Fleiri fréttir

Tókust á við handrukkara

Til átaka kom þegar lögreglan handtók tvo meinta handrukkara á Háaleitisbraut í gærkvöldi, eftir að kvartað hafði verið undan hótunum þeirra. Vopn fundust í fórum þeirra.

Menn á vegum lögmanns leita að Hörpu

Lögmaður aðstandenda þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpa steytti á Skarfaskeri haustið 2005 segir að menn á hans vegum séu nú að leita að bátnum. Svo gæti farið að leitin nái út fyrir landsteinana en Jónas segist hafa selt bátinn áður en farið var fram á svokallaða löggeymslu á honum.

Funda enn um málefni Hunnebeck og GT verktaka

Fulltrúar Vinnumálastofnunar, lögreglu og Arnarfells sitja nú á fundi þar sem rætt er um mál fyrirtækjanna Hunnebeck Polska og GT verktaka sem eru undirverktakar Arnarfells við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar. Fréttastofunni er kunnugt um að í gær og í morgun hafi verið unnið að því að skrá starfsmenn Hunnebeck sem löglega starfsmenn Arnarfells.

Tuttugu árekstrar á höfuðborgarsvæðinu í gær

Tuttugu árekstrar voru tilkynntir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þrír þeirra urðu á milli hálfátta og níu í gærmorgun og sjö á milli hálffjögur og hálfsex síðdegis. Í tveimur tilfellum voru ökumenn fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra voru ekki talin mjög alvarleg.

Roskin hjón hætt komin í Steinholtsá

Litlu mátti muna að illa færi þegar roskin erlend hjón festu jeppa sinn í Steinholtsá á Þórsmerkurleið nú fyrir hádegið. Mikið var í ánni og varar lögregla fólk við miklum vatnavöxtum í ám á Þórsmerkurleið og sömuleiðs Fjallabaksleiðunum.

Efnahagslegt frelsi minnkar á Íslandi

Í skýrslu sem RSE, Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, sendir frá sér í dag kemur fram að efnahagslegt frelsi hefur minnkað á Íslandi samborið við síðasta ár. Er Ísland nú í ellefta sæti og fellur niður um tvö sæti. Deilir Ísland sætinu nú með Finnlandi, Lúxemborg og Chile. Í efsta sæti er Hong Kong og Singapúr en neðst eru Simbabve og Myanmar.

Línubátur strandaði í höfninni við Raufarhöfn

Línubáturinn Rifsnes SH 44 strandaði í höfninni við Raufarhöfn nú á tólfta tímanum þegar hann var að koma inn með afla. Þær upplýsingar fengust hjá hafnarverði á Raufarhöfn að líklega hefði báturinn strandað á sandhól í höfninni en nú er þar háfjara.

Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Ásgeir Heiðar Stefánsson í 18 mánaða fangelsi. Þá var Vilhjálmur Sverrir Pétursson dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 skilorðsbundna. Ákæran á hendur mönnunum var í 23 liðum. Þeir voru meðal annars kærðir fyrir fíkniefnabrot, innbrot og þjófnað. Þeir játuðu brot sín í flestum tilfellum.

Langflestir hlynntir reykingabanni á veitingahúsum

Nærri átta af hverjum tíu Íslendingum eru ánægðir með reykingabann á kaffihúsum, veitinga- og skemmtistöðum sem gekk í gildi þann 1. júní síðastliðinn samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Nærri 70 prósent eru mjög ánægð og tæplega 10 prósent frekar ánægð.

Síðasta kvöldmáltíðin tilnefnd til auglýsingaverðlauna 1999

Að nota síðustu kvöldmáltíðina í auglýsingaskyni er ekki nýtt af nálinni hérlendis. Þannig var síðasta kvöldmáltíðin notuð sem veggspjald með heimildarmynd um Grand Rokk árið 1999. Karl Hjaltested, fyrrverandi eigandi Grand Rokk, segir að veggspjaldið hafi verið tilnefnt til auglýsingaverðlauna það árið. Stefán Grétarsson hönnuður hjá Fíton hannaði veggspjaldið en Hrafn Jökulsson var í hlutverki Jesú.

Sex konur og einn karl sóttu um Dómkirkjuna

Sjö sóttu um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli. Það var auglýst laust til umsóknar í ágústmánuði. Af þessum umsækjendum eru sex konur og einn karl.

Tveir af hverjum þremur andvígir sölu orkufyrirtækja

Nærri tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eru andvígir sölu opinberra orkufyrirtækja til einkaaðila og innan við fjórðungur hlynntur sölu þeirra. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallups sem getið er á heimasíðu fyrirtækisins.

Seldi Hörpu fyrir kyrrsetningu

Jónas Garðarsson seldi skemmtibátinn Hörpu í byrjun árs í fyrra. Fréttablaðið greinir frá því að báturinn sé horfinn en hann var kyrrsettur af sýslumanni í október 2006. Jónas segist hafa verið í fullum rétti til að selja. Hann segir sýslumann vera í dularfullum leiðangri því kyrrsetningarkrafan hafi verið sett fram eftir að Jónas seldi.

Vinna verður stöðvuð hjá Hunnebeck og GT verktökum

Fulltrúar frá Vinnumálastofnun og lögreglu eru á leið að Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar til að stöðva vinnu hjá fyrirtækjunum Hunnebeck Polska og GT verktökum, sem eru undirverktakar Arnarfells við Hraunaveitu. Að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar hefur verið brotalöm á skráningu starfsmanna fyrirtækjanna í þrjá mánuði.

Stórkostlegur listamaður fallinn frá

Garðar Cortes óperusöngvari segir að með andláti Pavarottis sé stórkostlegur listamaður fallinn frá. Hann segist ekki hafa átt nein persónuleg samskipti við Pavarotti fyrir utan að hann hafi hitt hann í veislu í Ráðherrabústaðinum þegar hann kom til landsins.

Seinkun á Herjólfi í dag vegna bilunar

Seinkun verður á ferðum Herjólfs í dag vegna vélabilunar en farið verður í allar ferðir. Skipið er nú á leið frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar og kemur þangað um hálfeittleytið.

Fundu 30 grömm af amfetamíni

Um 30 gr af ætluðu amfetamíni fundust við húsleit í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gær. Húsráðanda, sem er þrítugur, var sleppt að lokinni skýrslutöku. Hann hefur áður komið við sögu fíkniefnamála. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum úrskurði Héraðsdóms Reykjaness.

Átök við handtöku handrukkara

Til átaka kom þegar lögreglan handtók tvo meinta handrukkara á Háaleitisbraut í gærkvöldi, eftir að kvartað hafði verið undan hótunum þeirra. Þar sem mennirnir voru grunaðir um áfengis-og fíkniefnaneyslu og voru á bíl, voru þeir færðir til blóðtöku. Urðu þá aftur ryskingar, án þess að neinn meiddist, og höfðu mennirnir líka í hótunum við lögregluna. Þá fundust tveir stórir hnífar í bíl þeirra. Mennirnir gista fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag.-

Helmingur bíla ók of hratt

Helmingur allra bíla, sem ekið var um Ártúnsbrekku síðastliðinn þriðjudag, var á of miklum hraða samkvæmt mælingum lögreglu. Þar er hámarkshraði 80 kílómetrar á klukkustund en tæplega þrjú þúsund bílar mældust á bilinu 90 til hundrað.

Sextán tillögur bárust um uppbyggingu í Kvosinni

Sextán hugmyndir að uppbyggingu í kvosinni, bárust eftir að borgin leitaði eftir slíku í kjölfar brunans á horni Lækjargötu og Austurstrætis í vor. Hugmyndirnar verða kynntar í dag , en sex arkítektastofur voru valdar í forvali til verksins. Hverjum sem var var einnig heimilt að leggja inn hugmynd. Á grundvelli þeirar hugmyndar, sem best þykir, verður væntanlega hægt að hefja uppbyggingu á svæðinu.-

Köstuðu grjótum í bifreiðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði laust fyrir klukkan átta í kvöld afskipti af tveimur drengjum sem voru að kasta grjótum í bifreiðar við Hátún í Reykjavík. Drengirnir, sem eru 16 og 18 ára gamlir, reyndust báðir vera ölvaðir.

Skutu á gæsahóp út úr bifreið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um klukkan sex í kvöld ferð tveggja manna í Mosfellsdal eftir að tilkynning barst um þeir hefðu verið að skjóta úr haglabyssu út úr bifreið. Lögreglan lagði hald á haglabyssu sem fannst í bílnum en mennirnir neituðu sök.

Vilja stöðva starfsemi fyrirtækja sem hunsa reglur vinnumarkaðarins

Stöðva verður umsvifalaust starfsemi þeirra fyrirtækja sem ekki virða leikreglur íslensks vinnumarkaðar. Þetta kemur fram í ályktun sem miðstjórn Alþýðusambands Íslands samþykkti í dag. Forseti sambandsins segir þolinmæði gagnvart fyrirtækjum sem brjóta á rétti starfsmanna á þrotum.

Yfirmaður herja NATO óánægður með Íslendinga

Æðsti yfirmaður herja Atlantshafsbandalagsins í Evrópu gagnrýndi í dag ákvörðun utanríkisráðherra að kalla íslenskan friðargæsluliða heim frá Írak. Hann segist hafa orðið fyrir vonbrigðum.

Smánar píslarsögu

Siguður Líndal lagaprófessor segir að umdeild Símaauglýsing kunni að brjóta gegn lögum. Hún smáni píslarsögu Krists.

Vill kalla friðargæsluliða heim frá Afganistan

Formaður Vinstri grænna vill að íslenskir friðargæsluliðar í Afganistan verði kallaðir heim. Vera þeirra þar samræmist ekki lögum. Hann segir heimkvaðningu friðargæsluliða í Írak aldrei hafa komið á borð utanríkismálanefndar Alþingis.

Skemmdarvargar ganga lausir á Akureyri

Grímuklæddir skemmdarvargar ganga lausir á Akureyri. Þeir rupla og ræna kálgarða og eru kannski að æfa sig fyrir bankarán síðar, segir fórnarlamb skemmdarvarganna.

Á enginn skyrnafnið

Það á enginn einkaleyfi á því að selja skyr undir nafninu skyr, segir framkvæmdastjóri Mjólku sem hyggst setja skyr á markað fyrir áramót. Hann vill að stjórnvöld beiti sér fyrir því að Íslendingar fái upprunavernd á þessa hvítu mjólkurafurð.

Heimili litháískrar fjölskyldu innsiglað

Eldvarnareftirlitið hefur innsiglað heimili sjö Litháa í Hafnarfirði. Fólkið fékk neyðarvistun hjá Rauða krossinum. Slökkvilliðið er að fara í átak gegn ólöglegri búsetu í iðnaðarhúsnæði.

Fasteignaverð tvöfaldast á Húsavík

Fasteignaverð hefur allt að tvöfaldast á Húsavík síðan viljayfirlýsing var gefin út um álver við Bakka. Uppgangurinn er sá mesti í bænum í þrjá áratugi.

Umferðarálag við þolmörk í Ártúnsbrekku

Umferð um Ártúnsbrekku í Reykjavík um háannatímann á morgnana er alveg við þolmörk þess sem vegurinn ber, að mati sérfræðings hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Sundabraut mun taka allt að þriðjung þeirra umferðar þegar hún verður komin í gagnið.

Bílvelta rétt fyrir ofan Flúðir

Bílvelta varð á Skeiða- og Hrunavegi rétt fyrir ofan Flúðir um klukkan átta í morgun. Ökumaður var einn í bílnum og slapp hann lítið meiddur.

Brotist inn í bifreiðar á söluplani Brimborgar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot inn í tvær bifreiðar á söluplani Brimborgar klukkan hálf fjögur í dag. Búið var að brjóta hliðarrúður bifreiðanna og gerð tilraun til að nema geislaspilara á brott. Framkvæmdastjóri Brimborgar segir um minniháttar tjón að ræða.

Víetnömsk könguló í heimsókn á Eskifirði

Starfsmenn netaverkstæðis á Eskifirði voru í síðustu viku að tæma gám sem í var efni til netagerðar. Gámurinn var kominn til Eskifjarðar alla leið frá Víetnam og reyndist hann innihalda laumufarþega. Starfsmennirnir ráku augun í köngulóarvef og vefsmiðurinn reyndist sprellifandi eftir ferðalagið langa.

Benedikt hættur Drangeyjarsundi vegna erfiðra aðstæðna

Sjósundkappinn Benedikt S. Lafleur varð að hætta Drangeyjarsundi sínu nú í eftirmiðdaginn þegar hann var rétt um hálfnaður vegna erfiðra skilyrða. Benedikt sagði í samtali við Vísi að sjórinn hefði reynst kaldari en hann hefði reiknað með.

Ísland næstbest í heimi

Ísland er númer tvö á eftir Noregi í lífsgæðum íbúanna, samkvæmt rannsókn breska tímaritsins The Economist. Í þessari árlegu könnun tímaritsins er skoðaður efnahagur og lífsgæði íbúanna í 200 löndum. Gríðarlega margir þættir eru lagðir til grundvallar útkominni. Og þeir eru ólíkir.

Sala á Land Rover eykst um 43%

Alls seldust 2141 bifreið í ágúst síðastliðnum á móti 1498 í sama mánuði árið á undan. Þetta þýðir aukning um 43%. Þrátt fyrir góða sölu í ágústmánuði er samdráttur í heildar bílasölu á árinu um 11,9% frá 1. janúar talið til 31 ágúst, miðað við sama tímabil árið 2006.

Styttist í að friðarsúlan lýsi í Viðey

Eftir rétt rúman mánuð verður kveikt á friðarsúlunni svokölluðu í Viðey. Súlan verður vígð á afmælisdegi bítilsins John Lennon þann 9. október næstkomandi en súlan er hugmynd ekkju hans, Yoko Ono. Gert er ráð fyrir að kveikt verði á súlunni á hverju ári á afmælisdegi Lennons.

Vilja fljúga með fiskinn beint til útlanda frá Þingeyri

Nýstofnað fiskvinnslufyrirtæki á Flateyri, Eyraroddi, hefur hug að fljúga beint með ferskan fisk til útlanda frá Þingeyrarflugvelli. Þetta hefur Bæjarins besta eftir Teiti Birni Einarssyni, nýráðnum framkvæmdastjóra félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir