Fleiri fréttir

Nikulás Úlfar nýr forstöðumaður húsafriðunarnefndar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað Nikulás Úlfar Másson arkitekt í embætti forstöðumanns húsafriðunarnefndar ríkisins til fimm ára frá og með 1. nóvember næstkomandi. Hann tekur við af Magnúsi Skúlasyni.

Kannar ástæður þess að lögreglumenn hafa sagt upp

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að gera ítarlega athugun á ástæðum þess að lögreglumenn hafa sagt upp á undanförnum fimm árum en eins og fram hefur komið hefur verið skortur á faglærðum lögreglumönnum að undanförnu.

Ákærður fyrir að kýla mann og taka hann hálstaki

Tuttugu og fjögurra ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Honum er gefið að sök að hafa að morgni sunnudagsins 4. febrúar 2007, í Suðurholti 1 í Hafnarfirði, veist að 37 ára gömlum erlendum karlmanni.

Gera kröfu um rannsóknarnefnd vegna Gjástykkis

Þrenn náttúruverndarsamtök kröfðust þess á fundi umhverfisnefndar Alþingis í morgun að þingið skipaði rannsóknarnefnd um hvernig staðið var að útgáfu rannsóknarleyfis til Landsvirkjunar vegna Gjástykkis tveimur dögum fyrir kosningarnar í vor. Iðnaðarnefnd Alþingis mun einnig fjalla um málið í dag.

Ástand olíustöðvarinnar í Hvalfirði óljóst

Olíudreifing hefur áhuga á olíubirgðastöðinni í Hvalfirði en fyrirtækið hefur ekki lagt fram tilboð. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að enn sé mörgum spurningum ósvarað hvað varðar ástand stöðvarinnar. Sögursagnir eru um að tankarnir hafi verið fylltir af sjó.

Sveitarfélögin taki á fortíðarvanda Strætós

Tap Strætós byggðasamlags var um 80 milljónir króna á fyrri helmingi þessa árs samkvæmt árshlutareikningi sem stjórn fyrirtækisins samþykkti í síðustu viku. Um töluverðan bata í rekstri er að ræða á milli ára því tapið á fyrri helmingi síðasta árs var 395 milljónir. Byggðasamlagið glímir hins vegar við uppsafnaðan rekstarvanda upp á 650 milljónir og hefur stjórn þess leitað eftir því að sveitarfélögin leysi þann vanda.

Skoða evruna fordómalaust

Það á að skoða einhliða upptöku evru fordómalaust, segir stjórnarformaður Kaupþings, sem telur það vel gerlegt og hreint ekki sprenghlægilegt eins og fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóra, Davíð Oddssyni.

Pókerspilarar vonast eftir Bermúdaskál

„Við vonum að sjálfsögðu að við fáum aðra Bermúdaskál til landsins,“ segir Davíð Hansson formaður Pókersambands Íslands en íslenska liðið á heimsbikarmótinu í póker í Barcelona náði í fjögurra liða úrslitin á mótinu. Hefst spilamennska í úrslitunum kl. 16.30 í dag. Hin liðin þrjú eru Rúmenía, Kanada og Bandaríkin.

Rafmagnslaust í hluta Reykjavíkur

Rafmagnslaust er í Brautarholti, Skipholti og á hluta Laugarvegar. Leitað er að orsök bilunarinnar en talsverðar framkvæmdir eru þarna í nágrenninu og líklegt að strengur hafi farið í sundur, að sögn Helga Péturssonar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Rafmagni verður komið aftur á eins fljótt og auðið er.

Sjálfsvíg ungmenna fátíðari hér en í öðrum vestrænum ríkjum

„Hlutfallslega færri ungmenni í aldurshópnum 13 - 20 ára fremja sjálfsvíg á Íslandi en í öðrum vestrænum löndum," segir Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu. Um tvö til þrjú ungmenni undir tvítugu hafa tekið sitt eigið líf á hverju ári það sem af er þessari öld.

Harður árekstur við Vatnagarða

Harður árekstur varð nú fyrir skömmu við Vatnagarða. Fyrstu fréttir herma að einn sé slasaður en það hefur ekki verið staðfest. Lögregla og sjúkralið er á vettvangi og engar nánari upplýsingar hafa borist.

Vilja gjaldtöku vegna notkunar nagladekkja

Vinnuhópur um mótvægisaðgerðir gegn svifryki leggur meðal annars til að tekin verði upp gjaldtaka fyrir notkun nagladekkja til þess að reyna að draga úr henni. Þá leggur hópurinn einnig til að veittar verði upplýsingar um hæfilega notkun nagladekkja, bæði kosti og galla.

Ríkisendurskoðun segir þjónustusamning ófullnægjandi

Þjónustusamningur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis við Sveitarfélagið Hornafjörð um heilsugæslu og öldrunarþjónustu getur ekki að öllu leyti talist fullnægjandi. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem sent hefur frá sér skýrslu um málið.

Ók ölvaður upp á stólpa við Ægisíðu

Maður ók á stólpa við bensínstöð N-1 við Ægissíðu í nótt og festist bíllinn á stólpanum. Allir úr bílnum voru komnir út að ýta þegar lögregla kom á vettgvang, allir ölvaðir og engin þóttist hafa ekið bílnum.

Vinnumálastofnun með allt niður um sig

Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafniðnaðarsamband Íslands, sakar Vinnumálastofnun um að vera með allt niður um sig og að senda aumkunarverð skilaboð til fyrirtækja um að það sé í lagi að brjóta alla samninga á launamönnum. Tilefni yfirlýsingar Guðmundar eru þau tíðindi að Vinnumálastofnun veitti undirverktökum Arnarfells á Kárahnjúkum frest í gær til þess að koma sínum málum í lag en í ljós kom ekki voru allir starfsmenn verktanna skráðir rétt.

Vantreysta vinnumálastofnun

Stjórn Afls, starfsgreinasambands, fordæmir frest þann, sem forstjóri Vinnumálastofnunar veitti verktökum á vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar í gær, til þess að óskráðir starfsmenn héldu áfram vinnu sinni. Í ljósi þessa treysti stjórn félagsins Vinnumálastofnun ekki lengur til að verja rétt launafólks í landinu. Félagið áskilur sér allan rétt til að grípa til þeirra aðgerða sem til þarf, til að launafólk á félagssvæðinu njóti þeirra lágmarksréttinda, sem gilda á svæðinu.-

Novator skoðar möguleika á að fjárfesta í netþjónabúi

Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, skoðar nú möguleikana á að fjárfesta í netþjónabúi hérlendis. Eins og fram kom í fréttum hér á Vísi í gær vill Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra að íslenskir aðilar byggi netþjónabú hér og kvaðst ráðherrann bjartsýnn á að svo gæti orðið. Samkvæmt heimildum Vísis er Novator eitt af þeim íslensku fyrirtækjum sem til greina koma í þessum efnum.

Logandi rafmagnskapall við leikskóla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Selásskóla í Árbænum laust eftir klukkan tíu í kvöld. Þar stóð rafmagnskapall upp úr jörðinni og var byrjað að loga í honum.

Hópuppsagnir leigubílstjóra ekki ólöglegar

Áfrýjunarefnd samkeppnismála hefur fellt úr gildi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins að uppsagnir 30 leigubifreiðastjóra á bifreiðastöðvunum Aðalbílum og BSH í Reykjanesbæ hafi brotið gegn samkeppnislögum.

Aftanákeyrsla á Reykjanesbraut

Tveir jeppar lentu í árekstri á Reykjanesbraut við Sprengisand um fimmleytið í dag. Ökumaður annars jeppans slasaðist lítillega að sögn lögreglu en hinn slapp ómeiddur. Til mikilla umferðartafa kom vegna slyssins.

Kynjum ekki mismunað á skákþingi

Kynjunum er ekki mismunað á Skákþingi Íslands sem nú er haldið. Í fréttum okkar í gær kom fram að í landsliðsflokki kepptu bara karlar. Þar geta þó bæði konur og karlar keppt nái þau tilskildum árangri.

Stóra kálgarðránið upplýst

Stóra kálgarðránið á Akureyri hefur verið upplýst. Frétt Stöðvar 2 um málið í gærkvöld skipti þar sköpum.

Sögð vera of feit fyrir glasafrjóvgun

Kona sem hafði byrjað glasameðferð var látin hætta meðferðinni af þeirri ástæðu að hún væri of feit. Settar hafa verið reglur sem meina of feitum konum að hefja glasafrjóvgun

Þrír ökumenn teknir fyrir hraðakstur við skóla í Reykjanesbæ

Þrír ökumenn voru sviptir ökuleyfi til bráðabirgðar í dag fyrir að keyra of hratt í námunda við skóla í Reyjanesbæ. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum voru ökumennirnir þrír allir teknar á um 66 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar.

Sprenghlægilegir spekingar

Davíð Oddsson seðlabankastjóri gefur lítið fyrir ummæli sérfræðinga um að kasta þurfi krónunni og taka upp evru. Hann segir orð slíkra spekinga sprenghlægileg.

Litháíska fjölskyldan fann húsnæði

Litháíska fjölskyldan sem missti heimili sitt í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á mánudagskvöld hefur þegar fundið sér annan íverustað.

Óskar eftir fund í utanríkismálanefnd

Fulltrúi Framsóknarmanna hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna heimkvaðningar íslensks upplýsingafulltrúa í Írak. Ákvörðun utanríkisráðherra skjóti skökku við í ljósi framboðs Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Arnarfell ræður til sín starfsmenn Hunnebeck Polska

Verktakafyrirtækið Arnarfell mun ábyrgjast réttindi þeirra erlendu starfsmanna sem vinna hjá undirverktökum við byggingu Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar samkvæmt samkomulagi fyrirtækisins við Vinnumálastofnun. Þá mun Arnarfell ráða til sín beint þá starfsmenn sem nú starfa hjá Hunnebeck Polska. Samkomulagið varð til þess að fallið var frá fyrirhugaðri vinnustöðvun við Hraunveitu Kárahnjúkavirkjunar í dag.

Nýtt aðskotadýr í Hvalfirði

Ný krabbategund sem sennilega hefur borist til Íslands með sjóballest skipa, finnst nú í miklu magni í Hvalfirði. Vísindamenn telja að nýjar dýrategundir sem þessar geti valdið miklum usla í lífríkinu.

Gömlu húsin haldast í Kvosinni

Húsin sem brunnu í miðborg Reykjavíkur verða endurbyggð í svo til upprunalegri mynd. Gömlum húsum á svæðinu verður fjölgað, samkvæmt verðlaunatillögunni, og Lækjargata fjögur verður flutt ofan af Árbæjarsafni.

Slitnar upp úr samningaviðræðum Icelandair og flugmanna

Upp úr slitnaði í dag í viðræðum Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna vegna ágreinings um forgangsréttarákvæði í kjarasamningum flugmanna við félagið. Flugmenn hafa boðað félagsfund á Grand Hótel í kvöld vegna málsins. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að deilan sé komin á byrjunarreit eftir að samkomulag náðist milli deiluaðila í sumar.

Þótti réttast að draga sig til baka frá Bagdad en fjölga friðargæsluliðum

Ákvörðun utanríkisráðuneytisins um að draga íslenskan friðagæsluliða frá Bagdad í Írak kom í kjölfar vettvangsúttektar sem gerð var í maí síðastliðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Samkvæmt úttektinni var ekki ráðlagt að hafa aðeins einn starfsmanna í Bagdad heldur væri nauðsynlegt að fjölga fulltrúum eða draga sig út úr verkefninu.

Vinna ekki stöðvuð við Hraunveitu Kárahnjúkavirkjunar

Vinna tveggja undirverktaka Arnarfells, Hunnebeck Polska og GT verktaka við byggingu Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar verður ekki stöðvuð. Samkomulag þess efnis náðist í viðræðum Vinnumálastofnunar og fyrirtækjanna. Þetta staðfesti Gísli Rafnsson, stöðvarstjóri á Hraunaveitu í samtali við Vísi.

Segir starfsmannahús Impregilo ekki söluhæf

„Þessi hús eru óskaplega léleg og standast engan veginn íslenskar samþykktir. Það hefur verið tjaslað mikið við þau enda hafa þau bæði lekið og blásið í gengum þau," segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, um starfsmannahúsin við Kárahnjúka sem Impregilo hyggst selja á almennum markaði. Talsmaður Impregilo undrast málatilbúnað Samiðnar.

Vinir Kolaportsins mótmæla breytingum

Samtökin Vinir Kolaportsins hvetja alla til þess að mæta á markaðinn víðfræga um helgina og skrá nafn sitt á undirskriftalista til þess að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á Tryggvagötu 19. Tollstjóraembættið hefur farið fram á að fá að gera bílageymslu á annari og þriðju hæð hússins. Verði leyfið veitt mun það raska starfsemi Kolaportsins verulega.

Nefbraut mann á H.INN

Karlmaður um tvítugt hefur verið ákærður fyrir að ráðast á karlmann á veitingastanum H.INN í Reykjanesbæ þann 23. apríl 2006. Hinn ákærði sagði í samtali við Vísi að hann hefði viðurkennt brot sitt. „Það var hiti í mönnum. Maðurinn ýtti félaga mínum og ég gaf honum hnefahögg. En þetta var ekkert alvarlegt,“ sagði árásarmaðurinn við Vísi. Hann kvaðst eiga von á skilorðsbundnum fangelsisdóm.

Nýta má skattlagningu og gjaldtöku betur til að vinna gegn loftlagsbreytingum

Kristján L. Möller samgönguráðherra sótti í gær árlegan sumarfund samgönguráðherra á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Fundurinn var haldinn í Finnlandi og eftir því sem fram kemur á vef samgönguráðuneytisins ræddu ráðherrarnir meðal annars um loftslagsbreytingar og stefnu í samgöngu- og flutningamálum.

Stýrði 180 tonna skipi með pungapróf

Karlmaður á fertugsaldri viðurkenndi fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag að hafa stýrt 180 tonna skipi 30 júní 2006, án þess að hafa réttindi til að stýra því. Hvorki var lögskráður skipstjóri né vélavörður um borð. Brot mannsins varða við atvinnuréttindi skipstjórnarmanna og lög um lögskráningu sjómanna.

Ekkert flogið til Eyja

Mjög slæmt skyggni hefur verið í Vestmannaeyjum í allan dag og af þeim sökum hefur þurft að fresta flugi þangað. Fyrsta vélin, sem átti að fara í loftið klukkan níu í morgun hefur enn ekki lagt af stað. Sama er að segja um vélina sem átti að leggja af stað klukkan fjögur.

Var sviptur ökuréttindum eftir að hafa ekið á 70 kílómetra hraða

Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið við umferðareftirlit í nágrenni við grunnskóla í dag og síðustu daga. Tveir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í dag og einn í gær. Sá sem hraðast ók var á ríflega tvöföldum hámarkshraða og var sviptur ökuréttindum á staðnum. Hann ók á um það bil 70 þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30.

Iðnaðarráðherra vill íslenskt netþjónabú

Össur Skarphéðinsson iðnaðaráðherra sagði í ræðu sinni á ráðstefnu Skýrslutæknifélags Íslands á Grand Hotel í dag að það sé von hans að fyrirtæki þar sem Íslendingar eru í fararbroddi muni ríða á vaðið og setja upp fyrsta netþjónabúið hérlendis. Össur sagði ennfremur að margt bendi til þess að svo geti orðið.

Namibíufanginn kominn heim

Íslendingur sem handtekinn var fyrir drykkjulæti í Namíbíu kom til Íslands í gær. Vilhjálmur Wiium, umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og staðgengill sendiherra í Namibíu staðfestir þetta í samtali við Vísi. Maðurinn þurfti að dúsa í fangelsi í hálfan mánuð við fremur slæman kost.

Engar vélbyssur á Laugarvegi um helgar

Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að sérsveit lögreglunnar verði ekki vopnuð í miðborginni um helgar. Eins og fram kom í fréttum fyrr í vikunni hefur verið ákveðið að sérsveitin muni sinna eftirliti í miðborg Reykjavíkur um helgar ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir