella. Varan er ekki lengur á markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. 19.6.2009 16:12 256 óku of hratt í Hvalfjarðargöngum Brot 256 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum vikuna 11. - 18. júní. Vöktuð voru 14.485 ökutæki og því ók lítill hluti ökumanna, eða tæplega 2%, of hratt eða yfir afskiptahraða. 19.6.2009 16:08 Steingrímur hrósaði þingmanni Sjálfstæðisflokksins Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hrósaði Unni Brá Konráðsdóttur, þingmannni Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um ráðstafanir í ríkisfjármálum á Alþingi í dag. Ráðherrann sagði ferskan tón vera í málflutningi hennar. 19.6.2009 16:01 Sigurður og félagar í gæsluvarðuhaldi til 1. júlí Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 1. júlí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir sem um ræðir heita Sigurður Ólason, Ársæll Snorrason og Gunnar Viðar Árnason. 19.6.2009 15:58 „Allir út á götu með búsáhöld“ Boðað hefur verið til mótmælagöngu á Akureyri á morgun en gengið verður frá Samkomuhúsinu niður á Ráðhústorgið. 19.6.2009 15:18 Dæmdur fyrir árás í Fjölbrautaskóla Suðurlands Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag 17 ára karlmann í eins mánaðar fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Árásin átti sér stað miðvikudaginn 18. febrúar á þessu ári í Fjölbrautaskóla Suðurlands. 19.6.2009 14:51 Útilokar að ræða lækkun á launatöxtum við stjórnvöld Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, útilokar að ræða kerfisbundna lækkun á launatöxtum stéttarfélaga innan bandalagsins við stjórnvöld. 19.6.2009 14:28 Barnaheill hleypa nýju átaki af stokkunum Fulltrúar Barnaheilla á öllum aldri hleyptu af stokkunum nýju söfnunarátaki á Lækjartorgi í dag og ræddu við áhugasama vegfarendur um alþjóðlegt menntaverkefni Barnaheilla, Save the Children, eða Bætum framtíð barna. 19.6.2009 13:43 Sálrænn stuðningur við fólk sem kemur að slysum og áföllum Fólk sem kemur að slysum og öðrum alvarlegum atburðum sem vitni, tilkynnendur og þátttakendur í skyndihjálp, björgun og sálrænum stuðningi fær nú tilboð um sálrænan stuðning til að vinna úr reynslu sinni. Þetta er gert í samvinnu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Rauða kross Íslands fyrir hönd Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og formaður stjórnar SHS, og Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins, undirrituðu samkomulag um verkefnið í gær. 19.6.2009 13:26 Grænfriðungar fordæma hvalveiðar Íslendinga Grænfriðungar hafa fordæmt hvalveiðar Íslendinga. Í yfirlýsingu umhverfisverndarsamtakanna frá í morgun segir að ríkisstjórn Íslands hafi brugðist í málinu en andstaða einstaka ráðherra við hvalveiðar hafi ekki dugað til að koma í veg fyrir þær. 19.6.2009 13:25 Býður Birni að vinna upp í 10 milljóna skuld „Ef hann vill friða samviskuna þá er honum velkomið að koma hingað norður og vinna upp í þessar tíu milljónir," segir Viðar Guðmundsson, bóndi að Miðhúsum í Kollafirði. 19.6.2009 13:14 Þrír saksóknarar verði skipaðir við hlið sérstaks saksóknara Lagt er til að þrír sjálfstæðir saksóknarar verði skipaðir við hlið sérstaks saksóknara í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra sem lagt verður fyrir stjórnarflokkana í dag. Þá er lagt til að skipaður verði sérstakur ríkissaksóknir til að fara með eftirlitshlutverk í málaflokknum. 19.6.2009 12:31 Björn Mikkaelsson: Neyddist til að svíkja fólkið „Það er rétt hjá þeim,“ segir Björn Mikkaelsson um sögu hjónanna frá Miðhúsum í Kollafirði sem fjallað var um á Vísi fyrr í dag. Í samtali við fréttastofu sagði Viðar Guðmundsson frá því að hann og kona hans borguðu Birni tæpar tíu milljónir upp í Finnskt einingahús sem þau fengu aldrei. Annars vegar 2,7 milljónir í staðfestingargjald og síðar 7,2 milljónir. 19.6.2009 12:27 Helmingur opinberra starfsmanna getur búist við launalækkun Helmingur opinberra starfsmanna má búast við endurskoðun heildarlauna. Hægt verður á vegaframkvæmdum eða þeim frestað, nefndakostnaður skorinn niður um helming, aðkeypt sérfræðiþjónusta snarminnkuð og setja á meiri hörku í að draga úr skattsvikum. Þetta er meðal þess sem stjórnvöld ætla að gera til að skera niður til að draga úr fjárlagahallanum. 19.6.2009 12:24 Stjórnin undrast harkalegar aðgerðir FME og fjármálaeftirlitsins Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar lýsir furðu sinni á hörðum aðgerðum Fjármálaeftirlitsins og fjármálaráðuneytisins, sem skipað hafa umsjónarmann með sjóðnum, þrátt fyrir að stjórn hans og framkvæmdastjóri hafi ítrekað og að eigin frumkvæði upplýst fulltrúa Fjármálaeftirlitsins um fjárfestingar hans. 19.6.2009 12:05 Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19.6.2009 11:38 Niðurrifsmaður á Álftanesi hafði milljónir af fimm manna fjölskyldu „Hann er ekki hetja í mínum augum,“ segir Barbara Ósk Guðbjartsdóttir. Hún og maður hennar Viðar Guðmundsson segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Björn Braga Mikkaelsson sem þann 17. júní reif niður einbýlishús á Álftanesi. Húsið hafði hann misst í hendur Frjálsa Fjárfestingabankans. Þau Viðar og Barbara greiddu Birni tæpar tíu milljónir króna fyrir finnskt einingahús sem þau fengu aldrei í hendurnar. 19.6.2009 11:10 Samkomulagið um Icesave átti að opinbera fyrr Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að heppilegra væri ef að gögn um Icesave samkomulagið hefðu komið fram fyrr. Pétur Blöndal, þingþingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega vinnubrögð þingflokka stjórnarflokkanna í málinu. 19.6.2009 11:02 Stjórn lífeyrissjóðs Kópavogs grunuð um lögbrot Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar er grunuð um lögbrot og hefur stjórninni verið skipaður umsjónaraðili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 19.6.2009 10:16 Línuraketta skall á húsi í Sandgerði Íbúum við Vallargötu í Sandgerði brá í brún í gærkvöldi þegar hár dynkur rauf næturkyrrðina. Íbúarnir grennsluðust fyrir um málið úti í garði og þar kom í ljós eins konar raketta sem lína var áföst við. 19.6.2009 07:32 Brotist inn í Höfðahverfi Eitt innbrot var framið á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar brotist var inn í fyrirtæki í Höfðahverfi. Þjófarnir höfðu meðal annars á brott með sér flatskjá. Þá var gerð tilraun til innbrots í fyrirtæki í Hafnarfirði en ekki er talið að neinu hafi verið stolið þar. 19.6.2009 07:20 Fyrstu langreyðarnar veiddar í gær Hvalur 9 veiddi síðdegis í gær tvær fyrstu langreyðarnar sem veiða á í ár og var komið með dýrin að landi í nótt í Hvalfirði þar sem þau voru skorin að því er Skessuhorn greinir frá. 19.6.2009 07:12 Sjá næstu 50 fréttir
Kvennahlaup á 90 stöðum Kvennahlaup Íþróttasambands Íslands fer fram í tuttugasta sinn á 90 stöðum hér á landi í dag. Einnig er hlaupið á 18 stöðum erlendis. Hlaupið hefst klukkan ellefu á Akureyri, Egilsstöðum og í Mosfellsbæ. Í Garðabæ verður ræst klukkan tvö, en þar hefur verið fjölmennast undanfarin ár. 20.6.2009 12:08
Northern Travel Holding stefnir í gjaldþrotaskipti Líklegt er að óskað verði eftir gjaldþrotaskiptum Northern Travel Holding á næstu dögum. Engar eignir og aðeins skuldir eru eftir í félaginu. 20.6.2009 12:03
Raddir fólksins á Austurvelli í dag Samtökin Raddir fólksins undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu standa fyrir útifundi á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Þetta er þrítugasti fundurinn sem samtökin standa fyrir. 20.6.2009 11:57
Yfir 1500 manns að útskrifast úr HÍ Vel yfir fimmtán hundruð manns útskrifast úr Háskóla Íslands í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri í sögu háskólans. Útskriftin fer fram í Laugardalshöll og er fjöldinn slíkur að brautskráningin verður í tvennu lagi, klukkan 11 og síðan aftur klukkan 14. 20.6.2009 09:51
Ökumaður gripinn með dóp Lögreglan í Borgarnesi hafði afskipti af tveimur ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna í gærkvöldi. Annar ökumannanna var með 30 grömm af kannabisefnum á sér sem lögregla gerði upptæk. Einn var stöðvaður grunaður um ölvunarakstur. 20.6.2009 09:44
Nóg að gera hjá lögreglu á Bíladögum Það var nóg að gera hjá lögreglunni á Akureyri í nótt vegna Bíladaga sem þar fara fram um helgina. Að sögn vakthafandi varðstjóra eru allir fangaklefar bæjarins fullsetnir. Mikil ölvun var í bænum og nokkuð um pústra, auk þess sem lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum vegna ofurölvunar. Þó var lítið um meiðsl á fólki og engar kærur hafa verið lagðar fram. 20.6.2009 09:35
Allir spá í það hvað gæti gerst í Kópavogi „Ég hef sjálfur heyrt þennan orðróm,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi vinstri grænna, spurður hvort sjálfstæðismenn hafi boðið honum sæti bæjarstjóra hefji hann meirihlutasamstarf með þeim. 20.6.2009 09:00
Kona á sextugsaldri skar sambýlismann með hníf Ríkissaksóknari hefur ákært konu fyrir stórfellda líkamsárás. Konan, sem er á sextugsaldri, særði sambýlismann inn að beini með hnífi. 20.6.2009 08:30
Segir Íslendinga sjálfa hafa skert fullveldið Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur segir að umræðan um Icesave-samninginn ætti fyrst og fremst að snúast um það hvort þörf væri á því að gera þennan samning eða ekki. Umræðan um að Íslendingar afsali sér að einhverju leyti fullveldi með samningnum sé á misskilningi byggð því afsal á fullveldisrétti sé ekki afleiðing af samningnum heldur afleiðing hegðunar stjórnvalda, bankamanna og þeirra sem ofurskuldsettu sig. 20.6.2009 07:00
Síminn sagður beita klækjum Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir ákvörðun kærunefndar útboðsmála um að stöðva innkaupaferli Ríkiskaupa vegna fjarskiptaþjónustusamnings fyrir Landspítalann ekki taka til þess hvort tilboð Vodafone sé löglegt. 20.6.2009 06:00
Innbrotum stórfjölgar Um áttatíu prósentum fleiri innbrot voru skráð hjá lögreglu í maí en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra. 20.6.2009 05:00
Lánuðu fimmtung sjóðsins til bæjarins Lánveitingar stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar til bæjarfélagsins námu 500 til 600 milljónum króna. Hlutfall lánveitinga af eignum sjóðsins fór allt upp í tuttugu prósent. Málið hefur verið kært til efnahagsbrotadeildar. 20.6.2009 00:01
Icesave samningurinn útskýrður Á upplýsingavef stjórnvalda, Island.is, hafa nú verið birtar íslenskar útskýringar á Icesave samningnum umdeilda. 19.6.2009 23:39
Önnur skjálftahrina við Krýsuvík Talsverð skjálftavirkni hefur verið í grennd við Krýsuvík í kvöld. Skjálftahrina reið yfir klukkan 20:37, en þá mældust nokkrir skjálftar á bilinu 3 til 4,3 á Richter. Fyrr í kvöld mældist skjálfti um 4,2 á Richter sem margir fundu fyrir. 19.6.2009 21:30
Öryrkjar óttaslegnir „Fólk er óttaslegið um sinn hag,“ segir Guðmundur Magnússon, varaformaður Öryrkjabandalagsins. „Öryrkjar eru ekkert öðruvísi en annað fólk, þeir eru líka með heimili, lán og svo framvegis.“ 19.6.2009 21:05
Geta ekki valið sér eignir upp í Icesave Hollendingar og Bretar geta ekki valið að hvaða eigum þeir ganga standi íslenska ríkið ekki við skuldbindingar sínar segir sérfræðingur í þjóðarétti. Þá eru ákveðnar eigur sem útlendingar og erlend ríki mega ekki eiga samkvæmt reglum um eignarrétt útlendinga. 19.6.2009 19:22
Tugmilljóna skattar á hlutabréfahlunnindi stjórnenda Tuga og jafnvel hundruð milljóna skattar verða lagðir á stjórnendur í atvinnulífinu sem keyptu hlutabréf á sérkjörum, samkvæmt nýjum úrskurði yfirskattanefndar. 19.6.2009 19:18
Engin skelfing á elliheimilinu Aðalheiður Guðmundsdóttir, íbúi á elliheimili í Grindavík, sagðist hafa fundið greinilega fyrir jarðskjálftanum sem reið yfir á Suðurnesjum fyrir tæpri klukkustund síðan. 19.6.2009 18:54
Kvennadeginum víða fagnað Það var bleikt þema á kvennadeginum í ár. Deginum var víða fagnað í dag, en þann 19. júní árið 1915 fengu konur kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. 19.6.2009 19:33
Hyggjast stoppa í 20 milljarða fjárlagagat á árinu Um níu þúsund opinberir starfsmenn mega búast við lækkun heildarlauna, sælgæti og gos hækkar og margvíslegur niðurskurður verður í starfsemi ríkisins. Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins furðar sig á að ekki skuli farið út í að innheimta skatt af lífeyristekjum, sem gæfi nánast sama pening í ríkissjóð og allar skattahækkanir og aðhald á þessu ári. 19.6.2009 19:26
Öflugur jarðskjálfti á Reykjanesi Öflugur jarðskjálfti reið yfir klukkan 18:13. Upptök skjálftans voru við Kleifarvatn um tvo kílómetra vest-suðvestur af Krýsuvík. Jarðskjálftinn var 4,2 á Richter. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst greinilega fyrir skjálftanum í Hafnarfirði og víðar. 19.6.2009 18:28
Viðbúnaðarsamningur upp á 300 milljónir dala Landsvirkjun og íslenska ríkið hafa nú gert með sér viðbúnaðarsamning sem tekur til aðstæðna sem kunna að skapast ef Landsvirkjun hefur ekki nægjanlegt fjármagn til að mæta vaxtagreiðslum eða afborgunum erlendra lána. 19.6.2009 17:25
Kirkjuráð harmar sársauka og vonbrigði Sigrúnar Pálínu Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem sakaði séra Ólaf Skúlason um kynferðislega áreitni á sínum tíma, kom á fund Kirkjuráðs í dag. Sigrún mætti á fund Kirkjuráðsins til þess að segja frá reynslu sinni af samskiptum hennar og Ólafs. 19.6.2009 16:26
Innkalla grísagúllas Ferskar kjötvörur ehf. hafa í varúðarskyni innkallað grísagúllas sem framleitt var af fyrirtækinu þann 5. júní 2009. Ástæða innköllunarinnar er að í sýnum sem tekin voru af vörunni greindist salmonella. Varan er ekki lengur á markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. 19.6.2009 16:12
256 óku of hratt í Hvalfjarðargöngum Brot 256 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum vikuna 11. - 18. júní. Vöktuð voru 14.485 ökutæki og því ók lítill hluti ökumanna, eða tæplega 2%, of hratt eða yfir afskiptahraða. 19.6.2009 16:08
Steingrímur hrósaði þingmanni Sjálfstæðisflokksins Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hrósaði Unni Brá Konráðsdóttur, þingmannni Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um ráðstafanir í ríkisfjármálum á Alþingi í dag. Ráðherrann sagði ferskan tón vera í málflutningi hennar. 19.6.2009 16:01
Sigurður og félagar í gæsluvarðuhaldi til 1. júlí Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 1. júlí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir sem um ræðir heita Sigurður Ólason, Ársæll Snorrason og Gunnar Viðar Árnason. 19.6.2009 15:58
„Allir út á götu með búsáhöld“ Boðað hefur verið til mótmælagöngu á Akureyri á morgun en gengið verður frá Samkomuhúsinu niður á Ráðhústorgið. 19.6.2009 15:18
Dæmdur fyrir árás í Fjölbrautaskóla Suðurlands Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag 17 ára karlmann í eins mánaðar fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Árásin átti sér stað miðvikudaginn 18. febrúar á þessu ári í Fjölbrautaskóla Suðurlands. 19.6.2009 14:51
Útilokar að ræða lækkun á launatöxtum við stjórnvöld Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, útilokar að ræða kerfisbundna lækkun á launatöxtum stéttarfélaga innan bandalagsins við stjórnvöld. 19.6.2009 14:28
Barnaheill hleypa nýju átaki af stokkunum Fulltrúar Barnaheilla á öllum aldri hleyptu af stokkunum nýju söfnunarátaki á Lækjartorgi í dag og ræddu við áhugasama vegfarendur um alþjóðlegt menntaverkefni Barnaheilla, Save the Children, eða Bætum framtíð barna. 19.6.2009 13:43
Sálrænn stuðningur við fólk sem kemur að slysum og áföllum Fólk sem kemur að slysum og öðrum alvarlegum atburðum sem vitni, tilkynnendur og þátttakendur í skyndihjálp, björgun og sálrænum stuðningi fær nú tilboð um sálrænan stuðning til að vinna úr reynslu sinni. Þetta er gert í samvinnu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Rauða kross Íslands fyrir hönd Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og formaður stjórnar SHS, og Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins, undirrituðu samkomulag um verkefnið í gær. 19.6.2009 13:26
Grænfriðungar fordæma hvalveiðar Íslendinga Grænfriðungar hafa fordæmt hvalveiðar Íslendinga. Í yfirlýsingu umhverfisverndarsamtakanna frá í morgun segir að ríkisstjórn Íslands hafi brugðist í málinu en andstaða einstaka ráðherra við hvalveiðar hafi ekki dugað til að koma í veg fyrir þær. 19.6.2009 13:25
Býður Birni að vinna upp í 10 milljóna skuld „Ef hann vill friða samviskuna þá er honum velkomið að koma hingað norður og vinna upp í þessar tíu milljónir," segir Viðar Guðmundsson, bóndi að Miðhúsum í Kollafirði. 19.6.2009 13:14
Þrír saksóknarar verði skipaðir við hlið sérstaks saksóknara Lagt er til að þrír sjálfstæðir saksóknarar verði skipaðir við hlið sérstaks saksóknara í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra sem lagt verður fyrir stjórnarflokkana í dag. Þá er lagt til að skipaður verði sérstakur ríkissaksóknir til að fara með eftirlitshlutverk í málaflokknum. 19.6.2009 12:31
Björn Mikkaelsson: Neyddist til að svíkja fólkið „Það er rétt hjá þeim,“ segir Björn Mikkaelsson um sögu hjónanna frá Miðhúsum í Kollafirði sem fjallað var um á Vísi fyrr í dag. Í samtali við fréttastofu sagði Viðar Guðmundsson frá því að hann og kona hans borguðu Birni tæpar tíu milljónir upp í Finnskt einingahús sem þau fengu aldrei. Annars vegar 2,7 milljónir í staðfestingargjald og síðar 7,2 milljónir. 19.6.2009 12:27
Helmingur opinberra starfsmanna getur búist við launalækkun Helmingur opinberra starfsmanna má búast við endurskoðun heildarlauna. Hægt verður á vegaframkvæmdum eða þeim frestað, nefndakostnaður skorinn niður um helming, aðkeypt sérfræðiþjónusta snarminnkuð og setja á meiri hörku í að draga úr skattsvikum. Þetta er meðal þess sem stjórnvöld ætla að gera til að skera niður til að draga úr fjárlagahallanum. 19.6.2009 12:24
Stjórnin undrast harkalegar aðgerðir FME og fjármálaeftirlitsins Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar lýsir furðu sinni á hörðum aðgerðum Fjármálaeftirlitsins og fjármálaráðuneytisins, sem skipað hafa umsjónarmann með sjóðnum, þrátt fyrir að stjórn hans og framkvæmdastjóri hafi ítrekað og að eigin frumkvæði upplýst fulltrúa Fjármálaeftirlitsins um fjárfestingar hans. 19.6.2009 12:05
Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19.6.2009 11:38
Niðurrifsmaður á Álftanesi hafði milljónir af fimm manna fjölskyldu „Hann er ekki hetja í mínum augum,“ segir Barbara Ósk Guðbjartsdóttir. Hún og maður hennar Viðar Guðmundsson segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Björn Braga Mikkaelsson sem þann 17. júní reif niður einbýlishús á Álftanesi. Húsið hafði hann misst í hendur Frjálsa Fjárfestingabankans. Þau Viðar og Barbara greiddu Birni tæpar tíu milljónir króna fyrir finnskt einingahús sem þau fengu aldrei í hendurnar. 19.6.2009 11:10
Samkomulagið um Icesave átti að opinbera fyrr Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að heppilegra væri ef að gögn um Icesave samkomulagið hefðu komið fram fyrr. Pétur Blöndal, þingþingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega vinnubrögð þingflokka stjórnarflokkanna í málinu. 19.6.2009 11:02
Stjórn lífeyrissjóðs Kópavogs grunuð um lögbrot Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar er grunuð um lögbrot og hefur stjórninni verið skipaður umsjónaraðili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 19.6.2009 10:16
Línuraketta skall á húsi í Sandgerði Íbúum við Vallargötu í Sandgerði brá í brún í gærkvöldi þegar hár dynkur rauf næturkyrrðina. Íbúarnir grennsluðust fyrir um málið úti í garði og þar kom í ljós eins konar raketta sem lína var áföst við. 19.6.2009 07:32
Brotist inn í Höfðahverfi Eitt innbrot var framið á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar brotist var inn í fyrirtæki í Höfðahverfi. Þjófarnir höfðu meðal annars á brott með sér flatskjá. Þá var gerð tilraun til innbrots í fyrirtæki í Hafnarfirði en ekki er talið að neinu hafi verið stolið þar. 19.6.2009 07:20
Fyrstu langreyðarnar veiddar í gær Hvalur 9 veiddi síðdegis í gær tvær fyrstu langreyðarnar sem veiða á í ár og var komið með dýrin að landi í nótt í Hvalfirði þar sem þau voru skorin að því er Skessuhorn greinir frá. 19.6.2009 07:12