Fleiri fréttir

Margrét og Guðrún binda sig við fráfarandi meirihluta

Borgarfulltrúar Samfylkingarnnar, Vinstri - grænna og Framsóknarflokks ásamt öðrum og þriðja manni F-lista hafa ákveðið að starfa áfram saman að heildum og hafa nána samvinnu um málflutning og tillögugerð.

Reykvíkingar verða með þrjá borgarstjóra á launum

Reykvíkingar verða með þrjá borgarstjóra á launum þegar Ólafur F. Magnússon tekur við sem borgarstjóri á fimmtudag eins og gert er ráð fyrir. Með meirihlutaskiptunum fer Dagur B. Eggertsson á biðlaun og fyrir er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson á biðlaunum.

Ekkja Bobby Fischer erfir 140 milljónir

Miyoko Watai, ekkja Bobby Fischer, mun erfa þær 140 milljónir sem Fischer skildi eftir sig við andlát sitt. Staðfest hefur verið að Watai var eiginkona Fischers en ekki unnusta eins og oft hefur verið haldið fram og mun því erfa þær rúmu 140 milljónir króna sem Vísir hefur heimildir fyrir að hann láti eftir sig, auk 67 fermetra íbúðar í Espigerði.

Samhæfingarstöð lokað en enn varað við slæmu veðri víða

Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð, sem virkjuð var í gærkvöld vegna veðurs, hefur verið lokað. Fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra að enn sé þó slæmt veður víða um land og lítið ferðaveður. Er fólk hvatt til þess að fylgjast vel með veðri og færð.

Kanna hvort Fischer hafi verið kvæntur

Hugmyndin um að Bobby Fischer yrði grafinn í þjóðargrafreit á Þingvöllum var borin undir ekkju hans, Miyko Watai. Hún hafnaði hins vegar hugmyndinni með þeim orðum að það hefði ekki verið vilji Fischers og valdi fremur útför í kyrrþei.

Enn varað við nígerískum fjársvikum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við fjársvikum með erlendum tékkum. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikin fari þannig fram að viðskiptum sé komið á í gegnum íslenska sölusíðu.

Auralaus og kærustulaus á Akranesi

Lögreglan á Akranesi glímdi við heldur óvenjulegt verkefni í liðinni viku. Þá tóku lögreglumenn á eftirlitsferð eftir manni sem sat á ferðatösku, árla morguns, skammt frá Akratorgi.

Loðnan er fundin

Áhöfnin á loðnuskipinu Bjarna Ólafssyni AK segir á heimasíðu sinni að þeir hafi loksins fundið loðnuna sem lengi hefur verið leitað. Í gær fékk skipið 120 tonn af stórri og góðri loðnu sem var þar að auki átulítil.

Segir nýtt meirihlutasamstarf millileik hjá sjálfstæðismönnum

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að samstarf sjálfstæðismanna við Ólaf F. Magnússonar, oddvita F-lista, í borgarstjórn vera millileik hjá sjálfstæðismönnum. Samstarfið við Ólaf sé skyndibrullaup og efnt verði til stærra brúðkaups í Ráðhúsinu við fyrsta tækifæri.

Geir: Trúverðugur meirihluti í borginni

Geir H. Haarde forsætisráðherra hélt blaðamannafund eftir ríkistjórnarfundinn í morgun þar sem hann fór yfir stöðuna í Reykjavík eftir að nýr meirihluti varð til í gær. Hann sagði ljóst að breytingarnar hafi engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið og að hann hafi þegar rætt málið við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar.

Ólafur F. reynir við Margréti

Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri, bendir á að Margrét Sverrisdóttir sé formaður menningar- og ferðamálaráðs og hann vilji sjá hana þar áfram og í öðrum nefndum sem hún situr í. Hann hafnar því að hafa farið á bak við Margréti en segir jafnframt að hún hafi ekki staðið sig í því að tryggja áhrif F-listans í nefndum og ráðum.

Ingibjörg: Óheillaspor fyrir borgarbúa

Ráðherrum ríkisstjórnarinnar líst misvel á nýjan meirihluta í Reykjavík. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun gáfu nokkur þeirra færi á sér og svöruðu spurningum blaðamanna. Önnur vildu ekki tjá sig. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir að sér lítist illa á breytingarnar en Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að sér lítist vel á gjörninginn.

Lítil rúta lagðist á smábíl í dýrvitlausu veðri á Kjalarnesi

Veður er farið að lægja á suðvesturhorni landsins eftir illviðri gærkvöldsins og næturinnar. Nokkuð annríki hefur verið hjá björgunarsveitum, mest á Suðurnesjum þar sem girðingar, þakplötur og sólhýsi hafa fokið og bátar losnað frá bryggju.

Komu manni til bjargar á Kleifarheiði

Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Lómfelli á Barðastönd á Vestfjörðum komu karlmanni til bjargar á Kleifarheiði í morgun en hann sat þar fastur í bíl sínum vegna illviðris.

Margrét segir vinnubrögð Ólafs forkastanleg

Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi Frjálslyndra segir að vinnubrögð Ólafs F. Magnússonar við myndun nýs meirihluta hafi verið forkastanleg. Og það sé alveg ótækt að Ólafur hafði ekkert samband við bakland sitt í flokknum áður en hann tók þessa ákvörðun sína. það liggur ljóst fyrir að nýr meirihluti í borgarstjórn nýtur ekki fylgis Margrétar sem raunar segist ætla að fella hann við fyrsta tækifæri. Þetta kom fram í þættinum Í Bítið á Bylgjunni í morgun.

Björguðu 180 tonna bát í Njarðvík

180 tonna mannlaus stálbátur, Tjaldanes GK, slitnaði frá bryggju í Njarðvík í nótt og rak upp í fjöru. Björgunaraðgerðir báru þann árangur að báturinn náðist á flot og aftur að bryggju laust fyrir klukkan sjö. Verið er að kanna skemmdir

Væri ekki borgarstjóri ef kosið yrði í dag

Frjálslyndiflokkurinn kæmi ekki manni að í borgarstjórn ef marka má skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét gera fyrir tólf dögum síðan. Þar var hringt í 600 Reykvíkinga af handahófi úr þjóðskrá.

Sex borgarstjórar á fimm árum

Sex borgarstjórar hafa setið í Reykjavík á aðeins fimm árum eftir nýjustu sviptingar í borgarmálunum þar sem Ólafur F. Magnússon, oddviti F-lista, sleit samstarfi við gömlu R-listaflokkana og gekk til samstarfs við Sjálfstæðislflokkinn.

Mikilvægt að Ólafur F sé við fulla heilsu

Ólafur Þ Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir borgarbúa ekki eiga neina heimtingu á því að boðað verði til kosninga. Ólafur sagði að sveitastjórnir þyrftu að sitja öll sín fjögur ár og það væri borgarfulltrúanna að mynda meirihluta. Þetta sagði Ólafur í samtali við Fréttastofu Sjónvarpsins nú í kvöld.

Íbúar í Vogum vilja breyta ímynd sveitarfélagsins

„Þetta gekk mjög vel og það mættu rúmlega 200 manns,“ segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd en í kvöld var haldinn íbúafundur í sveitarfélaginu til þess að ræða hvernig bæta mætti ímynd sveitarfélagsins.

Björn Ingi lagði grunn að valdaleysi sínu með svikum við D-flokk

„Aldrei var nein samstaða innan þess hóps, sem myndaði meirihluta á rústum OR/REI fyrir 100 dögum og þar sem Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri. Hópurinn hefur ekki getað lagt fram málefnaskrá og lét reka á reiðanum í fjölda mála“ skrifar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sína nú í kvöld í kjölfar nýs meirihluta í borgarstjórn.

Ekki allir F-lista menn á móti Ólafi

Þótt að annar og þriðji maður á F-lista Frjálslyndra og óháðra, þær Margrét Sverrisdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir, styðji ekki við nýjan meirihluta eru fjórði, fimmti og sjötti maður honum hlynntur. Þetta eru Þau Ásta Þorleifsdóttir, Anna Sigríður Ólafsdóttir, dóttir Ólafs F. Magnússonar, og Kjartan Eggertsson.

„Ólafi F. Magnússyni er ekki treystandi“

„Ég er nokkuð viss um að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn að bíta úr nálinni með að binda sitt trúss við Ólaf F. Magnússon sem hefur sýnt það í verki að það er ekki einu orði að treysta því sem hann segir pólitískum samstarfsmönnum sínum,“ segir Össur Skarphéðinsson ráðherra Samfylkingarinnar sem staddur var í Abu Dabí þegar Vísir náði á hann fyrir stundu.

Funduðu heima hjá Kjartani

Nýr meirihluti borgarstjórnar var myndaður heima hjá Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Kjartan býr að Hávallagötu 42 í Reykjavík.

Mamma Ólafs F vonar að þetta gangi vel hjá honum

Anna G. Stefánsdóttir, móðir Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóraefnis nýja meirihlutans, er að vonum ánægð með árangur son síns í dag. Hún var að fylgjast með myndun nýja meirihlutans þegar Vísir hafði samband við hana í dag. „Ég vona bara að þetta gangi vel hjá honum,“ segir hún. Anna segist ekki hafa tekið mikinn þátt í pólitík sjálf en hún hafi þó mætt á nokkra fundi. Hún segir þó að umhverfismál og velferðarmál höfði mikið til sín. „Maður er með þannig hjarta.“

Tuttugu mínútur í sjö

Ólafur F Magnússon hringdi í Dag B Eggertsson borgarstjóra tuttugu mínútum áður en nýr meirihluti í borgarstjórn var kynntur á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum klukkan 19:00. Þetta kom fram í viðtali við Dag á Stöð 2 fyrir stundu.

Farsakenndur dagur

"Þessi dagur hefur einkennst af vantrú og er eiginlega hálfgerður farsi...," sagði Dagur B. Eggertsson fráfarandi borgarstjóri í samtali við Stöð 2 nú rétt í þessu.

Margrét fellir meirihlutann fái hún tækifæri til

Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Ólafs F. Magnússonar, segist andvíg þeirri ákvörðun Ólafs að slíta meirihlutasamstarfinu. Hún segir Ólaf ekki hafa haft sig með í ráðum og í viðtali á Stöð 2 sagði hún að kæmi til þess að hún tæki sæti í borgarstjórn þá yrði það hennar fyrsta verk að mynda gamla meirihlutann á ný.

Ólafur hefur ekki getað sinnt starfi sínu til þessa

„Mér finnst þetta hörmulegt," segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi þegar hún er spurð út í fréttir af nýjum meirihluta. Hún segir að nú sé uppi stjórnarkreppa í borginni. „Það er ekki hægt að byggja meirihluta á manni sem hefur ekki eirð í sér til þess að sitja einn heilan borgarstjórnarfund," segir Björk og bætir við: „Ólafur hefur aldrei getað sinnt því að vera borgarfulltrúi í fullu starfi og því get ég ekki ímyndað mér að hann valdi borgarstjórastarfinu."

Sjá næstu 50 fréttir