Innlent

Hlutverk sveitarfélaganna að sjá um ofbeldismál gegn börnum

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.

„Umræða um það með hvaða hætti unnt er að efla stuðning og meðferð til handa börnum sem hafa sætt andlegu og líkamlegu ofbendi er fyllilega tímabær," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndastofu.

Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 að úrræði skorti fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi af öðrum toga en kynferðisofbeldi. Hún segir vel koma til greina að víkka út starfsemina en þá þurfi bæði að fjölga starfsmönnum og flytja í stærra húsnæði.

Bragi segir fyllilega réttmætt að kortleggja hvernig þessum málum er fyrirkomið í dag. „Ef að í ljós kemur að það eru brotalamir að þá þurfa menn að leggjast yfir það með hvaða hætti við getum bætt úr því," segir Bragi. Hann segir að þetta sé hlutverk sveitafélaganna en engu að síður sé Barnaverndastofa reiðubúin til þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar verði það niðurstaða og vilji barnaverndanefndanna að Barnaverndastofa taki að sér aukið hlutverk á þessu sviði.










Tengdar fréttir

Úrræði skortir fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi

Úrræði skortir fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi af öðrum toga en kynferðisofbeldi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, segir vel koma til greina að víkka út starfsemina en þá þurfi bæði að fjölga starfsmönnum og flytja í stærra húsnæði.

Notuðu barn sitt sem hnífaskotskífu

Rannsókn stendur yfir á máli þriggja barna á höfuðborgarsvæðinu sem sætt hafa alvarlegu ofbeldi af hálfu foreldris. Meðal annars hefur eitt þeirra verið notað sem hnífaskotskífa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×