Innlent

Akstur á akreinum fyrir strætó skapar hættu

Þeir sem aka á sérmerktum akreinum fyrir strætisvagna skapa óþarfa hættu í umferðinni, segir lögregla. Fréttastofa náði myndum af fimm ökumönnum sem leiddust þófið í umferðarþunganum á föstudag.

Síðdegis á föstudögum myndast oft miklar umferðartafir á Miklubraut. Vegna þess hafa verið útbúnar sérstakar akreinar fyrir almenningsvagna sem annars myndu tefjast um of í umferðinni. Síðast liðinn föstudag var umferð eftir Miklubraut mikil eins og jafnan og þá gerðist það að bíll ákvað að keyra á akreininni sem ætluð var strætó.

Á þeim stutta tíma sem fréttamaður var fastur í umferðinni óku fimm bílar eftir akreininni. Með þessu aksturslagi komust þeir kannski örlítið fyrr á áfangastað en um leið sköpuðu þeir hættu í umferðinni.

Akreinarnar eru aðeins ætlaðar strætisvögnum, hópbifreiðum og leigubílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×