Innlent

Úrræði skortir fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi

Úrræði skortir fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi af öðrum toga en kynferðisofbeldi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, segir vel koma til greina að víkka út starfsemina en þá þurfi bæði að fjölga starfsmönnum og flytja í stærra húsnæði.

Við greindum frá því í kvöldfréttum í gær að verið er að rannsaka mál þriggja barna á höfuðborgarsvæðinu sem talin eru hafa sætt alvarlegu ofbeldi af hálfu foreldris. Börnin eru öll á grunnskólaaldri og hafa verið fjarlægð af heimilinu.

Mál barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi koma til kasta Barnahúss, en slíkt úrræði skortir fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi af öðrum toga. En mætti útvíkka starfsemi barnahúss þannig að hægt verði að taka á móti börnum sem þolað hafa annars konar ofbeldi en kynferðisofbeldi? „EF maður horfir á hagmuni barnanna þá er þetta úrræði eins og Barnahús er mjög gott fyrir börn og vissulega myndum við vilja sinna öllum þessum börnum ef maður er að hugsa um hvað þeim er fyrir bestu," segir Ólöf Ásta.

Um 300 mál koma árlega inn á borð barnahúss og því er ljóst ef að það á að útvíkka starfsemina þarf að gera breytingar. Ólöf Ásta segir að ef Barnahús ætti að taka við þessum börnum í meðferð líka þá yrði að víkka út starfsemina því bæði húsrúm og mannafli leyfi það ekki núna.

Ítarlegri umfjöllun um málið verður í kvöldfréttum Stöðvar tvö.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×