Innlent

Á 176 kílómetra hraða undir Hafnarfjalli

MYND/Vilhelm

Lögreglan í Borgarnesi hafði í nógu að snúast í gærkvöld og nótt í eftirliti sínu á vegum í umdæmi hennar. Þannig var ungur ökumaður tekinn á 176 kílómetra hraða undir Hafnarfjalli um tíuleytið í gærkvöld en þar er hámarkshraði 90 kílómetrar á klukkustund. Var hann sviptur ökuréttindum á staðnum og má búast við 150 þúsund króna sekt.

Þá var annar tekinn á 141 kílómetra hraða inni í Norðurárdal og má sá búast við að missa ökuleyfið í einn mánuð og punga út 130 þúsund krónum fyrir háttalagið.

Enn fremur greip Borgarneslögreglan einn mann við akstur undir áhrifum fíkniefna í bænum í nótt og við leit í bíl hans fannst lítilræði af fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×