Innlent

Yfir 1500 manns að útskrifast úr HÍ

Mikill fjöldi útskrifast í dag úr HÍ.
Mikill fjöldi útskrifast í dag úr HÍ. Mynd/Stefán

Vel yfir fimmtán hundruð manns útskrifast úr Háskóla Íslands í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri í sögu háskólans. Útskriftin fer fram í Laugardalshöll og er fjöldinn slíkur að brautskráningin verður í tvennu lagi, klukkan 11 og síðan aftur klukkan 14.

Skýringin á þessum mikla fjölda kandidata er meðal annars að Háskólinn stækkaði um fjórðung við sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands síðstliðið sumar. Áætlað er að hvor athöfn um sig taki tvær klukkustundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×