Innlent

Jökla verður laxveiðiá

Búið er að breyta Jöklu í laxveiðiá. Áin, sem áður var mórauð og úfin, er nú tær bróðurpart ársins. Um fimmtíu þúsund laxaseiðum var sleppt þarna í vor í tilraunaskyni og útlit er fyrir að á komandi árum verði hægt að stunda stangveiði í þessu gamla jökulfljóti.

Þar sem Jökla rann áður af fullum þunga er núna straumur þeirra kvísla sem runnu í hana áður. Nálægt ósum hennar hefur Þröstur Elliðason byggt veiðihús sem vígt verður komandi þriðjudag. Hann hefur sleppt laxi ofarlega í ánni, við Vaðbrekku sem er ekki langt frá Kárahnjúkavirkjun.

Jökla er reyndar ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var en þó er þar nokkur straumur, bæði ferskvatns og því sem hleypt er úr lóninu, sem hefur dýpkað og hefur verið losað úr upp á síðkastið. Ferskvatnið er því fyrst og fremst í kvíslunum enn sem komið er. Rennslið í ánni er þrátt fyrir það um 50 rúmmetrar á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×