Innlent

Illa brotinn í andliti eftir líkamsárás

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Maður liggur illa brotinn í andliti á gjörgæsludeild Landspítalans eftir líkamsárás fyrir framan skemmtistaðinn Trix í Reykjanesbæ í fyrrnótt. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum mannsins gekkst hann undir sex klukkustunda aðgerð í dag. Aðstandendur gagnrýna að lögreglan hafi ekið piltinum mikið slösuðum heim til sín í stað þess að senda hann beint á sjúkrahús. Að sögn lögreglunnar í Keflavík óskaði hinn slasaði eftir því að hann yrði keyrður heim og lögreglumenn hafi orðið við þeirri ósk. Málið er rannsakað sem alvarleg líkamsárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×