Fleiri fréttir Geir: Trúverðugur meirihluti í borginni Geir H. Haarde forsætisráðherra hélt blaðamannafund eftir ríkistjórnarfundinn í morgun þar sem hann fór yfir stöðuna í Reykjavík eftir að nýr meirihluti varð til í gær. Hann sagði ljóst að breytingarnar hafi engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið og að hann hafi þegar rætt málið við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar. 22.1.2008 10:49 Ólafur F. reynir við Margréti Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri, bendir á að Margrét Sverrisdóttir sé formaður menningar- og ferðamálaráðs og hann vilji sjá hana þar áfram og í öðrum nefndum sem hún situr í. Hann hafnar því að hafa farið á bak við Margréti en segir jafnframt að hún hafi ekki staðið sig í því að tryggja áhrif F-listans í nefndum og ráðum. 22.1.2008 10:14 Ingibjörg: Óheillaspor fyrir borgarbúa Ráðherrum ríkisstjórnarinnar líst misvel á nýjan meirihluta í Reykjavík. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun gáfu nokkur þeirra færi á sér og svöruðu spurningum blaðamanna. Önnur vildu ekki tjá sig. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir að sér lítist illa á breytingarnar en Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að sér lítist vel á gjörninginn. 22.1.2008 09:59 Lítil rúta lagðist á smábíl í dýrvitlausu veðri á Kjalarnesi Veður er farið að lægja á suðvesturhorni landsins eftir illviðri gærkvöldsins og næturinnar. Nokkuð annríki hefur verið hjá björgunarsveitum, mest á Suðurnesjum þar sem girðingar, þakplötur og sólhýsi hafa fokið og bátar losnað frá bryggju. 22.1.2008 09:59 Komu manni til bjargar á Kleifarheiði Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Lómfelli á Barðastönd á Vestfjörðum komu karlmanni til bjargar á Kleifarheiði í morgun en hann sat þar fastur í bíl sínum vegna illviðris. 22.1.2008 09:54 Ungir jafnaðarmenn lýsa yfir vonbrigðum með ákvörðun Ólafs Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík lýsa yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa, að slíta samstarfi sínu við fráfarandi meirihluta í borgarstjórn og mynda nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki. 22.1.2008 08:48 Hillary jarðaður i Auckland 22.1.2008 08:43 Margrét segir vinnubrögð Ólafs forkastanleg Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi Frjálslyndra segir að vinnubrögð Ólafs F. Magnússonar við myndun nýs meirihluta hafi verið forkastanleg. Og það sé alveg ótækt að Ólafur hafði ekkert samband við bakland sitt í flokknum áður en hann tók þessa ákvörðun sína. það liggur ljóst fyrir að nýr meirihluti í borgarstjórn nýtur ekki fylgis Margrétar sem raunar segist ætla að fella hann við fyrsta tækifæri. Þetta kom fram í þættinum Í Bítið á Bylgjunni í morgun. 22.1.2008 08:39 Björguðu 180 tonna bát í Njarðvík 180 tonna mannlaus stálbátur, Tjaldanes GK, slitnaði frá bryggju í Njarðvík í nótt og rak upp í fjöru. Björgunaraðgerðir báru þann árangur að báturinn náðist á flot og aftur að bryggju laust fyrir klukkan sjö. Verið er að kanna skemmdir 22.1.2008 06:44 Væri ekki borgarstjóri ef kosið yrði í dag Frjálslyndiflokkurinn kæmi ekki manni að í borgarstjórn ef marka má skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét gera fyrir tólf dögum síðan. Þar var hringt í 600 Reykvíkinga af handahófi úr þjóðskrá. 21.1.2008 23:44 Sex borgarstjórar á fimm árum Sex borgarstjórar hafa setið í Reykjavík á aðeins fimm árum eftir nýjustu sviptingar í borgarmálunum þar sem Ólafur F. Magnússon, oddviti F-lista, sleit samstarfi við gömlu R-listaflokkana og gekk til samstarfs við Sjálfstæðislflokkinn. 21.1.2008 22:40 Mikilvægt að Ólafur F sé við fulla heilsu Ólafur Þ Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir borgarbúa ekki eiga neina heimtingu á því að boðað verði til kosninga. Ólafur sagði að sveitastjórnir þyrftu að sitja öll sín fjögur ár og það væri borgarfulltrúanna að mynda meirihluta. Þetta sagði Ólafur í samtali við Fréttastofu Sjónvarpsins nú í kvöld. 21.1.2008 22:42 Íbúar í Vogum vilja breyta ímynd sveitarfélagsins „Þetta gekk mjög vel og það mættu rúmlega 200 manns,“ segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd en í kvöld var haldinn íbúafundur í sveitarfélaginu til þess að ræða hvernig bæta mætti ímynd sveitarfélagsins. 21.1.2008 22:14 Forsætisráðherra tjáir sig ekki um nýja meirihlutann Geir H. Haarde forsætisráðherra ætlar ekki að tjá sig um myndun nýja borgarstjórnarmeirihlutans í kvöld, að sögn aðstoðarmanns hans. 21.1.2008 21:06 Björn Ingi lagði grunn að valdaleysi sínu með svikum við D-flokk „Aldrei var nein samstaða innan þess hóps, sem myndaði meirihluta á rústum OR/REI fyrir 100 dögum og þar sem Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri. Hópurinn hefur ekki getað lagt fram málefnaskrá og lét reka á reiðanum í fjölda mála“ skrifar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sína nú í kvöld í kjölfar nýs meirihluta í borgarstjórn. 21.1.2008 21:12 Ekki allir F-lista menn á móti Ólafi Þótt að annar og þriðji maður á F-lista Frjálslyndra og óháðra, þær Margrét Sverrisdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir, styðji ekki við nýjan meirihluta eru fjórði, fimmti og sjötti maður honum hlynntur. Þetta eru Þau Ásta Þorleifsdóttir, Anna Sigríður Ólafsdóttir, dóttir Ólafs F. Magnússonar, og Kjartan Eggertsson. 21.1.2008 21:04 „Ólafi F. Magnússyni er ekki treystandi“ „Ég er nokkuð viss um að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn að bíta úr nálinni með að binda sitt trúss við Ólaf F. Magnússon sem hefur sýnt það í verki að það er ekki einu orði að treysta því sem hann segir pólitískum samstarfsmönnum sínum,“ segir Össur Skarphéðinsson ráðherra Samfylkingarinnar sem staddur var í Abu Dabí þegar Vísir náði á hann fyrir stundu. 21.1.2008 20:26 Funduðu heima hjá Kjartani Nýr meirihluti borgarstjórnar var myndaður heima hjá Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Kjartan býr að Hávallagötu 42 í Reykjavík. 21.1.2008 20:03 Mamma Ólafs F vonar að þetta gangi vel hjá honum Anna G. Stefánsdóttir, móðir Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóraefnis nýja meirihlutans, er að vonum ánægð með árangur son síns í dag. Hún var að fylgjast með myndun nýja meirihlutans þegar Vísir hafði samband við hana í dag. „Ég vona bara að þetta gangi vel hjá honum,“ segir hún. Anna segist ekki hafa tekið mikinn þátt í pólitík sjálf en hún hafi þó mætt á nokkra fundi. Hún segir þó að umhverfismál og velferðarmál höfði mikið til sín. „Maður er með þannig hjarta.“ 21.1.2008 19:56 Tuttugu mínútur í sjö Ólafur F Magnússon hringdi í Dag B Eggertsson borgarstjóra tuttugu mínútum áður en nýr meirihluti í borgarstjórn var kynntur á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum klukkan 19:00. Þetta kom fram í viðtali við Dag á Stöð 2 fyrir stundu. 21.1.2008 19:53 Farsakenndur dagur "Þessi dagur hefur einkennst af vantrú og er eiginlega hálfgerður farsi...," sagði Dagur B. Eggertsson fráfarandi borgarstjóri í samtali við Stöð 2 nú rétt í þessu. 21.1.2008 19:50 Margrét fellir meirihlutann fái hún tækifæri til Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Ólafs F. Magnússonar, segist andvíg þeirri ákvörðun Ólafs að slíta meirihlutasamstarfinu. Hún segir Ólaf ekki hafa haft sig með í ráðum og í viðtali á Stöð 2 sagði hún að kæmi til þess að hún tæki sæti í borgarstjórn þá yrði það hennar fyrsta verk að mynda gamla meirihlutann á ný. 21.1.2008 19:42 Ólafur hefur ekki getað sinnt starfi sínu til þessa „Mér finnst þetta hörmulegt," segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi þegar hún er spurð út í fréttir af nýjum meirihluta. Hún segir að nú sé uppi stjórnarkreppa í borginni. „Það er ekki hægt að byggja meirihluta á manni sem hefur ekki eirð í sér til þess að sitja einn heilan borgarstjórnarfund," segir Björk og bætir við: „Ólafur hefur aldrei getað sinnt því að vera borgarfulltrúi í fullu starfi og því get ég ekki ímyndað mér að hann valdi borgarstjórastarfinu." 21.1.2008 19:34 Neitaði að tjá sig um heilsuna Ólafur F Magnússon nýr borgarstjóri Reykvíkinga neitaði að svara spurningum fjölmiðla um heilsu sína. Honum fannst spurningin óveiðeigandi en mikið hefur verið rætt um heilsu Ólafs F eftir að hann tók sæti í borgarstjórn Reykjavíkur. 21.1.2008 19:29 Ólafur F. nýr borgarstjóri Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir hjá nýjum borgarmeirihluta á Kjarvalsstöðum kom fram að Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans verður borgarstjóri á fyrri hluta kjörtímabilsins. Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson mun vera borgarstjóri á síðari hluta kjörtímabilsins. 21.1.2008 18:59 Fischer vildi hvíla í íslenskri sveit Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í sveitakirkjugarði að Laugardælum við Selfoss í morgun. Auk kaþólsks prests, sem jarðsöng, voru aðeins fimm manns við athöfnina, þeirra á meðal ekkja Fischers. 21.1.2008 18:55 Borgarbúar að sigla inn í pólítískan ólgusjó? „Þetta er óvænt," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavík aðspurður um fréttir dagsins af nýjum meirihluta í borginni. „í fyrsta lagi er mönnum ekki fulljóst á hvaða forsendum Ólafur F. Magnússon slítur meirihlutanum. Eftir því sem ég fregna hefur ekki komið fram af hans hálfu skýr málefnalegur ágreiningur í samstarfinu. Í öðru lagi spyrja menn um framhaldið því varamaður Ólafs er hlyntur núverandi stjórnarmynstri, að minnsta kosti eftir því sem ég best veit," segir Ögmundur. 21.1.2008 18:46 Nýi meirihlutinn í beinni á Vísi Blaðamannafundur nýja meirihlutans í borginni er í beinni útsendingu á Vísi.is. Hægt er að horfa á hann með því að smella hér. 21.1.2008 18:40 Ólafur aleinn í meirihlutamyndun Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi F-listans segist í samtali við Vísi að Ólafur F Magnússon hafi hvorki ráðfært sig við hana eða aðra meðlimi listans áður en hann ákvað að fara í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. 21.1.2008 18:29 „Sjálfstæðismenn eru búnir að gera í buxurnar“ Sverrir Hermannson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Frjálslynda flokksins sagðist ekki skilja þá þróun sem orðið hefur í borgarmálunum í dag. „Ég veit ekkert nema það sem kemur í fjölmiðlum og ég átta mig ekki á hvað sjálfstæðismenn eru að hugsa, þeir eru líklegast orðnir eitthvað ruglaðir í kollinum. Þeir eru búnir að gera svoleiðis í buxurnar upp á síðkastið.“ 21.1.2008 18:26 „Ég er með eitthvað meira en hnífasett í bakinu“ „Ég er mjög undrandi yfir þessu og þetta er í engu samræmi við það sem Ólafur F sagði félögum sínum í dag," segir Björn Ingi Hrafnsson yfir þeim tíðindum að búið sé að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 21.1.2008 18:23 Nýr meirihluti boðar blaðamannafund klukkan 19:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað nýjan meirihluta með Ólafi F. Magnússyni borgarfulltrúa Frjálslyndaflokksins. Nýr meirihluti hefur boðað til blaðamannafundar á Kjarvalsstöðum klukkan 19:00. 21.1.2008 18:04 Sjáfstæðismenn mynda nýjan meirihluta með Ólafi F Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað nýjan meirihluta með Ólafi F. Magnússyni borgarfulltrúa Frjálslyndaflokksins. Þessu heldur Viðskiptablaðið fram á vefsíðu sinni. 21.1.2008 18:02 Ítreka áform um samstarf í jarðhitamálum Reykjavík Energy Invest, útrásararmur Orkuveitu Reykjavíkur, undirritaði í dag yfirlýsingu ásamt ríkisstjórn Afríkuríkisins Djíbútí um samstarf í jarðhitamálum. 21.1.2008 18:00 Bobby Fischer var jarðsettur í morgun fyrir utan Selfoss Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í Laugardælakirkju í Flóahreppi rétt utan við Selfoss í morgun. Fyrir utan prestinn voru fimm manns viðstaddir jarðarförina og þar á meðal voru Miyoko Watai, unnusta Fischer og Garðar Sverrisson vinur hans. 21.1.2008 16:57 Fundað stíft um nýjan borgarstjórnarmeirihluta Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, og Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, hafa ekki svarað í síma í allan dag. 21.1.2008 16:20 Varað við óveðri í nótt og á morgun - Samhæfingarmiðstöð virkjuð Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra varar við stormi í nótt og á morgun á landinu og segir líklegt að asahláka verði víða um land. Samhæfingarmiðstöðin verður virkjuð í nótt vegna þessa 21.1.2008 16:14 Langskólagengnir kennarar ná ekki endum saman „Það var mjög súrt að útskýra fyrir nemendeum mínum að ég gæti ekki lengur verið kennarinn þeirra. En ég verð að ná endum saman." Þetta segir Þóra Margrét Birgisdóttir, ein fjölmargra kennara sem hafa flúið og eru að undirbúa flótta úr kennarastétt. Ástæðan fyrir flótta Þóru Margrétar er ekki flókin. Hún nær einfaldlega ekki endum saman með útborguðum launum grunnskólakennara. 21.1.2008 16:04 Álit mannréttindanefndar SÞ ótengt framboði til öryggisráðs Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir utanríkisráðherra segir nýtt álit mannréttindandnefndar Sameinuðu þjóðanna í máli tveggja sjómanna sem fóru kvótalausir á veiðar ótengt framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram í máli hennar í utandagskrárumræðu um framboðið. 21.1.2008 15:59 Mótmælum komið á framfæri við Ísraela vegna aðgerða á Gasa Ástandið á Gasasvæðinu hefur aldrei verið verra en nú að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra sem ræddi í morgun við framkvæmdastjóra flóttamannasamtaka Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna. 21.1.2008 15:19 Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu nærri 250 g af hassi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í fórum sínum nærri 250 grömm af hassi og lítilræði af kókaíni. 21.1.2008 14:58 Uppsögnin mikið áfall Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness, segir það mikið áfall fyrir sveitarfélagið að HB Grandi hyggist segja upp öllum starfsmönnum sínum í landvinnslu á Akranesi. 21.1.2008 14:45 Verkefni færð frá LSH til annarra stofnana á suðvesturhorninu Landspítalinn og fjögur sjúkrahús á suðvesturhorni landsins undirrituðu í dag samning um tilfærslu verkefna frá Landspítalanum til hinna stofnananna. 21.1.2008 14:30 Einn svartasti dagur í sögu bæjarins Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir fréttir af uppsögnum hjá HB Granda á Akranesi vera reiðarslag fyrir bæjarfélagið. „Þetta er einn svartasti dagur í sögu bæjarfélagsins," segir Vilhjálmur og minnir á að um sé að ræða fyrirtæki sem verið hefur í bænum í rúmlega heila öld. 21.1.2008 14:22 Komust ekki á miðpunkt Íslands Ferðahópurinn sem hugðist merkja miðju Íslands í gær komst aldrei á miðpunktinn og sneri við vegna ófærðar norðan Hofsjökuls þegar tíu kílómetrar voru eftir. 21.1.2008 14:14 Sjá næstu 50 fréttir
Geir: Trúverðugur meirihluti í borginni Geir H. Haarde forsætisráðherra hélt blaðamannafund eftir ríkistjórnarfundinn í morgun þar sem hann fór yfir stöðuna í Reykjavík eftir að nýr meirihluti varð til í gær. Hann sagði ljóst að breytingarnar hafi engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið og að hann hafi þegar rætt málið við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar. 22.1.2008 10:49
Ólafur F. reynir við Margréti Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri, bendir á að Margrét Sverrisdóttir sé formaður menningar- og ferðamálaráðs og hann vilji sjá hana þar áfram og í öðrum nefndum sem hún situr í. Hann hafnar því að hafa farið á bak við Margréti en segir jafnframt að hún hafi ekki staðið sig í því að tryggja áhrif F-listans í nefndum og ráðum. 22.1.2008 10:14
Ingibjörg: Óheillaspor fyrir borgarbúa Ráðherrum ríkisstjórnarinnar líst misvel á nýjan meirihluta í Reykjavík. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun gáfu nokkur þeirra færi á sér og svöruðu spurningum blaðamanna. Önnur vildu ekki tjá sig. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir að sér lítist illa á breytingarnar en Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að sér lítist vel á gjörninginn. 22.1.2008 09:59
Lítil rúta lagðist á smábíl í dýrvitlausu veðri á Kjalarnesi Veður er farið að lægja á suðvesturhorni landsins eftir illviðri gærkvöldsins og næturinnar. Nokkuð annríki hefur verið hjá björgunarsveitum, mest á Suðurnesjum þar sem girðingar, þakplötur og sólhýsi hafa fokið og bátar losnað frá bryggju. 22.1.2008 09:59
Komu manni til bjargar á Kleifarheiði Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Lómfelli á Barðastönd á Vestfjörðum komu karlmanni til bjargar á Kleifarheiði í morgun en hann sat þar fastur í bíl sínum vegna illviðris. 22.1.2008 09:54
Ungir jafnaðarmenn lýsa yfir vonbrigðum með ákvörðun Ólafs Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík lýsa yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa, að slíta samstarfi sínu við fráfarandi meirihluta í borgarstjórn og mynda nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki. 22.1.2008 08:48
Margrét segir vinnubrögð Ólafs forkastanleg Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi Frjálslyndra segir að vinnubrögð Ólafs F. Magnússonar við myndun nýs meirihluta hafi verið forkastanleg. Og það sé alveg ótækt að Ólafur hafði ekkert samband við bakland sitt í flokknum áður en hann tók þessa ákvörðun sína. það liggur ljóst fyrir að nýr meirihluti í borgarstjórn nýtur ekki fylgis Margrétar sem raunar segist ætla að fella hann við fyrsta tækifæri. Þetta kom fram í þættinum Í Bítið á Bylgjunni í morgun. 22.1.2008 08:39
Björguðu 180 tonna bát í Njarðvík 180 tonna mannlaus stálbátur, Tjaldanes GK, slitnaði frá bryggju í Njarðvík í nótt og rak upp í fjöru. Björgunaraðgerðir báru þann árangur að báturinn náðist á flot og aftur að bryggju laust fyrir klukkan sjö. Verið er að kanna skemmdir 22.1.2008 06:44
Væri ekki borgarstjóri ef kosið yrði í dag Frjálslyndiflokkurinn kæmi ekki manni að í borgarstjórn ef marka má skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét gera fyrir tólf dögum síðan. Þar var hringt í 600 Reykvíkinga af handahófi úr þjóðskrá. 21.1.2008 23:44
Sex borgarstjórar á fimm árum Sex borgarstjórar hafa setið í Reykjavík á aðeins fimm árum eftir nýjustu sviptingar í borgarmálunum þar sem Ólafur F. Magnússon, oddviti F-lista, sleit samstarfi við gömlu R-listaflokkana og gekk til samstarfs við Sjálfstæðislflokkinn. 21.1.2008 22:40
Mikilvægt að Ólafur F sé við fulla heilsu Ólafur Þ Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir borgarbúa ekki eiga neina heimtingu á því að boðað verði til kosninga. Ólafur sagði að sveitastjórnir þyrftu að sitja öll sín fjögur ár og það væri borgarfulltrúanna að mynda meirihluta. Þetta sagði Ólafur í samtali við Fréttastofu Sjónvarpsins nú í kvöld. 21.1.2008 22:42
Íbúar í Vogum vilja breyta ímynd sveitarfélagsins „Þetta gekk mjög vel og það mættu rúmlega 200 manns,“ segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd en í kvöld var haldinn íbúafundur í sveitarfélaginu til þess að ræða hvernig bæta mætti ímynd sveitarfélagsins. 21.1.2008 22:14
Forsætisráðherra tjáir sig ekki um nýja meirihlutann Geir H. Haarde forsætisráðherra ætlar ekki að tjá sig um myndun nýja borgarstjórnarmeirihlutans í kvöld, að sögn aðstoðarmanns hans. 21.1.2008 21:06
Björn Ingi lagði grunn að valdaleysi sínu með svikum við D-flokk „Aldrei var nein samstaða innan þess hóps, sem myndaði meirihluta á rústum OR/REI fyrir 100 dögum og þar sem Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri. Hópurinn hefur ekki getað lagt fram málefnaskrá og lét reka á reiðanum í fjölda mála“ skrifar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sína nú í kvöld í kjölfar nýs meirihluta í borgarstjórn. 21.1.2008 21:12
Ekki allir F-lista menn á móti Ólafi Þótt að annar og þriðji maður á F-lista Frjálslyndra og óháðra, þær Margrét Sverrisdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir, styðji ekki við nýjan meirihluta eru fjórði, fimmti og sjötti maður honum hlynntur. Þetta eru Þau Ásta Þorleifsdóttir, Anna Sigríður Ólafsdóttir, dóttir Ólafs F. Magnússonar, og Kjartan Eggertsson. 21.1.2008 21:04
„Ólafi F. Magnússyni er ekki treystandi“ „Ég er nokkuð viss um að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn að bíta úr nálinni með að binda sitt trúss við Ólaf F. Magnússon sem hefur sýnt það í verki að það er ekki einu orði að treysta því sem hann segir pólitískum samstarfsmönnum sínum,“ segir Össur Skarphéðinsson ráðherra Samfylkingarinnar sem staddur var í Abu Dabí þegar Vísir náði á hann fyrir stundu. 21.1.2008 20:26
Funduðu heima hjá Kjartani Nýr meirihluti borgarstjórnar var myndaður heima hjá Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Kjartan býr að Hávallagötu 42 í Reykjavík. 21.1.2008 20:03
Mamma Ólafs F vonar að þetta gangi vel hjá honum Anna G. Stefánsdóttir, móðir Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóraefnis nýja meirihlutans, er að vonum ánægð með árangur son síns í dag. Hún var að fylgjast með myndun nýja meirihlutans þegar Vísir hafði samband við hana í dag. „Ég vona bara að þetta gangi vel hjá honum,“ segir hún. Anna segist ekki hafa tekið mikinn þátt í pólitík sjálf en hún hafi þó mætt á nokkra fundi. Hún segir þó að umhverfismál og velferðarmál höfði mikið til sín. „Maður er með þannig hjarta.“ 21.1.2008 19:56
Tuttugu mínútur í sjö Ólafur F Magnússon hringdi í Dag B Eggertsson borgarstjóra tuttugu mínútum áður en nýr meirihluti í borgarstjórn var kynntur á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum klukkan 19:00. Þetta kom fram í viðtali við Dag á Stöð 2 fyrir stundu. 21.1.2008 19:53
Farsakenndur dagur "Þessi dagur hefur einkennst af vantrú og er eiginlega hálfgerður farsi...," sagði Dagur B. Eggertsson fráfarandi borgarstjóri í samtali við Stöð 2 nú rétt í þessu. 21.1.2008 19:50
Margrét fellir meirihlutann fái hún tækifæri til Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Ólafs F. Magnússonar, segist andvíg þeirri ákvörðun Ólafs að slíta meirihlutasamstarfinu. Hún segir Ólaf ekki hafa haft sig með í ráðum og í viðtali á Stöð 2 sagði hún að kæmi til þess að hún tæki sæti í borgarstjórn þá yrði það hennar fyrsta verk að mynda gamla meirihlutann á ný. 21.1.2008 19:42
Ólafur hefur ekki getað sinnt starfi sínu til þessa „Mér finnst þetta hörmulegt," segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi þegar hún er spurð út í fréttir af nýjum meirihluta. Hún segir að nú sé uppi stjórnarkreppa í borginni. „Það er ekki hægt að byggja meirihluta á manni sem hefur ekki eirð í sér til þess að sitja einn heilan borgarstjórnarfund," segir Björk og bætir við: „Ólafur hefur aldrei getað sinnt því að vera borgarfulltrúi í fullu starfi og því get ég ekki ímyndað mér að hann valdi borgarstjórastarfinu." 21.1.2008 19:34
Neitaði að tjá sig um heilsuna Ólafur F Magnússon nýr borgarstjóri Reykvíkinga neitaði að svara spurningum fjölmiðla um heilsu sína. Honum fannst spurningin óveiðeigandi en mikið hefur verið rætt um heilsu Ólafs F eftir að hann tók sæti í borgarstjórn Reykjavíkur. 21.1.2008 19:29
Ólafur F. nýr borgarstjóri Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir hjá nýjum borgarmeirihluta á Kjarvalsstöðum kom fram að Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans verður borgarstjóri á fyrri hluta kjörtímabilsins. Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson mun vera borgarstjóri á síðari hluta kjörtímabilsins. 21.1.2008 18:59
Fischer vildi hvíla í íslenskri sveit Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í sveitakirkjugarði að Laugardælum við Selfoss í morgun. Auk kaþólsks prests, sem jarðsöng, voru aðeins fimm manns við athöfnina, þeirra á meðal ekkja Fischers. 21.1.2008 18:55
Borgarbúar að sigla inn í pólítískan ólgusjó? „Þetta er óvænt," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavík aðspurður um fréttir dagsins af nýjum meirihluta í borginni. „í fyrsta lagi er mönnum ekki fulljóst á hvaða forsendum Ólafur F. Magnússon slítur meirihlutanum. Eftir því sem ég fregna hefur ekki komið fram af hans hálfu skýr málefnalegur ágreiningur í samstarfinu. Í öðru lagi spyrja menn um framhaldið því varamaður Ólafs er hlyntur núverandi stjórnarmynstri, að minnsta kosti eftir því sem ég best veit," segir Ögmundur. 21.1.2008 18:46
Nýi meirihlutinn í beinni á Vísi Blaðamannafundur nýja meirihlutans í borginni er í beinni útsendingu á Vísi.is. Hægt er að horfa á hann með því að smella hér. 21.1.2008 18:40
Ólafur aleinn í meirihlutamyndun Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi F-listans segist í samtali við Vísi að Ólafur F Magnússon hafi hvorki ráðfært sig við hana eða aðra meðlimi listans áður en hann ákvað að fara í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. 21.1.2008 18:29
„Sjálfstæðismenn eru búnir að gera í buxurnar“ Sverrir Hermannson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Frjálslynda flokksins sagðist ekki skilja þá þróun sem orðið hefur í borgarmálunum í dag. „Ég veit ekkert nema það sem kemur í fjölmiðlum og ég átta mig ekki á hvað sjálfstæðismenn eru að hugsa, þeir eru líklegast orðnir eitthvað ruglaðir í kollinum. Þeir eru búnir að gera svoleiðis í buxurnar upp á síðkastið.“ 21.1.2008 18:26
„Ég er með eitthvað meira en hnífasett í bakinu“ „Ég er mjög undrandi yfir þessu og þetta er í engu samræmi við það sem Ólafur F sagði félögum sínum í dag," segir Björn Ingi Hrafnsson yfir þeim tíðindum að búið sé að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 21.1.2008 18:23
Nýr meirihluti boðar blaðamannafund klukkan 19:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað nýjan meirihluta með Ólafi F. Magnússyni borgarfulltrúa Frjálslyndaflokksins. Nýr meirihluti hefur boðað til blaðamannafundar á Kjarvalsstöðum klukkan 19:00. 21.1.2008 18:04
Sjáfstæðismenn mynda nýjan meirihluta með Ólafi F Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað nýjan meirihluta með Ólafi F. Magnússyni borgarfulltrúa Frjálslyndaflokksins. Þessu heldur Viðskiptablaðið fram á vefsíðu sinni. 21.1.2008 18:02
Ítreka áform um samstarf í jarðhitamálum Reykjavík Energy Invest, útrásararmur Orkuveitu Reykjavíkur, undirritaði í dag yfirlýsingu ásamt ríkisstjórn Afríkuríkisins Djíbútí um samstarf í jarðhitamálum. 21.1.2008 18:00
Bobby Fischer var jarðsettur í morgun fyrir utan Selfoss Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í Laugardælakirkju í Flóahreppi rétt utan við Selfoss í morgun. Fyrir utan prestinn voru fimm manns viðstaddir jarðarförina og þar á meðal voru Miyoko Watai, unnusta Fischer og Garðar Sverrisson vinur hans. 21.1.2008 16:57
Fundað stíft um nýjan borgarstjórnarmeirihluta Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, og Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, hafa ekki svarað í síma í allan dag. 21.1.2008 16:20
Varað við óveðri í nótt og á morgun - Samhæfingarmiðstöð virkjuð Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra varar við stormi í nótt og á morgun á landinu og segir líklegt að asahláka verði víða um land. Samhæfingarmiðstöðin verður virkjuð í nótt vegna þessa 21.1.2008 16:14
Langskólagengnir kennarar ná ekki endum saman „Það var mjög súrt að útskýra fyrir nemendeum mínum að ég gæti ekki lengur verið kennarinn þeirra. En ég verð að ná endum saman." Þetta segir Þóra Margrét Birgisdóttir, ein fjölmargra kennara sem hafa flúið og eru að undirbúa flótta úr kennarastétt. Ástæðan fyrir flótta Þóru Margrétar er ekki flókin. Hún nær einfaldlega ekki endum saman með útborguðum launum grunnskólakennara. 21.1.2008 16:04
Álit mannréttindanefndar SÞ ótengt framboði til öryggisráðs Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir utanríkisráðherra segir nýtt álit mannréttindandnefndar Sameinuðu þjóðanna í máli tveggja sjómanna sem fóru kvótalausir á veiðar ótengt framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram í máli hennar í utandagskrárumræðu um framboðið. 21.1.2008 15:59
Mótmælum komið á framfæri við Ísraela vegna aðgerða á Gasa Ástandið á Gasasvæðinu hefur aldrei verið verra en nú að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra sem ræddi í morgun við framkvæmdastjóra flóttamannasamtaka Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna. 21.1.2008 15:19
Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu nærri 250 g af hassi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í fórum sínum nærri 250 grömm af hassi og lítilræði af kókaíni. 21.1.2008 14:58
Uppsögnin mikið áfall Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness, segir það mikið áfall fyrir sveitarfélagið að HB Grandi hyggist segja upp öllum starfsmönnum sínum í landvinnslu á Akranesi. 21.1.2008 14:45
Verkefni færð frá LSH til annarra stofnana á suðvesturhorninu Landspítalinn og fjögur sjúkrahús á suðvesturhorni landsins undirrituðu í dag samning um tilfærslu verkefna frá Landspítalanum til hinna stofnananna. 21.1.2008 14:30
Einn svartasti dagur í sögu bæjarins Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir fréttir af uppsögnum hjá HB Granda á Akranesi vera reiðarslag fyrir bæjarfélagið. „Þetta er einn svartasti dagur í sögu bæjarfélagsins," segir Vilhjálmur og minnir á að um sé að ræða fyrirtæki sem verið hefur í bænum í rúmlega heila öld. 21.1.2008 14:22
Komust ekki á miðpunkt Íslands Ferðahópurinn sem hugðist merkja miðju Íslands í gær komst aldrei á miðpunktinn og sneri við vegna ófærðar norðan Hofsjökuls þegar tíu kílómetrar voru eftir. 21.1.2008 14:14