Helmingur opinberra starfsmanna getur búist við launalækkun 19. júní 2009 12:24 Helmingur opinberra starfsmanna má búast við endurskoðun heildarlauna. Hægt verður á vegaframkvæmdum eða þeim frestað, nefndakostnaður skorinn niður um helming, aðkeypt sérfræðiþjónusta snarminnkuð og setja á meiri hörku í að draga úr skattsvikum. Þetta er meðal þess sem stjórnvöld ætla að gera til að skera niður til að draga úr fjárlagahallanum. Ýmsir voru orðnir langeygir eftir bandorminum - sem tekur á því hvernig stjórnvöld ætla að taka á rekstrarhalla ríkissjóðs upp á rúma 20 milljarða króna. Bandormurinn kom fram í gærkvöldi á alþingi, var kynntur á fréttamannafundi í morgun og fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir hádegi. Áður hefur komið fram að tryggingagjald verður hækkað, hátekjuskattur lagður á tekjur yfir 700 þúsund krónur og að fjármagnstekjuskattur hækkar um 5%. Nú er líka komið á daginn sem legið hefur í loftinu - sykurskattur verður lagður á, frá og með 1. september, þannig að virðisaukaskattur á sykur, sætindi og óáfengar drykkjarvörur verður hækkaður úr 7 prósentum upp í 24,5%. Þetta er eini liður skattahækkana í bandorminum sem mun hafa áhrif á neysluvísitölu - og þar með verðtryggðar skuldir - og innistæður. Talið er að neysluvísitalan muni hækka um 0,25% við sykurskattinn. Þá ætlar ríkið að herða skattaeftirlit - en talið er að ríkið verði af 40 milljarða króna skatttekjum á ári vegna undanskota. Hvaða leiðir stjórnvöld hyggjast fara til að skera niður í rekstri ríkisins hefur hins vegar ekki áður komið fram. Skera á niður hjá öllum ráðuneytum um 10% - nema 7% hjá menntamálaráðuneyti og 5% hjá félags- og heilbrigðisráðuneytum. Foreldrar sem eignast börn eftir fyrsta júlí fá að hámarki 350 þúsund krónur í fæðingarorlof - í stað 400 eins og nú er. Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna verður lækkaða, grunnlífeyrir verður skertur vegna lífeyrissjóðstekna. Hámark verður sett á gjafsóknir, tímakaup lögmanna í sakamálum verður lækkað og sóknargjöld verða lækkuð. Þá verða laun þeirra níu þúsund opinberra starfsmanna sem hafa yfir 400 þúsund krónur í heildarlaun, endurskoðuð. Forðast verður að segja upp fólki eftir fremsta megni. Tengdar fréttir Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19. júní 2009 11:38 Niðurskurðarhnífurinn hátt á loft Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjámálum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið og með ýmsum aðgerðum er stefnt að því að ríkið fái 13 milljarða króna í auknar tekjur á þessu ári. 19. júní 2009 07:06 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Helmingur opinberra starfsmanna má búast við endurskoðun heildarlauna. Hægt verður á vegaframkvæmdum eða þeim frestað, nefndakostnaður skorinn niður um helming, aðkeypt sérfræðiþjónusta snarminnkuð og setja á meiri hörku í að draga úr skattsvikum. Þetta er meðal þess sem stjórnvöld ætla að gera til að skera niður til að draga úr fjárlagahallanum. Ýmsir voru orðnir langeygir eftir bandorminum - sem tekur á því hvernig stjórnvöld ætla að taka á rekstrarhalla ríkissjóðs upp á rúma 20 milljarða króna. Bandormurinn kom fram í gærkvöldi á alþingi, var kynntur á fréttamannafundi í morgun og fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir hádegi. Áður hefur komið fram að tryggingagjald verður hækkað, hátekjuskattur lagður á tekjur yfir 700 þúsund krónur og að fjármagnstekjuskattur hækkar um 5%. Nú er líka komið á daginn sem legið hefur í loftinu - sykurskattur verður lagður á, frá og með 1. september, þannig að virðisaukaskattur á sykur, sætindi og óáfengar drykkjarvörur verður hækkaður úr 7 prósentum upp í 24,5%. Þetta er eini liður skattahækkana í bandorminum sem mun hafa áhrif á neysluvísitölu - og þar með verðtryggðar skuldir - og innistæður. Talið er að neysluvísitalan muni hækka um 0,25% við sykurskattinn. Þá ætlar ríkið að herða skattaeftirlit - en talið er að ríkið verði af 40 milljarða króna skatttekjum á ári vegna undanskota. Hvaða leiðir stjórnvöld hyggjast fara til að skera niður í rekstri ríkisins hefur hins vegar ekki áður komið fram. Skera á niður hjá öllum ráðuneytum um 10% - nema 7% hjá menntamálaráðuneyti og 5% hjá félags- og heilbrigðisráðuneytum. Foreldrar sem eignast börn eftir fyrsta júlí fá að hámarki 350 þúsund krónur í fæðingarorlof - í stað 400 eins og nú er. Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna verður lækkaða, grunnlífeyrir verður skertur vegna lífeyrissjóðstekna. Hámark verður sett á gjafsóknir, tímakaup lögmanna í sakamálum verður lækkað og sóknargjöld verða lækkuð. Þá verða laun þeirra níu þúsund opinberra starfsmanna sem hafa yfir 400 þúsund krónur í heildarlaun, endurskoðuð. Forðast verður að segja upp fólki eftir fremsta megni.
Tengdar fréttir Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19. júní 2009 11:38 Niðurskurðarhnífurinn hátt á loft Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjámálum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið og með ýmsum aðgerðum er stefnt að því að ríkið fái 13 milljarða króna í auknar tekjur á þessu ári. 19. júní 2009 07:06 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19. júní 2009 11:38
Niðurskurðarhnífurinn hátt á loft Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjámálum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið og með ýmsum aðgerðum er stefnt að því að ríkið fái 13 milljarða króna í auknar tekjur á þessu ári. 19. júní 2009 07:06