Innlent

Framkvæmdastjóri sýknaður vegna Betsson-auglýsinga

Betsson hefur auglýst síðu sína í íslenskum fjölmiðlum.
Betsson hefur auglýst síðu sína í íslenskum fjölmiðlum.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag framkvæmdastjóra birtingahússins MediaCom af brotum á lögum um happdrætti í tengslum við auglýsingar sænska veðmálafyrirtækisins Betsson.

Fyrirtækið hefur á undanförnum misserum auglýst fjárhættuspil á vefsíðu sinni, betsson.com, í íslenskum fjölmiðlum. Samkvæmt íslenskum lögum má aðeins reka happdrætti hér á landi til þess að afla fjár til almannaheilla.

Þar sem Betsson er erlent fyrirtæki var látið á það reyna hvort heimilt væri að auglýsa hér happdrætti sem ekki væri leyfi fyrir. Var framkvæmdastjóri birtingahússins MediaCom, sem ráðlagaði um birtingu auglýsinga, því ákærður.

Dómari komst hins vegar að því að málið væri utan íslenskrar lögsögu þar sem síðan væri vistuð í útlöndum. Það er í höndum ríkissaksóknara að ákveða hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar en miðað við dóm héraðsdóms má Betsson auglýsa fjárhættuspilið hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×