Innlent

Vindhviður allt að 47 metrum á sekúndu í nótt

Mesti vindhraði sem mældist í óveðrinu í fyrrinótt mun hafa verið á Gjögur flugvelli á Ströndum, en þar sló vindurinn upp í 47 metra á sekúndu í hvössustu hviðunum.

Það er ofsaveður og langt yfir 12 vindstigunum, sem notuð voru þar til sekúndumetrarnir voru teknir upp. Meðalvindur var þar 29 metrar á sekúndu. Þá sló vindhraðinn upp í 44 metra á sekúndu í Kolgrafarfirði á norðanverðu Snæfellsnesi og á nokkrum stöðum til viðbótar fór hann yfir 40 metra á sekúndu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×