Innlent

Fimm ára hljóp á bíl

Fimm ára snáðinn slapp ansi vel þrátt fyrir að hafa hlaupi beint á bíl sem var á ferð.
Fimm ára snáðinn slapp ansi vel þrátt fyrir að hafa hlaupi beint á bíl sem var á ferð.

Fimm ára gamall drengur lenti í óvanalegu umferðaróhappi við Skólaveg í Reykjanesbæ síðdegis í gær. Drengurinn hljóp út á götuna beint á bifreið sem ekið var eftir Skólaveginum.

Hinn fimm ára gamli snáði kastaðist í götuna en varð þó ekki undir bifreiðinni. Farið var með hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Þar kom í ljós að hann var óbrotinn en var talsvert marinn og blár eftir svaðilförina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×