Innlent

Rannsókn á bruna í hesthúsi og bíl lokið

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur eldsvoðum í Hafnarfirði fyrr á árinu er lokið.

Um var að ræða bíl sem brann nærri Hvaleyrarvatni og hesthús við Sörlaskeið sem varð sömuleiðis eldi að bráð en um milljónatjón var að ræða. Ljóst þykir að tveir karlar áttu þar hlut að máli en fullvíst er talið að eldur hafi kviknað af þeirra völdum í báðum tilvikum.

Mennirnir, annar um tvítugt en hinn hálfþrítugur, voru færðir til yfirheyrslu í gær og játuðu þeir hlutdeild sína sem og að hafa áður stolið bílnum sem um ræðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×