Innlent

Nafnverð íbúðarhúsnæðis lækkaði um 0,3 prósent í ágúst

MYND/Valgarður

Nafnverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,3 prósent í síðasta mánuði.

Þrátt fyrir það nemur hækkun nafnverðs á einu ári 1,6 prósenti, en þar sem verðbólga mælist nú 14,5 prósent hefur raunvirði íbúðarhúsnæðis lækkað um rösklega ellefu prósent á einu ári.

Sérfræðingar í peningamálum spá enn frekari lækkun raunverðs. Samhliða þessu hækkar höfuðstóll verðtryggðra lána og þar með afborganir af þeim, með öðrum orðum þá hækka afborganir um leið og verðmætið lækkar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×