Innlent

256 óku of hratt í Hvalfjarðargöngum

Hvalfjarðargöng
Hvalfjarðargöng Mynd/ Pjetur

Brot 256 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum vikuna 11. - 18. júní. Vöktuð voru 14.485 ökutæki og því ók lítill hluti ökumanna, eða tæplega 2%, of hratt eða yfir afskiptahraða.

Meðalhraði hinna brotlegu var 84 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Nítján óku á 90 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 103.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×