Nýtt aðskotadýr í Hvalfirði Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2007 18:30 Ný krabbategund sem sennilega hefur borist til Íslands með sjóballest skipa, finnst nú í miklu magni í Hvalfirði. Vísindamenn telja að nýjar dýrategundir sem þessar geti valdið miklum usla í lífríkinu. Hlýnandi sjór og vaxandi umferð skipa frá fjarlægum stöðum geta leitt til þess að nýjar dýrategundir berist til landsins. Fyrir nokkru greindum við frá áhyggjum Jóns þórðarsonar í Arnarfirði af því að mikil umferð stórra olíuskipa þangað gæti haft í för með sér að framandi sjávardýr tækju sér þar bólfestu. Vitað er um þörunga og sandrækju sem borist hafa hingað en nú hafa sjávarlíffræðingar við Háskóla Íslands hafið rannsókn á töskukrabba sem sennilega hefur borist í Hvalfjörðinn fyrir fimm árum. Jörundur Svavarsson prófessor leiðir tvo unga vísindamenn í mastersverkefni á töskukrabbanum; hvaðan hann kemur hingað til lands og hvaða áhrif hann muni hafa. Jörundur segir menn undrandi á hvað krabbinn finnst í miklu magni í Hvalfirðinum en þangað hefur hann sennilega borist með kjölvatni skipa, eða sjóballest, sem þau sleppa út í hafið. Jörundur segir að ef skipstjórnarmenn passi ekki að skipta um sjó í ballestinni áður en þeir koma með skip nærri landi sé hætta á að lífverur komist upp að ströndum landsins. Jörundur segir fremstu sérfræðinga heims telja að um 5.000 tegundir flakki nú um heiminn með þessum hætti. Og þær eru ekki endilega alltaf búbót. Þær geta t.d. ýtt öðrum lífverum til hliðar. Þá geta veirur og bakteríur sem ekki þekkjast hér við land borist með þessum lífverum og haft alvarleg áhrif á lífríkið hér. Arnarfjörður er sérstakur að því leyti að hann er dýpstur innst og lífríkið þar því nokkuð sérstakt. Jörundur segir að lífríkinu þar gæti stafað hætta af nýjum lífverum. Þar hafi verið gjöful rækjumið en einnig megi finna þar ýmis lindýr og aðrar lífverur sem hagnýta megi í framtíðinni. Töskukrabbinn gæti einnig borist í Arnarfjörð. Marinó Fannar Pálsson MS-nemi í sjávarlíffræði segir töskukrabbann frekan og hann éti nánast allt sem fyrir verði. Félagi hans í rannsóknarverkefninu, Óskar Sindri Gíslason, segir að þeir séu m.a. að kanna útbreiðslu krabbans og hvað hann geti hugsanlega fjölgað sér mikið við landið.. Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Ný krabbategund sem sennilega hefur borist til Íslands með sjóballest skipa, finnst nú í miklu magni í Hvalfirði. Vísindamenn telja að nýjar dýrategundir sem þessar geti valdið miklum usla í lífríkinu. Hlýnandi sjór og vaxandi umferð skipa frá fjarlægum stöðum geta leitt til þess að nýjar dýrategundir berist til landsins. Fyrir nokkru greindum við frá áhyggjum Jóns þórðarsonar í Arnarfirði af því að mikil umferð stórra olíuskipa þangað gæti haft í för með sér að framandi sjávardýr tækju sér þar bólfestu. Vitað er um þörunga og sandrækju sem borist hafa hingað en nú hafa sjávarlíffræðingar við Háskóla Íslands hafið rannsókn á töskukrabba sem sennilega hefur borist í Hvalfjörðinn fyrir fimm árum. Jörundur Svavarsson prófessor leiðir tvo unga vísindamenn í mastersverkefni á töskukrabbanum; hvaðan hann kemur hingað til lands og hvaða áhrif hann muni hafa. Jörundur segir menn undrandi á hvað krabbinn finnst í miklu magni í Hvalfirðinum en þangað hefur hann sennilega borist með kjölvatni skipa, eða sjóballest, sem þau sleppa út í hafið. Jörundur segir að ef skipstjórnarmenn passi ekki að skipta um sjó í ballestinni áður en þeir koma með skip nærri landi sé hætta á að lífverur komist upp að ströndum landsins. Jörundur segir fremstu sérfræðinga heims telja að um 5.000 tegundir flakki nú um heiminn með þessum hætti. Og þær eru ekki endilega alltaf búbót. Þær geta t.d. ýtt öðrum lífverum til hliðar. Þá geta veirur og bakteríur sem ekki þekkjast hér við land borist með þessum lífverum og haft alvarleg áhrif á lífríkið hér. Arnarfjörður er sérstakur að því leyti að hann er dýpstur innst og lífríkið þar því nokkuð sérstakt. Jörundur segir að lífríkinu þar gæti stafað hætta af nýjum lífverum. Þar hafi verið gjöful rækjumið en einnig megi finna þar ýmis lindýr og aðrar lífverur sem hagnýta megi í framtíðinni. Töskukrabbinn gæti einnig borist í Arnarfjörð. Marinó Fannar Pálsson MS-nemi í sjávarlíffræði segir töskukrabbann frekan og hann éti nánast allt sem fyrir verði. Félagi hans í rannsóknarverkefninu, Óskar Sindri Gíslason, segir að þeir séu m.a. að kanna útbreiðslu krabbans og hvað hann geti hugsanlega fjölgað sér mikið við landið..
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira