Innlent

Dynjandisheiði opnuð á ný

MYND/Stöð 2

Vegagerðin hefur opnað veginn um Dynjandisheiði en hann lokaðist eftir mikið illviðri í fyrrinótt sem leiddi til flóða og aurskriða á Vestfjörðum. Fólk er þó beðið um að gæta varúðar við að fara um heiðina.

Þorskafjarðarheiði er hins vegar enn lokuð og á sunnanverðum Vestfjörðum er Arnarfjörður ófær og Bíldudalsvegur frá flugvelli yfir í Trostansfjörð. Þá er varað við vatnskemmdum á Skarðstrandavegi og á Skógarströnd. Einnig er vegurinn um Haukadalsskarð lokaður. Á Snæfellsnesi er Helgafellssveitarvegur lokaður og Jökulhálsvegur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×