Fleiri fréttir

Aurora velgerðarsjóður úthlutar 210 milljónum

Stjórn Aurora velgerðasjóðs kynnti í dag þá ákvörðun sína að ráðstafa alls 210 milljónum króna til fyrstu styrktarverkefna sjóðsins. Það eru hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttir landslags-arkitekt og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa sem stofnuðu velgerðasjóðinn fyrir réttu ári á fimmtugsafmæli Ólafs, 23. janúar 2007. Þá var einn milljarður króna lagður í sjóðinn og nú hefur verið veitt úr honum í fyrsta sinn.

Passið ykkur á ísnum!

Í hlákunni síðustu daga er ís á vötnum og ám víða orðinn ótraustur og full ástæða til að vara fólk við því að fara út á hann. Erfitt getur verið að meta hvort ís sé nægjanlega traustur til að fara út á hann og mismunandi eftir vatni hvernig ísalög eru. En regla númer eitt er að snúa alltaf við ef einhverjir brestir heyrast.

Skipar starfshóp um aðgerðir gegn mansali

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað sérstakan starfshóp sem hefur það hlutverk að fjalla um með hvaða hætti standa megi að gerð og framkvæmd heildstæðrar áætlunar um aðgerðir gegn mansali á Íslandi.

Mótmælalisti afhentur á morgun

Þeir sem hafa staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem nýjum meirihluta í Reykjavík er mótmælt hafa boðað þá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Ólaf F. Magnússon til fundar í Tjarnarsal Ráðhússins klukkan 11:30 á morgun. „Þúsundir borgarbúa hafa nú þegar undirritað mótmæli vegna ótrúlegra vinnubragða við myndun þessa nýja meirihluta," segir í tilkynningu frá hópnum.

Ólafur í byrjun desember: Megum ekki verða að örflokki

“Ég tel mjög mikilvægt að þessi borgarstjórnarflokkur og þeir sem að honum standa starfi vel saman og reyni að hafa breidd í málunum þannig að við stöndum undir þessu umboði og verðum ekki að einhverjum örflokki í lok kjörtímabilsins,” sagði Ólafur F Magnússon verðandi borgarstjóri í Silfri Egils þann 2.desember síðastliðin.

Guðrún Jónsdóttir valin Ljósberi ársins

Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi og talskona Stígamóta, var valin Ljósberi ársins 2007. Verðlaunin eru veitt fyrir áralanga, ötula og skelegga baráttu hennar gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu hér á landi í forsvari fyrir Stígamót.

Samkomulag um fyrrverandi hús ÁTVR á Seyðisfirði

Samkomulag hefur náðst á milli fjármálaráðuneytiosins, Minjaverndar og Seyðisfjarðarkaupstaðar um málefni fyrrverandi verslunarhúsnæðis ÁTVR á Seyðisfirði. Þetta kom fram í fyrirspurn Árna Mathiesen fjármálaráðherra við fyrirspurn flokkssystur sinnar, Arnbjargar Sveinsdóttur.

Þak sett á lyfjakostnað allra sjúklinga

Þak verður sett á lyfjakostnað allra sjúklinga á þessu ári og síðar einnig á aðra kostnaðarþætti sjúklinga í heilbrigðisþjónustu. Nefnd um greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðisþjónustu vinnur að því að einfalda það kerfi sem nú er við lýði.

Óska eftir fundi með þingmönnum vegna uppsagna hjá HB Granda

Bæjarstjórn Akraness ákvað á fundi sínum í gær að óska þegar í stað eftir fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis í kjölfar þess að stjórnendur HB Granda hafa ákveðið að segja upp öllu starfsfólki fyrirtækisins, sem vinnur við fiksvinnslu á Akranesi.

Fimm mánaða tafir á tvöföldun Reykjanesbrautar?

Framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar gætu frestast um allt að fimm mánuði náist ekki samkomulag við undirverktaka um framhald þeirra. Fulltrúar Vegagerðarinnar, Jarðvéla og undirverktaka þeirra funda um framtíð verkefnisins í dag.

Hátt í 50 skjálftar við Grindavík

Jarðskjálftahrina hófst í Grindavík laust fyrir klukkan tvö í nótt með skjálfta upp á fjóra á Richter. Skjálftarnir í hrinunni eru að nálgast 50.

Var ekki boðinn borgarstjórastóllinn

Svandís Svarasdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir rangt að sjálfstæðismenn hafi boðið henni borgarstjórastóllinn eins og Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri, fullyrti í gær.

Þorbjörg Helga: Björn Ingi gaf tóninn

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það skref Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, að slíta samstarfi við sjálfstæðismenn í haust hafa fært pólitíkina í borginni á nýjan stað.

Rúmlega 45 skjálftar hafa mælst í Grindavík

Um 45 minni skjálftar hafa mælst eftir að skjálfti upp á fjóra á Richter skók Grindavík með þeim afleiðingum að hlutir féllum úr hillum. Skjálftarnir eru flestir á milli einn og tveir á Richter en þó mældist annar skjálfti upp á fjóra rétt fyrir klukkan sex í morgun. Veðurstofan reiknar með að skjálftarnir haldi eitthvað áfram en fjari út á næstu klukkustundum.

Hefur efasemdir um sannsögli Björns Inga

,,Björn Ingi segir hvað? Og hver hafði samband við Björn Inga? Ég fullyrði að þetta er rangt að honum hafi verið boðið upp í dans að þessu sinni vegna þess að hann spilaði sig út úr pólitíkinni með því sem hann gerði í haust,“ sagði Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, í spjalli við Heimi og Kollu í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið, í morgun.

„Ónotatilfinning að vera rifinn upp á náttfötunum"

Í dag eru liðin 35 ár frá upphafi eldgossins á Heimaey, stærstu eyju Vestmannaeyjaklasans. Elliði Vignisson bæjarstjóri segist muna vel eftir þessum degi þrátt fyrir að hafa verið aðeins fjögurra ára gamall þegar gosið hófst.

Ræður ráðamanna á erlendri tungu liggi fyrir á íslensku

Samfylkingarmennirnir Mörður Árnason og Karl V. Matthíasson hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem því er beint til forseta Íslands og ráðherra að ræður og ávörp sem þeir flytja á erlendri tungu liggi fyrir á íslensku samtímis eða svo skjótt sem auðið er.

Eldgossins í Eyjum minnst í dag

Þrjátíu og fimm ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst í Vestmannaeyjum og eyjamenn sigldu allir til lands í fiskiskipaflota sínum.

Vinskapur hafði ekkert með lögfræðiálit að gera

Bjarnfreður Ólafsson skattalögfræðingur segir álit sitt á skattamálum Framsóknarflokksins og frambjóðenda hans ekki tengjast þeim persónum sem eigi hlut að máli. „Þetta er einföld lögfræðileg niðurstaða og ætti að vera alveg óumdeild. Hún er ekkert tengd persónum enda er Óskar Bergsson kær vinur minn, Björn Inga þekki ég hinsvegar ekkert."

Greiði skatta og skyldur af mínum hlunnindum

„Ég greiði skatta og skyldur af mínum launum og hlunnindum og geri nákvæmlega það sem mér er sagt að gera frá mínum endurskoðanda,“ segir Björn Ingi Hrafnsson um þær ásakanir að hann hefði átt að greiða skatt af styrk sem hann fékk til fatakaupa fyrir kosningar árið 2006.

Frjálslyndir á norðausturlandi styðja nýjan meirihluta

Hin ýmsu félög tengd stjórnmálaflokkunum hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem nýr meirihluti í borginni nýtur annaðhvort stuðnings eða hann er fordæmdur. Kjördæmisráð Frjállyndaflokksins í norðausturkjördæmi lýsir yfir stuðningi í yfirlýsing.

Dagur fór að hafa áhyggjur vegna fréttar Vísis

„Það var vegna fréttar á Vísi sem ég heyrði í Ólafi á mánudagsmorgun. Hann var þá léttur og sagði þetta af og frá og ætlaði að leiðrétta þetta við blaðamann svo þetta yrði úr sögunni,“ sagði Dagur B Eggertsson fráfarandi borgarstjóri í viðtali við Kastljósið nú í kvöld.

Flugvöllur í Vatnsmýri til langrar framtíðar

Reykjavíkurflugvöllur verður áfram í Vatnsmýri til langrar framtíðar, segir Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri. Hann segir stefnuskrá nýja meirihlutans vera sjötíu prósent F-lista plagg.

Útförin var stórkostleg leikflétta

Hin leynilega útför Fischers á bökkum Ölfusár í gærmorgun varð til þess að margir sem vonuðust til að geta kvatt hann, urðu af tækifærinu, þeirra á meðal Boris Spasský.

Ólafur hefur umbylt embætti forseta Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson hefur umbylt embætti forseta Íslands frá því hann tók við því meðal annars með því að nýta málskotsréttinn. Á fyrirlestri sem haldinn var um forsetann í dag var Ólafur kallaður útrásarforseti.

Óánægður viðskiptavinur hindraði aðkomu sjúklinga að Læknavaktinni

„Það var haft samband við mig og ég benti á að maðurinn gæti talað við skrifstofuna eftir helgi sem er mjög eðlilegt vinnulag," segir Gerður Árnadóttir læknir á Læknavaktinni en óánægður viðskiptavinur lét illa eftir að honum var neitað um endurgreiðslu fyrir skömmu.

Björn Ingi og Óskar brutu gegn skattalögum

Frambjóðendur Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík árið 2006 hefðu átt að gefa fatastyrk sem þeir fengu upp til skatts sem hlunnindi eða gjafir, að mati lögfræðings. Fréttablaðið hefur það eftir Birni Inga Hrafnssyni borgarfulltrúa að hann hefði ekki séð ástæðu til að gefa styrkinn upp til skatts því að um svo lágar upphæðir hafi verið að ræða.

Sjá næstu 50 fréttir