Fleiri fréttir Mannslát í sumarbústað: Hinir handteknu enn í haldi Fólkið sem handtekið var í tengslum við mannslát í sumarbústað rétt fyrir utan Selfoss í gær er enn í haldi að sögn lögreglu. Um hálf níu leytið í gærmorgun hafði maður samband sem hafði komið að félaga sínum látnum í sumarbústað sem þeir gistu í ásamt tveimur konum. Lögregla og sjúkralið fóru á staðinn og var hann úrskurðaður látinn. Maðurinn er útlendingur en þrír samlandar hans voru handteknir á staðnum. Lögregla rannsakar nú málið og segir frekari frétta að vænta síðar í dag. 9.11.2008 09:46 Manni bjargað úr sjónum við Kirkjusand - annar stunginn í miðbænum Lögreglan fékk símtal frá skokkara við Kirkjusand snemma í morgun. Tilkynnti hann um mann á miðjum aldri sem kominn var út í sjó. Þegar lögregla kom á staðinn var vatnið komið upp að mitti. Honum var komið undir læknishendur. 9.11.2008 09:27 Strætisvagn og fólksbílar í hörðum árekstri - þrír fluttir á sjúkrahús Nokkkuð harður árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu fyrir stundu. Um er að ræða strætisvagn og tvo fólksbíla. Búið er að loka Hringbrautinni í austurátt við Þjóðminjasafnið og í vesturátt á gatnamótunum við BSÍ. 8.11.2008 19:30 Alþingishúsið grýtt með eggjum - aðsúgur gerður að lögreglu Lögreglan segir að á fjórða þúsund manns sé samankominn á Austurvelli að mótmæla ástandinu. Að sögn sjónarvotta var aðsúgur gerður að lögreglunni auk þess sem eggjum rigndi yfir Alþingishúsið. 8.11.2008 15:49 Maðurinn fannst látinn í sumarbústað Í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi vegna mannslát rétt fyrir utan bæinn kemur fram að rétt fyrir hálf níu í morgun hafi maður haft samband og sagst hafa komið að félaga sínum látnum í sumarbústað sem þeir gistu í ásamt tveimur konum. 8.11.2008 16:31 Mikil reiði á borgarafundi í Iðnó Fullt var út úr dyrum á borgarafundi í Iðnó sem var að ljúka fyrir stundu. Þingmenn frá öllum flokkum létu sjá sig á fundinum og greinilegt var að fólki var heitt í hamsi. Enginn formaður stjórnmálaflokks lét sjá sig að Ómari Ragnarssyni frá Íslandshreyfingunni undanskildnum og Steingrími J Sigfússyni formanni Vg. 8.11.2008 14:53 Rannsaka mannslát rétt fyrir utan Selfoss Tilkynning um mannslát barst lögreglunni á Selfossi í morgun en nú fer fram vettvangsathugun. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir að mannslát séu alltaf rannsökuðu hvort sem grunur um sakhæft athæfi sé eða ekki. Hann vill annars lítið gefa uppi um rannsóknina sem er í fullum gangi. 8.11.2008 13:13 Ekki vera þolandi, vertu þáttakandi Ekki vera þolandi, vertu þátttakandi - er yfirskrift tveggja kreppusamkoma í Reykjavík í dag. Klukkan eitt hefst opinn borgarafundur um stöðu þjóðarinnar í Iðnó. Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum er boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga milliliðalaust. 8.11.2008 10:07 Mikill erill í höfuðborginni - 140 bókanir Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var þónokkur erill hjá lögreglunni í nótt. Eftir gærkvöldið og nóttina liggja 140 bókanir sem telst nokkuð mikið. Níu aðilar voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur auk þess sem 5 líkamsárásir voru tilkynntar lögreglu. 8.11.2008 09:19 Ríkið ekki trúverðugur eigandi bankanna Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri samtaka atvinnulífsins segir ríkið ekki trúverðugan eiganda bankanna gagnvart erlendum kröfuhöfum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 8.11.2008 09:04 Arnarnesvegur lokaður vestan Reykjanesbrautar Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Arnarnesvegur lokaður vestan Reykjanesbrautar. Þar segir einnig að ný mislæg gatnamót á mótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar verði opnuð síðar í þessum mánuði. 8.11.2008 08:58 Segir stöðu formanns VR afar erfiða Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna segir að það sé ekki venja að stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokkar séu að blanda sér í innri mál félagasamtaka en augljóst sé að staða Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR, sé afar erfið. 7.11.2008 20:30 Með brenglaða réttlætiskennd Kjartan Jóhannsson, fyrrum ráðherra og sendiherra, segir að það sé hrollvekjandi að skömmu fyrir fall Kaupþings hafi forystumenn bankans tekið þá ákvörðun að afskrifa skuldir yfirmanna og helstu stjórnenda bankans vegna hlutabréfakaupa. 7.11.2008 21:30 Björn ánægður með Pólverja Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, segir að ekki sé hægt að setja öll ríki Evrópusambandsins undir sama hatt líkt og hafi sannast í dag þegar fréttir bárust af 200 milljóna evru lánstilboði Pólverja til Íslendinga. 7.11.2008 20:15 Bjarni efast um krónuna Það hefði mjög slæmar afleiðingar ef Íslendingar fengju ekki lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum segir Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hann segir forsætisráðherra njóta mikils trausts en efast um að krónan lifi ástandið af. 7.11.2008 19:30 Gunnar Páll: Ekkert athugavert Gunnar Páll Pálsson formaður VR nýtur trausts meðal trúnaðarmanna félagsins til að sitja áfram sem formaður félagsins. Hann sér ekkert athugavert við að hann sem verkalýðsforingi - með laun sem slaga upp í laun forseta Íslands - berjist gegn ofurlaunum í samfélaginu. 7.11.2008 18:35 Samskip og Starfsmennt fengu Starfsmenntaverðlaunin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti í dag Starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs. Í flokki fyrirtækja hlaut Samskip hf. verðlaunin fyrir metnaðarfullt og fjölbreytt fræðslustarf fyrir starfsfólk sitt. 7.11.2008 19:56 Yfir 75 þúsund undirskriftir Undirskriftir á vefsíðunni indefence.is eru komnar yfir 75 þúsund en síðan opnaði fyrir tveimur vikum. Á vefsíðunni er að finna þjóðarávarp til Breta. 7.11.2008 19:46 Fékk lítil viðbrögð við eftirlaunafrumvarpinu ,,Viðbrögðin voru ekki mikil en okkur fannst eðlilegt að upplýsa formenn flokkanna um okkar afstöðu. Þolinmæði okkar er á þrotum," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. 7.11.2008 19:21 Hvetja bílstjóra til að þeyta flauturnar Ökumenn á Kringlumýrarbraut og öðrum stórum umferðaræðum hafa í dag og í gær verið hvattir til að þeyta bílflauturnar séu þeir ósáttir með efnahagsástandið. Mikilvægt að láta í sér heyra segir laganeminn sem stendur fyrir þessu. 7.11.2008 19:10 Leiðir um aðstoð á leiðinni Leiðir til að aðstoða lántekendur vegna verðtryggingar ættu að liggja fyrir í næstu viku samkvæmt félagsmálaráðherra. 7.11.2008 19:01 Lög ekki brotin með lánum til starfsmanna Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segir fráleitt að lög hafi verið brotin með lánum til starfsmanna Kaupþings vegna hlutabréfakaupa. 7.11.2008 18:40 Réðust inn á dekkjaverkstæði Lögreglan hafði fyrr í dag afskipti af hópi karlmanna af erlendum uppruna á Bíldshöfða. Mennirnir réðust inn í dekkjaverkstæði á Tangarhöfða og veittust að starfsmanni verkstæðisins. Að sögn lögreglu var var mikill hiti í mönnum. 7.11.2008 17:57 Þorsteinn hættir sem rektor á Akureyri Á háskólaráðsfundi föstudaginn tilkynnti Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, þá ákvörðun sína að hætta störfum sem rektor háskólans þegar ráðningartímabili hans lýkur 5. maí næstkomiandi. 7.11.2008 17:41 Fleiri heimsækja Viðey Haustið hefur verið litríkt og skemmtilegt í Viðey og greinilegt að æ fleiri kjósa að njóta þar útivistar samkvæmt Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur verkefnastjóri Viðeyjar. 7.11.2008 17:20 Minna á mikilvægi sjálfboðaliðasamtaka Samtökin almannaheill, sem eru regnhlífarsamtök frjálsra félagasamtaka sem starfa að almannaheillum, minna á mikilvægi starfsemi sinnar í því ástandi sem nú er í þjóðfélaginu, og skora á Alþingi að skera ekki niður fjárframlög til slíkra samtaka við endurgerð fjárlaga. 7.11.2008 17:14 Íslendingar ekki í lakari stöðu gagnvart IMF en Ungverjar og Úkraínumenn Geir Haarde sagði, á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag, að stjórnvöld telji Íslendinga ekki í lakari stöðu gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en Ungverjar og Úkraínumenn, en þessar tvær þjóðir eru þegar búnar að fá samþykki frá stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 7.11.2008 17:03 Flugslysaæfing á Bakkaflugvelli á morgun Flugstoðir standa á morgun fyrir flugslysaæfingu á flugvellinum á Bakka en um er að ræða sjöttu æfingu félagsins á síðustu tveimur árum. 7.11.2008 16:46 Valur, Magnús og Ásmundur fara fyrir bankaráðum Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra tilkynnti rétt í þessu um það hverjir sitja í nýskipuðum bankaráðum ríkisbankanna. Hann þakkaði um leið þeim sem setið hafa í bankaráðunum frá því ríkið tók yfir bankana kærlega fyrir vel unnin störf og mikla fórnvísi. Það er fjármálaráðherra sem skipar í ráðin en allir flokkar komu að því að tilnefna fólk. Björgvin sagði á blaðamannafundi í dag að stjórnarandstaðan hafi fengið að velja sex aðalmenn, tvo í hvert ráð. Bankaráðsmenn eru eftirfarandi: 7.11.2008 16:10 Meintir nauðgarar látnir lausir Fjórum karlmönnum sem grunaðir voru um að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku fyrr í vikunni. Þrír mannanna voru handteknir á þriðjudag vegna málsins og fjórði daginn eftir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði þá alla í gæsluvarðhald til næsta þriðjudags. 7.11.2008 16:03 Geir staðfestir lán Pólverja Geir H. Haarde forsætisráðherra staðfesti á blaðamannafundi fyrir stundu að Pólverjar hefðu boðist til að lána Íslendingum 200 milljónir dollara vegna þeirra efnahagsþrenginga sem Íslendingar ganga í gegnum. 7.11.2008 16:00 Fullyrt að Hollendingar og Bretar ætli sér að koma í veg fyrir IMF - lánið Hollenska viðskiptablaðið RNC fullyrðir að Hollendingar og Bretar ætli sér að koma í veg fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fallist á lán til handa Íslendingum ef ekki verði greitt úr Icesave deilunni fyrst. Blaðið segist hafa þetta eftir heimildum innan úr hollenska fjármálaráðuneytinu sem þó vilji ekki staðfesta það opinberlega. Bretar eiga samkvæmt fréttinni að vera samstíga Hollendingum í málinu án þess að þeir vilji tjá sig um það. 7.11.2008 15:44 Vopnað rán á skrifstofu ABC í Kenía Vopnað rán var framið á skrifstofu ABC-samtakanna í Nairóbí í Kenía. Eftir því sem segir í tilkynningu samtakanna er skrifstofa samtakanna á neðri hæð starfsmannahúss og voru þrjár konur í húsinu. 7.11.2008 15:40 Fimm ára fangelsi fyrir lífshættulega hnífstungu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Sævar Sævarsson í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps en hann stakk erlendan karlmann í tvígang í miðbænum föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi. 7.11.2008 15:01 Björgunarsveitir fundu engin merki um mannaferðir Björgunarsveitir sem kallaðar voru út í dag eftir að neyðarsendir fór í gang nærri Sprengisandsleið, fundu engin merki um mannaferðir. Lögregla hefur ákveðið að hætta eftirgrennslan að sinni og eru björgunarsveitir á leið af svæðinu. Þær munu kanna hvort mannaferðir hafi verið við skála á leið sinni til baka. 7.11.2008 15:01 Samráð ráðherra í algjörum molum á ögurstundu Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd, segir að ekki verði annað ályktað annað af símtali Árna Mathiesen fjármálaráðherra og Alistairs Darling, starfsbróður hans, í október eftir fall bankanna en að samráð Árna við Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi verið í algjörum molum á ögurstundu. 7.11.2008 14:18 Þorgerður vill efla menntakerfið til að styrkja atvinnulausa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að hagspá Seðlabankans sé mjög dökk. Hún vill efla menntakerfið til að styrkja þá sem verða atvinnulausir. 7.11.2008 14:07 Handtekinn í tengslum við rannsókn á líkamsárás Lögreglan stöðvaði fyrir stundu bíl á Bíldshöfða og handtók karlmann í tengslum við rannsókn á meintu líkamsárásarmáli. 7.11.2008 13:45 Sýknaður af ákæru um að hafa slegið lögreglumann Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um brot gegn valdsstjórninni en honum var gefið að sök að hafa slegið til lögreglumanns aftur í stórum lögreglubíl þannig að lögreglumaðurinn datt aftur fyrir sig. 7.11.2008 13:26 Ræddu um áhrif stýrivaxta og dómínóáhrif í efnahagslífinu Fulltrúar Seðlabankans, ASÍ og Samtaka atvinnulífsins ásamt Gylfa Zoega, hagfræðiprófessor hjá Háskóla Íslands, komu í morgun á fund efnahags- og skattanefndar til þess að ræða áhrif stýrivaxta og efnahagsleg áhrif af falli bankakerfisins, hin svokölluðu dómínóáhrif af gjaldþrotum fyrritækja. 7.11.2008 12:52 Býst ekki við 10% atvinnuleysi Geir Haarde forsætisráðherra segist ekki gera ráð fyrir því að atvinnuleysi geti farið í 10% hér í lok næsta árs eins og spá Seðlabankans geri ráð fyrir. 7.11.2008 12:33 Gunnar Páll með sex milljónir á ári fyrir stjórnarsetu Gunnar Páll Pálsson formaður VR þáði 6,2 milljónir króna fyrir að sitja stjórnarfundi hjá gamla Kaupþingi á síðasta ári. Það er litlu minna en þingmenn þjóðarinnar fá í þingfararkaup. Siðfræðistofnun varaði við því fyrir fjórum árum að formaðurinn sæti í stjórn hlutafélags, eins og Kaupþings - það gæti stefnt trúverðugleika hans í hættu. 7.11.2008 12:08 Mjög slæmt ef IMF myndi ekki veita okkur lán Það hefði mjög slæmar afleiðingar fyrir okkur ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hætti við að veita okkur lán, segir Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Enn er alls óvíst hvort eða hvenær lánið gengur í gegn. 7.11.2008 12:07 Lögregla rannsakar neyðarsendingu Neyðarsending barst Flugstoðum klukkan tíu mínútur yfir tíu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Flugstoðum er ekkert sem bendir til að um flugvél sé að ræða heldur barst sendingin frá jörðu niðri, nærri Tungufelli við Skjálfandafljót. 7.11.2008 12:07 Geir kannast ekki við Pólverjalán Geir H. Haarde forsætisráðherra kannast ekki við að Pólverjar ætli að lána Íslendingum 200 milljónir dollara eins og erlendir miðlar hafa greint frá. Þetta kom fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bloomberg fréttaveitan greindi frá fyrirhuguðu láni í morgun og sagt að lánið fylgi í kjölfar aðstoðar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 7.11.2008 11:36 Sjá næstu 50 fréttir
Mannslát í sumarbústað: Hinir handteknu enn í haldi Fólkið sem handtekið var í tengslum við mannslát í sumarbústað rétt fyrir utan Selfoss í gær er enn í haldi að sögn lögreglu. Um hálf níu leytið í gærmorgun hafði maður samband sem hafði komið að félaga sínum látnum í sumarbústað sem þeir gistu í ásamt tveimur konum. Lögregla og sjúkralið fóru á staðinn og var hann úrskurðaður látinn. Maðurinn er útlendingur en þrír samlandar hans voru handteknir á staðnum. Lögregla rannsakar nú málið og segir frekari frétta að vænta síðar í dag. 9.11.2008 09:46
Manni bjargað úr sjónum við Kirkjusand - annar stunginn í miðbænum Lögreglan fékk símtal frá skokkara við Kirkjusand snemma í morgun. Tilkynnti hann um mann á miðjum aldri sem kominn var út í sjó. Þegar lögregla kom á staðinn var vatnið komið upp að mitti. Honum var komið undir læknishendur. 9.11.2008 09:27
Strætisvagn og fólksbílar í hörðum árekstri - þrír fluttir á sjúkrahús Nokkkuð harður árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu fyrir stundu. Um er að ræða strætisvagn og tvo fólksbíla. Búið er að loka Hringbrautinni í austurátt við Þjóðminjasafnið og í vesturátt á gatnamótunum við BSÍ. 8.11.2008 19:30
Alþingishúsið grýtt með eggjum - aðsúgur gerður að lögreglu Lögreglan segir að á fjórða þúsund manns sé samankominn á Austurvelli að mótmæla ástandinu. Að sögn sjónarvotta var aðsúgur gerður að lögreglunni auk þess sem eggjum rigndi yfir Alþingishúsið. 8.11.2008 15:49
Maðurinn fannst látinn í sumarbústað Í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi vegna mannslát rétt fyrir utan bæinn kemur fram að rétt fyrir hálf níu í morgun hafi maður haft samband og sagst hafa komið að félaga sínum látnum í sumarbústað sem þeir gistu í ásamt tveimur konum. 8.11.2008 16:31
Mikil reiði á borgarafundi í Iðnó Fullt var út úr dyrum á borgarafundi í Iðnó sem var að ljúka fyrir stundu. Þingmenn frá öllum flokkum létu sjá sig á fundinum og greinilegt var að fólki var heitt í hamsi. Enginn formaður stjórnmálaflokks lét sjá sig að Ómari Ragnarssyni frá Íslandshreyfingunni undanskildnum og Steingrími J Sigfússyni formanni Vg. 8.11.2008 14:53
Rannsaka mannslát rétt fyrir utan Selfoss Tilkynning um mannslát barst lögreglunni á Selfossi í morgun en nú fer fram vettvangsathugun. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir að mannslát séu alltaf rannsökuðu hvort sem grunur um sakhæft athæfi sé eða ekki. Hann vill annars lítið gefa uppi um rannsóknina sem er í fullum gangi. 8.11.2008 13:13
Ekki vera þolandi, vertu þáttakandi Ekki vera þolandi, vertu þátttakandi - er yfirskrift tveggja kreppusamkoma í Reykjavík í dag. Klukkan eitt hefst opinn borgarafundur um stöðu þjóðarinnar í Iðnó. Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum er boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga milliliðalaust. 8.11.2008 10:07
Mikill erill í höfuðborginni - 140 bókanir Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var þónokkur erill hjá lögreglunni í nótt. Eftir gærkvöldið og nóttina liggja 140 bókanir sem telst nokkuð mikið. Níu aðilar voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur auk þess sem 5 líkamsárásir voru tilkynntar lögreglu. 8.11.2008 09:19
Ríkið ekki trúverðugur eigandi bankanna Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri samtaka atvinnulífsins segir ríkið ekki trúverðugan eiganda bankanna gagnvart erlendum kröfuhöfum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 8.11.2008 09:04
Arnarnesvegur lokaður vestan Reykjanesbrautar Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Arnarnesvegur lokaður vestan Reykjanesbrautar. Þar segir einnig að ný mislæg gatnamót á mótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar verði opnuð síðar í þessum mánuði. 8.11.2008 08:58
Segir stöðu formanns VR afar erfiða Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna segir að það sé ekki venja að stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokkar séu að blanda sér í innri mál félagasamtaka en augljóst sé að staða Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR, sé afar erfið. 7.11.2008 20:30
Með brenglaða réttlætiskennd Kjartan Jóhannsson, fyrrum ráðherra og sendiherra, segir að það sé hrollvekjandi að skömmu fyrir fall Kaupþings hafi forystumenn bankans tekið þá ákvörðun að afskrifa skuldir yfirmanna og helstu stjórnenda bankans vegna hlutabréfakaupa. 7.11.2008 21:30
Björn ánægður með Pólverja Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, segir að ekki sé hægt að setja öll ríki Evrópusambandsins undir sama hatt líkt og hafi sannast í dag þegar fréttir bárust af 200 milljóna evru lánstilboði Pólverja til Íslendinga. 7.11.2008 20:15
Bjarni efast um krónuna Það hefði mjög slæmar afleiðingar ef Íslendingar fengju ekki lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum segir Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hann segir forsætisráðherra njóta mikils trausts en efast um að krónan lifi ástandið af. 7.11.2008 19:30
Gunnar Páll: Ekkert athugavert Gunnar Páll Pálsson formaður VR nýtur trausts meðal trúnaðarmanna félagsins til að sitja áfram sem formaður félagsins. Hann sér ekkert athugavert við að hann sem verkalýðsforingi - með laun sem slaga upp í laun forseta Íslands - berjist gegn ofurlaunum í samfélaginu. 7.11.2008 18:35
Samskip og Starfsmennt fengu Starfsmenntaverðlaunin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti í dag Starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs. Í flokki fyrirtækja hlaut Samskip hf. verðlaunin fyrir metnaðarfullt og fjölbreytt fræðslustarf fyrir starfsfólk sitt. 7.11.2008 19:56
Yfir 75 þúsund undirskriftir Undirskriftir á vefsíðunni indefence.is eru komnar yfir 75 þúsund en síðan opnaði fyrir tveimur vikum. Á vefsíðunni er að finna þjóðarávarp til Breta. 7.11.2008 19:46
Fékk lítil viðbrögð við eftirlaunafrumvarpinu ,,Viðbrögðin voru ekki mikil en okkur fannst eðlilegt að upplýsa formenn flokkanna um okkar afstöðu. Þolinmæði okkar er á þrotum," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. 7.11.2008 19:21
Hvetja bílstjóra til að þeyta flauturnar Ökumenn á Kringlumýrarbraut og öðrum stórum umferðaræðum hafa í dag og í gær verið hvattir til að þeyta bílflauturnar séu þeir ósáttir með efnahagsástandið. Mikilvægt að láta í sér heyra segir laganeminn sem stendur fyrir þessu. 7.11.2008 19:10
Leiðir um aðstoð á leiðinni Leiðir til að aðstoða lántekendur vegna verðtryggingar ættu að liggja fyrir í næstu viku samkvæmt félagsmálaráðherra. 7.11.2008 19:01
Lög ekki brotin með lánum til starfsmanna Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segir fráleitt að lög hafi verið brotin með lánum til starfsmanna Kaupþings vegna hlutabréfakaupa. 7.11.2008 18:40
Réðust inn á dekkjaverkstæði Lögreglan hafði fyrr í dag afskipti af hópi karlmanna af erlendum uppruna á Bíldshöfða. Mennirnir réðust inn í dekkjaverkstæði á Tangarhöfða og veittust að starfsmanni verkstæðisins. Að sögn lögreglu var var mikill hiti í mönnum. 7.11.2008 17:57
Þorsteinn hættir sem rektor á Akureyri Á háskólaráðsfundi föstudaginn tilkynnti Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, þá ákvörðun sína að hætta störfum sem rektor háskólans þegar ráðningartímabili hans lýkur 5. maí næstkomiandi. 7.11.2008 17:41
Fleiri heimsækja Viðey Haustið hefur verið litríkt og skemmtilegt í Viðey og greinilegt að æ fleiri kjósa að njóta þar útivistar samkvæmt Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur verkefnastjóri Viðeyjar. 7.11.2008 17:20
Minna á mikilvægi sjálfboðaliðasamtaka Samtökin almannaheill, sem eru regnhlífarsamtök frjálsra félagasamtaka sem starfa að almannaheillum, minna á mikilvægi starfsemi sinnar í því ástandi sem nú er í þjóðfélaginu, og skora á Alþingi að skera ekki niður fjárframlög til slíkra samtaka við endurgerð fjárlaga. 7.11.2008 17:14
Íslendingar ekki í lakari stöðu gagnvart IMF en Ungverjar og Úkraínumenn Geir Haarde sagði, á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag, að stjórnvöld telji Íslendinga ekki í lakari stöðu gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en Ungverjar og Úkraínumenn, en þessar tvær þjóðir eru þegar búnar að fá samþykki frá stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 7.11.2008 17:03
Flugslysaæfing á Bakkaflugvelli á morgun Flugstoðir standa á morgun fyrir flugslysaæfingu á flugvellinum á Bakka en um er að ræða sjöttu æfingu félagsins á síðustu tveimur árum. 7.11.2008 16:46
Valur, Magnús og Ásmundur fara fyrir bankaráðum Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra tilkynnti rétt í þessu um það hverjir sitja í nýskipuðum bankaráðum ríkisbankanna. Hann þakkaði um leið þeim sem setið hafa í bankaráðunum frá því ríkið tók yfir bankana kærlega fyrir vel unnin störf og mikla fórnvísi. Það er fjármálaráðherra sem skipar í ráðin en allir flokkar komu að því að tilnefna fólk. Björgvin sagði á blaðamannafundi í dag að stjórnarandstaðan hafi fengið að velja sex aðalmenn, tvo í hvert ráð. Bankaráðsmenn eru eftirfarandi: 7.11.2008 16:10
Meintir nauðgarar látnir lausir Fjórum karlmönnum sem grunaðir voru um að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku fyrr í vikunni. Þrír mannanna voru handteknir á þriðjudag vegna málsins og fjórði daginn eftir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði þá alla í gæsluvarðhald til næsta þriðjudags. 7.11.2008 16:03
Geir staðfestir lán Pólverja Geir H. Haarde forsætisráðherra staðfesti á blaðamannafundi fyrir stundu að Pólverjar hefðu boðist til að lána Íslendingum 200 milljónir dollara vegna þeirra efnahagsþrenginga sem Íslendingar ganga í gegnum. 7.11.2008 16:00
Fullyrt að Hollendingar og Bretar ætli sér að koma í veg fyrir IMF - lánið Hollenska viðskiptablaðið RNC fullyrðir að Hollendingar og Bretar ætli sér að koma í veg fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fallist á lán til handa Íslendingum ef ekki verði greitt úr Icesave deilunni fyrst. Blaðið segist hafa þetta eftir heimildum innan úr hollenska fjármálaráðuneytinu sem þó vilji ekki staðfesta það opinberlega. Bretar eiga samkvæmt fréttinni að vera samstíga Hollendingum í málinu án þess að þeir vilji tjá sig um það. 7.11.2008 15:44
Vopnað rán á skrifstofu ABC í Kenía Vopnað rán var framið á skrifstofu ABC-samtakanna í Nairóbí í Kenía. Eftir því sem segir í tilkynningu samtakanna er skrifstofa samtakanna á neðri hæð starfsmannahúss og voru þrjár konur í húsinu. 7.11.2008 15:40
Fimm ára fangelsi fyrir lífshættulega hnífstungu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Sævar Sævarsson í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps en hann stakk erlendan karlmann í tvígang í miðbænum föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi. 7.11.2008 15:01
Björgunarsveitir fundu engin merki um mannaferðir Björgunarsveitir sem kallaðar voru út í dag eftir að neyðarsendir fór í gang nærri Sprengisandsleið, fundu engin merki um mannaferðir. Lögregla hefur ákveðið að hætta eftirgrennslan að sinni og eru björgunarsveitir á leið af svæðinu. Þær munu kanna hvort mannaferðir hafi verið við skála á leið sinni til baka. 7.11.2008 15:01
Samráð ráðherra í algjörum molum á ögurstundu Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd, segir að ekki verði annað ályktað annað af símtali Árna Mathiesen fjármálaráðherra og Alistairs Darling, starfsbróður hans, í október eftir fall bankanna en að samráð Árna við Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi verið í algjörum molum á ögurstundu. 7.11.2008 14:18
Þorgerður vill efla menntakerfið til að styrkja atvinnulausa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að hagspá Seðlabankans sé mjög dökk. Hún vill efla menntakerfið til að styrkja þá sem verða atvinnulausir. 7.11.2008 14:07
Handtekinn í tengslum við rannsókn á líkamsárás Lögreglan stöðvaði fyrir stundu bíl á Bíldshöfða og handtók karlmann í tengslum við rannsókn á meintu líkamsárásarmáli. 7.11.2008 13:45
Sýknaður af ákæru um að hafa slegið lögreglumann Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um brot gegn valdsstjórninni en honum var gefið að sök að hafa slegið til lögreglumanns aftur í stórum lögreglubíl þannig að lögreglumaðurinn datt aftur fyrir sig. 7.11.2008 13:26
Ræddu um áhrif stýrivaxta og dómínóáhrif í efnahagslífinu Fulltrúar Seðlabankans, ASÍ og Samtaka atvinnulífsins ásamt Gylfa Zoega, hagfræðiprófessor hjá Háskóla Íslands, komu í morgun á fund efnahags- og skattanefndar til þess að ræða áhrif stýrivaxta og efnahagsleg áhrif af falli bankakerfisins, hin svokölluðu dómínóáhrif af gjaldþrotum fyrritækja. 7.11.2008 12:52
Býst ekki við 10% atvinnuleysi Geir Haarde forsætisráðherra segist ekki gera ráð fyrir því að atvinnuleysi geti farið í 10% hér í lok næsta árs eins og spá Seðlabankans geri ráð fyrir. 7.11.2008 12:33
Gunnar Páll með sex milljónir á ári fyrir stjórnarsetu Gunnar Páll Pálsson formaður VR þáði 6,2 milljónir króna fyrir að sitja stjórnarfundi hjá gamla Kaupþingi á síðasta ári. Það er litlu minna en þingmenn þjóðarinnar fá í þingfararkaup. Siðfræðistofnun varaði við því fyrir fjórum árum að formaðurinn sæti í stjórn hlutafélags, eins og Kaupþings - það gæti stefnt trúverðugleika hans í hættu. 7.11.2008 12:08
Mjög slæmt ef IMF myndi ekki veita okkur lán Það hefði mjög slæmar afleiðingar fyrir okkur ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hætti við að veita okkur lán, segir Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Enn er alls óvíst hvort eða hvenær lánið gengur í gegn. 7.11.2008 12:07
Lögregla rannsakar neyðarsendingu Neyðarsending barst Flugstoðum klukkan tíu mínútur yfir tíu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Flugstoðum er ekkert sem bendir til að um flugvél sé að ræða heldur barst sendingin frá jörðu niðri, nærri Tungufelli við Skjálfandafljót. 7.11.2008 12:07
Geir kannast ekki við Pólverjalán Geir H. Haarde forsætisráðherra kannast ekki við að Pólverjar ætli að lána Íslendingum 200 milljónir dollara eins og erlendir miðlar hafa greint frá. Þetta kom fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bloomberg fréttaveitan greindi frá fyrirhuguðu láni í morgun og sagt að lánið fylgi í kjölfar aðstoðar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 7.11.2008 11:36