Fleiri fréttir

Refsing árásarmanns þyngd um sex mánuði

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í níu mánuði en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. Maðurinn var einnig ákærður fyrir nauðgun.

Orka til álvers í Helguvík gæti verið í uppnámi

Óvíst er með orku til álvers í Helguvík eftir að Grindvíkingar ákváðu að nýta orku í bæjarlandinu í heimabyggð. Vogar, Hafnarfjörður og Grindavík ætla að stofna félag til að tryggja að orkulindir innan sveitarfélaganna verði alfarið í þeirra eigu.

Bæjarstjóri bíður ekki lengur eftir ríkinu

Viðræður Kópavogs og stjórnvalda um uppbyggingu hjúkrunaríbúða í Kópavogi hafa staðið frá árinu 2003 en lítið hefur miðað. Gunnar Birgisson bæjarstjóri segist vera búinn að missa þolinmæðina gagnvart ríkinu og vill hefja framkvæmdir svo fljótt sem auðið er, með eða án þátttöku ríkisins.

Síld og ýsa bakvið aflaaukningu

Heildarafli íslenskra fiskiskipa í október jókst um 2% á föstu verði samanborið við október í fyrra. Heildaraflinn jókst um tæp 8.000 tonn og varð 98.264 tonn skv. bráðabirgðatölum frá Hagstofunni.

Dagur vill sátt í dómsmáli Svandísar

Borgarstjóri lagði fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að leitað yrði sátta í dómsmáli Orkuveitu Reykjavíkur og Svandísar Svavarsdóttur.

Segir sveitastjórn Flóahrepps hafa bakkað undan ægivaldi Landsvirkjunar

Sveitarstjórn Flóahrepps lét undan þrýstingi frá Landsvirkjun þegar hún ákvað að breyta aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps til að koma fyrir Urriðafossvirkjun. Þetta kom fram í máli Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna, í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði Landsvirkjun fara fram með ofríki.

Lögregla minnir á endurskinsmerkin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk að setja upp endurskinsmerki á göngu nú þegar svartasta skammdegið grúfir yfir.

Áform um a.m.k. tvær kílsilverksmiðjur á landinu

Hugmyndir eru uppi um að reisa að minnsta kosti tvær kísilhreinsunarverskmiðjur hér á landi, aðra í Þorlákhsöfn en hina í Helguvík. Enn á þó eftir að ganga frá samningum um orkusölu vegna þeirra.

Formaður viðskiptanefndar fagnar rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar Alþingis, fagnar því að Samkeppniseftirlitið skoði meint samráð matvöruverslana. Eins og greint hefur verið frá í dag gerði Samkeppniseftirlitið húsleit hjá Bónus og Krónunni í morgun.

Skýrarir reglur til þess að meta veikindi ökumanna

Rannsóknarnefnd umferðarslysa vill að yfirvöld setji sérstækar reglur fyrir lækna til þess að þeir geti komið í veg fyrir að fólk sem er langt leitt af sjúkdómum eða af notkun tiltekinna lyfja setjist undir stýri.

Ráðherra skálaði í blóðbergsdrykk

Einar K. Guðfinnsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skálaði í blóðbergsdrykk og gæddi sér á fjallakonfekti, sem var í boði í upphafi ráðstefnu Matís, Matvælarannsóknir Íslands, í dag.

Upplýsingar sem fengust eftir fjölmiðlaumfjöllun voru ástæða húsleitar

Samkeppniseftirlitið segir að upplýsingar hafi borist frá einstaklingum og fyrirtækjum í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um matvörumarkaðinn nú um daginn, sem leiddu til þess að húsleit var gerð hjá tveimur aðilum í smásölu og þremur aðilum í innflutningi og heildsölu í dag.

Kynna aðgerðir í starfsmannamálum

Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi og Ómar Stefánsson formaður bæjarráðs hyggjast kynna sértækar aðgerðir bæjarnis í starfsmannamálum á grunnskólum og leikskólum hjá Kópavogsbæ í dag.

Tungan og Jónas heiðruð víða um land

Mikið verður um dýrðir á morgun þegar degi íslenskrar tungu verður fagnað og þess minnst að 200 ár eru frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar þjóðskálds

Veikustu byggðirnar eiga litla von

Kjartan Ólafsson, byggðasérfræðingur við Háskólann á Akureyri, segir að veikustu byggðir landsins eigi sér litla von um viðsnúning. Þekkingarsamfélagið kalli á samþjöppun íbúa.

Meinbugir á íslenskri löggjöf

Umboðsmaður Alþingis finnur fleiri meinbugi á íslenskri löggjöf en umboðsmenn löggjafasamkoma annarra nágrannaþjóða. Málum hjá umboðsmanni hefur fjölgað um 16 prósent á þessu ári miðað við síðasta ár.

ASÍ breytir verklagi sínu í verðkönnunum

Alþýðusambandið hefur breytt verklagi sínu í verðkönnunum í kjölfar alvarlegra ásakana um að starfsmenn verslana hafi reynt að blekkja og villa um fyrir verðkönnunarfólki.

Stefndu lífi samborgara sinna í hættu

Þrír ökumenn undir áhrifum fíkniefna ollu óskunda í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og stefndu lífi samborgaranna í bráða hættu.

Reglum um kaupleyfi á skotvopnum ekki fylgt

Alvanalegt er að kaupleyfum á skotvopnum sé faxað til lögregluembættis til samþykktar þrátt fyrir að reglur kveði skýrt á um að kaupandi fari sjálfur til lögreglu með umsóknina og framvísi þar skilríkjum.

Kaupás fagnar húsleit Samkeppniseftirlitsins

Forsvarsmenn Kaupáss segja húsleit Samkeppniseftirlitsins vera fagnaðarefni. Í tilkynningu frá félaginu segir að það hafi „ítrekað lýst því yfir á opinberum vettvangi að það óskaði eftir opinberri rannsókn hið allra fyrsta til þess að hreinsa stjórnendur Kaupáss og Krónunnar af hvers kyns dylgjum um verðsamráð eða óeðlilega viðskiptahætti í þeirri miklu samkeppni sem ríkir á íslenskum matvörumarkaði.“

Alþingi þarf að vanda sig betur

Alþingi þarf að breyta vinnulagi og vanda betur til verka við gerð nýrra laga. Þetta kom fram í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag.

Orkuvinnslusvæði verði alfarið í eigu almennings

Sveitarfélögin Vogar, Hafnarfjörður og Grindavík hafa stofnað með sér félag til þess að tryggja að framtíðarorkuvinnslusvæði á Reykjanesi verði alfarið í eigu almennings í sveitarfélögunum

Fulltrúar neytenda: Fagna aðgerðum Samkeppniseftirlitsins

„Ég fagna því að Samkeppniseftirlitið beiti þeim heimildum sem það hefur til að stunda virkt eftirlit," sagði Gísli Tryggvason talsmaður neytenda, þegar Vísir hafði samband við hann vegna húsleitarinnar sem gerð var hjá Bónus og Krónunni í morgun.

Viljum gjarnan hreinsa okkur af ásökunum um verðsamráð

„Við viljum gjarnan hreinsa okkur af þeim ásökunum sem hafa verið bornar á okkur," segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, spurður um afstöðu sína til húsleitarinnar sem starfsmenn Samkeppniseftirlitsins gerðu hjá Bónus í morgun.

Orkuveitupeningarnir borga sérfræðikostnað

Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstóri í Sveitarfélaginu Ölfusi, segir af og frá að þær 45 milljónir sem Orkuveita Reykjavíkur greiðir sveitarfélaginu í tengslum við virkjun á Hellisheiði renni í vasa sveitarstjórnarmanna. Peningarnir greiðast á sex ára tímabili og er þeim ætlað að standa straum af sérfræðikostnaði sem fellur til við skipulagningu málsins.

Ekki þörf á fleiri umboðsmönnum

Efla þarf embætti umboðsmanns Alþingis í stað þess að stofna til umboðsmanna fyrir einstaka hópa og mál. Þetta kom fram í máli Birgis Ármannssonar, formanns allsherjarnefndar, á Alþingi.

Viðsnúningur hjá sveitarstjórn Flóahrepps

Sveitarstjórn Flóahrepps ákvað á fundi sínum í gær að auglýsa tillögu að aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps þar sem gert er ráð fyrir Urriðafossvirkjun. Þetta er þvert á það sem sveitarstjórnin ákvað í sumar en í drögum að aðalskipulagi sem þá voru kynnt var var ekki gert ráð fyrir virkjuninni.

Gera mynd um ættföður Thorsaranna

Danir og Íslendingar vinna sameiginlega að gerð heimildarmyndar um lífshlaup Thors Jensen, langafa Björgólfs Thors Björgólfssonar. Thor flutti til Íslands frá Danmörku á táningsaldri og byggði hér upp mikið viðskiptaveldi.

Dreifibréf um barnaníðing sett í póstkassa

Nágrannar Sigurbjörns Sævars Grétarssonar, sem um helgina lýkur afplánun fyrir kynferðisbrot gegn börnum, eru búnir að setja dreifibréf í póstkassa fjölbýlishússins sem hann kemur til með að búa í.

Suðurlindir stofnaðar

Sveitarfélögin Grindavík, Vogar og Hafnarfjörður hafa að undanförnu átt í viðræðum um stofnun félags, sem mun ráða yfir meirihluta framtíðarvinnslusvæðis fyrir háhita á Suðurnesjum.

Síldarkvótinn 220 þúsund tonn

Kvóti Íslendinga úr Norsk- íslenska síldarstofninum verður 220 þúsund tonn á næsta ári og hefur aldrei verið meiri. Þetta var niðurstaða strandríkja um skiptingu kvótans.

Sluppu ómeiddir úr bílveltu

Tveir ungir menn sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra valt hálfa aðra veltu út af þjóðveginum í Hörgárbyggð á móts við bæinn Bægisá á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Ökuferðin endaði inni á gólfi bensínstöðvar

Bíll með tveimur mönnum um borð, lenti á bensíndælu, snarsnerist við það og hafnaði hálfur inn á gólfi í verslun bensínstöðvarinnar á mótum Sæbrautar, Kleppsvegar og Langholtsvegar upp úr klukkan eitt í nótt.

Fullkomið kvikmyndaver á Keflavíkurflugvelli

Í apríl á næsta ári er áætlað að tekið verði í gagnið risastórt kvikmyndaver á Keflavíkurflugvelli. Það eru þeir Hallur Helgason, Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp sem standa að verkefninu en erlendir aðilar koma einnig við sögu.

Lögreglan taki á mistökum sínum

Lögregla og skotvopnasali gerðu mistök þegar manni sem varð öðrum að bana á Sæbraut í sumar, var afhent vopn. Þetta segir móðir unga mannsins sem myrtur var og vill hún að lögreglan taki á mistökum sínum.

Mynd af logandi Cadillac við Úlfarsfell

Cadillac bifreið stóð í ljósum logum á hringtorgi við Úlfarsfell á fimmta tímanum í dag. Að sögn slökkviliðsins var bifreiðin á ferð þegar eldurinn kom upp en ökumaðurinn var horfinn þegar slökkviliðið bar að garði. Að sögn slökkviliðsmanna er talsverð umferðaröngþveiti á Vesturlandsveginum vegna þessa atviks.

Sjá næstu 50 fréttir