Fleiri fréttir

Rafmagnslaust á stórum hluta landsins í dag

Rafmangslaust varð á stórum hluta Íslands í dag þegar mistök starfsmanns og mikið álag á landsnetinu urðu til þess að byggðarlínu Landsnets sló út. Ólíklegt þykir að Landsnet sé skaðabótaskylt vegna tjóns sem viðskiptavinir þess hafi orðið fyrir í rafmagnsleysinu sem varði í allt að eina og hálfa klukkustund.

37 umferðaróhöpp og 15 afstungur

37 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Tvö óhappana má rekja til ölvunaraksturs en athygli vekur að í 15 tilfellum af þessum 37 reyndu ökumenn að stinga af eftir óhappið og segir lögregla það óvenju hátt hlutfall.

Tvöhundruð bílastæðaskífur komnar í umferð

Fyrsta sendingin af bílastæðaskífum sem ökumenn á visthæfum bifreiðum í Reykjavík geta notað til að leggja frítt. „Tvö hundruð skífur voru gerðar og þeim dreift á bílaumboðin, “ segir Pálmi F. Randversson hjá Umhverfissviði borgarinnar. Um 800 visthæfar bifreiðar eru á götum borgarinnar, enn sem komið er.

Heitavatnslaust í Staðarhverfinu

Heitavatnslögn er liggur í Staðahverfið í Grafarvogi fór í sundur um kl. 15:30 í dag - þriðjudag. Unnið er að viðgerð og vonast er til að heitt vatn verði komið á um kl. 21 í kvöld.

Stöðvaður tvívegis sama daginn fyrir ölvunarakstur

Tólf ökumenn voru teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Tveir voru stöðvaðir í Kópavogi en hinir tíu víðsvegar í Reykjavík. Annar ökumannanna sem var tekinn fyrir þessar sakir í Kópavogi var stöðvaður fyrir þetta brot tvisvar sinnum á innan við sólarhring.

Rafmagn allsstaðar komið á

Rafmagn er nú komið á allstaðar á landinu, bæði hjá almenningi og stóriðjufyrirtækjum, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Álverin hafa fengið heimild fyrir fullri notkun rafmagns.

Kynferðisbrotadeild rannsakar mál 5 ára gamallar stúlku

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál fimm ára gamallar stúlku sem hefur sakað fullorðin karlmann um að hafa áreitt sig kynferðislega í Laugarneshverfinu þann 30. júní síðastliðinn. Skýrsla hefur verið tekin af barninu og meintum geranda og búist er við að málið verði sent ríkissaksóknara fyrir vikulok. Foreldrar í hverfinu hafa verið varaðir við manninum.

Hálslón að fyllast

Ekki er búist að Hálslón verði fullt fyrr enn skömmu áður en raforkuframleiðsla á að hefjast í október. Aðeins vantar rúma tíu metra upp á að lónið verði fullt en forsvarsmenn Kárahnjúkavirkjunar hyggjast stýra streyminu síðustu metrana vegna frágangsvinnu sem eftir er á yfirfalli Kárahnjúkastíflu.

Mun færri fíkniefnamál á útihátíðum en í fyrra

Fíkniefnamál um nýliðna verslunarmannahelgi virðast hafa verið einungis fjórðungur af þeim fjölda mála sem komu upp í fyrra. Lögregla telur að þetta megi meðal annars þakka öflugu eftirliti fyrir og um helgina.

Virkari samkeppni en áður á olíumarkaði

Olíufélögin skiluðu öll lakari afkomu í ár en síðasta ár sem skýrist af harðri samkeppni að sögn Albert Þórs Magnússonar, framkvæmdarstjóra Atlantsolíu. Eldsneytisverð hækkaði um allt að þrjár krónur um helgina og kostar bensínlítrinn nú að jafnaði um 125 krónur hjá stóru olíufélgögunum þremur.

Ráðinn menningarfulltrúi Norðurlands vestra

Á fundi Menningarráðs Norðurlands vestra þann 1. ágúst síðastliðinn var Ingibergur Guðmundsson ráðinn í starf menningarfulltrúa Norðurlands vestra. Ellefu sóttu um stöðuna.

Maðurinn sem féll í Glerárgljúfur enn hætt kominn

Karlmaður sem féll í Glerárgljúfur skammt ofan Akureyrar á móts við öskuhaugana í Glerárdal á laugardagsmorgun er enn alvarlega slasaður og haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss.

Tuttugasta og fyrsta alheimsmóti skáta að ljúka

Tuttugasta og fyrsta alheimsmóti skáta lýkur á miðnætti. Fjörutíu og tvö þúsund skátar frá 158 þjóðum tóku þátt í mótinu sem hefur staðið yfir í tólf daga. Kjörorð mótsins er „Einn heimur, eitt heit“ og eru skilaboð skáta til heimsbyggðarinnar þau að allir geti lagt sitt af mörkum til að skilja við þennan heim örlítið betri en þegar tekið er við honum.

Þrjú alvarleg bílslys í umdæmi Selfosslögreglu

Þrjú alvarleg bílslys urðu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi um verslunarmannahelgina. Í gær varð banaslys á Laugarvatnsvegi á móts við bæinn Þóroddsstaði. Á sunnudag varð bílvelta við Hvítárholt, nálægt Flúðum og á laugardagsmorgun velti bíll nærri Ingólfsfjalli, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar.

Gistinóttum fjölgar

Gistinóttum á hótelum í júní fjölgaði um 16% miðað við sama mánuð í fyrra. Þær voru 153.900 í júní síðastliðnum en voru 132.800 í sama mánuði árið 2006.

Á 176 kílómetra hraða undir Hafnarfjalli

Lögreglan í Borgarnesi hafði í nógu að snúast í gærkvöld og nótt í eftirliti sínu á vegum í umdæmi hennar. Þannig var ungur ökumaður tekinn á 176 kílómetra hraða undir Hafnarfjalli um tíuleytið í gærkvöld en þar er hámarkshraði 90 kílómetrar á klukkustund.

Katja Gniesmer er fundin

Katja Gniesmer, konan sem auglýst var eftir fyrr í kvöld, er fundin. Ekkert hafði spurst til hennar frá því í gærmorgun en hún fannst eftir að lögreglan í Snæfellsbæ auglýsti eftir henni í kvöld.

Stöðvaður á 169 kílómetra hraða

Ungur ökumaður var stöðvaður á 169 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi, nálægt Keldum, um áttaleytið í kvöld. Á þessum slóðum er 80 kílómetra hámarkshraði. Að sögn lögreglu var hann sviptur ökuréttindum á staðnum. Sektarheimildir lögreglu ná ekki yfir svo mikinn hraða og því þarf maðurinn að mæta fyrir dómara.

Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður

Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast.

Bílvelta á Skaftártunguvegi

Bílvelta varð á Skaftártunguvegi um kl. 16 í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli voru erlendir ferðamenn á ferð í í bílaleigubil þegar sprakk á dekki. Fólkið hugðist hægja á bílnum og leggja honum í vegkantinum. Talið er að vegkanturinn hafi gefið sig með þeim afleiðingum að bíllinn valt.

Hátt í sex þúsund manns á ein með öllu

Talið er að hátt í sex þúsund manns hafi verið á hátíðinni ein með öllu á Akureyri um helgina sem er helmingi færra en vant er. Hátíðarhaldarar eru ósáttir við ákvörðun bæjarins um að meina fólki á aldrinum þrettán til átján ára aðgengi að tjaldsvæðum bæjarins.

Lögreglan lýsir eftir konu

Lögreglan á Snæfellsnesi lýsir eftir Katju Gniesmer. Katja er fædd árið 1973, hún er um 176 cm á hæð, grannvaxin og með snoðklippt hár. Hún var klædd rauðri flíspeysu og svörtum joggingbuxum þegar hún fór frá heimilinu.

Illa brotinn í andliti eftir líkamsárás

Maður liggur illa brotinn í andliti á gjörgæsludeild Landspítalans eftir líkamsárás fyrir framan skemmtistaðinn Trix í Reykjanesbæ í fyrrnótt. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum mannsins gekkst hann undir sex klukkustunda aðgerð í dag.

Var veitt eftirför skömmu áður en hann ók út af

Karlmaður á þrítugsaldri lét lífið þegar hann ók bíl sínum út af og velti honum skammt frá Laugarvatni í morgun. Lögreglan hafði skömmu áður reynt að stöðva för bílsins en misst sjónar af honum.

Umferð til borgarinnar farin að aukast

Umferð til borgarinnar er farin að aukast að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fara um 200 bílar á hverjum tíu mínútum um Sandskeið. Lögreglan segir þó að allt gangi vel og veður sé gott og mjög góð færð. Lögreglan býst við að umferðin verði mest upp úr klukkan fjögur og verði þétt allt til klukkan átta.

Flugvél hlekktist á í Nýjadal

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að Nýjadal, skammt frá Sprengisandi, á ellefta tímanum í gærkvöld þegar að flugvél þar hlekktist á í flugtaki. Fjórir útlendingar voru um borð í flugvélinni og voru meiðsl þeirra minniháttar að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nú aðdraganda slyssins.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á Þjóðhátíð í nótt

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til Vestmannaeyja rétt fyrir klukkan 5 í nótt til að sækja mann sem hafði verið fluttur á sjúkrahúsið með höfuðáverka eftir slys og í framhaldi var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.

Átak gegn nauðgunum á Þjóðhátíð

Karlahópur Femínistafélags Íslands stóð í fyrsta sinn fyrir forvarnarátakinu Karlmenn segja nei við nauðgunum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Engin nauðgun hefur verið kærð.

Fluttur á slysadeild eftir að flugeldur sprakk við jörðu

Einn drengur var fluttur á slysadeild þegar flugeldur sprakk við jörðu á flugeldasýningu á Akureyri í gær með þeim afleiðingum að drengurinn fékk hluta af honum í kviðinn. Í dagbók lögreglunnar segir að drengurinn hafi ekki slasast alvarlega.

Eldur í sumarbústað við Vesturhópsvatn

Lögreglunni á Blönduósi barst tilkynning um eld í sumarbústaði við Vesturhópsvatn klukkan tvö í nótt. Að sögn lögreglumanna gekk vel að slökkva eldinn og engin slys urðu á fólki.

Maðurinn sem fannst meðvitundarlaus er vaknaður

Rúmlega sextugur karlmaður, sem fannst meðvitundarlaus á miðri götu í Breiðholti í gærkvöldi, er á batavegi. Hann er vaknaður og kominn úr öndunarvél. Ekki er vitað hvað kom fyrir manninn en lögreglan vonast til að geta yfirheyrt hann í dag.

Ökuréttindalaus á 139 km hraða

Lögreglan hafði afskipti af ökumanni á Heiðmerkurvegi á þriðja tímanum í nótt. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglumanna og var honum því veitt eftirför.

Féll af svölum á annarri hæð

Maður féll af annarri hæð fjölbýlishúss í Kópavogi rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Maðurinn var í teiti og fór út af svalir hússins til að fá sér frískt loft. Hann klifraði svo upp á svalarhandriðið með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglan segir að hann hafi sloppið ótrúlega vel miðað við aðstæður.

Maðurinn sem féll í Glerárgljúfur enn hætt kominn

Karlmaður sem féll í Glerárgljúfur skammt ofan Akureyrar á móts við öskuhaugana í Glerárdal á laugardagsmorgun er enn alvarlega slasaður og haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu lögreglu og sjúkraflutningamenn að ná manninum upp úr gljúfrinu og notuðu til þess sigbúnað.

Hátíðarhöld hafa víðast hvar farið vel fram

Hátt í ellefu þúsund manns voru í Herjólfsdal í gærkvöldi. Formaður þjóðhátíðarnefndar man varla eftir annari eins þjóðhátíð en veðrið hefur leikið við gesti og allt gengið vonum framar. Nokkur erill hefur þó verið hjá lögreglunni líkt og á Akureyri og Neskaupsstað.

Banaslys varð á Laugarvatnsvegi

Ungur karlmaður lét lífið þegar hann ók bíl sínum út af og velti honum á Laugarvatnsvegi til móts við Þóroddsstaði á áttunda tímanum í morgun. Ökumaðurinn var einn í bíl sínum en talið er að hann hafi kastast út úr bílnum.

Bandarískt Uppgjör við Hitaveitu Suðurnesja

Bandarísk stjórnvöld hafa gert upp hitareikning sinn við Hitaveitu Suðurnesja. Lokagreiðslan hljóðaði upp á tíu milljónir dollara sem samið var um vegna samningsrofs Bandaríkjahers við brotthvarf varnarliðsins.

Ýmis umferðarlagabrot á Sauðárkróki

Nærri fjörtíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur, og önnur umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki það sem af er helgi. Mikil umferð hefur verið um héraðið, og hefur lögregla verið með nánast samfellt eftirlit með henni. Allmargir ökukmenn hafa verið stöðvaðir til að kanna hvort þeir séu í ökufæru ástandi, en enginn hefur reynst vera undir áhrifum áfengis eða lyfja.

Enginn ágreiningur í ríkisstjórninni segir Þorgerður Katrín

Nokkur ágreiningsefni hafa komið upp meðal stjórnarflokkanna og telja sumir stjórnmálaskýrendur að tökin á stjórnarliðum séu ekki jafn ákveðin og áður. Menntamálaráðherra segir að einhugur sé í stjórninni og að stjórnarsamstarfið hafi farið vel af stað.

Bjóða hátt í hundrað manns í kjötsúpuveislu

Um verslunarmannahelgina liðlega tvöfaldast mannfjöldinn í Vestmannaeyjum. Bærinn iðar af lífi og söngurinn er víða. Húsráðendur á Túngötu tuttugu og eitt í Vestmannaeyjum, víla ekki fyrir sér að bjóða hátt í hundrað manns í kjötsúpuveislu.

Mikið líf í mýrarboltanum á Ísafirði

Það gekk mikið á í dag á Ísafirði þegar Evrópumeistaramótið í mýrarbolta fór þar fram í ágætu veðri. Mýrarboltinn líkist knattspyrnu að flestu leyti nema hvað völlurinn er eitt drullusvað og því er oft erfitt að senda boltann milli manna. Mörkin koma líka ekki alltaf á færibandi því boltinn fer stundum hægt í rennblautri forinni.

Íslendingur vill gefa ókunnugum Pólverja annað nýra sitt

Íslenskur karlmaður vill gefa Pólverja annað nýra sitt en Pólverjinn fékk alvarlega sýkingu við störf sín hér á landi, sem leiddi til þess að bæði nýrun skemmdust og taka þurfti neðan af báðum fótum hans. Læknir á Landspítalanum segir þetta stórmerkileg tíðindi því þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur býðst til að gefa ókunnugum manni líffæri með þessum hætti.

Sjá næstu 50 fréttir