Fleiri fréttir Læknanýlenda í Ungverjalandi Milli fimmtíu og sextíu Íslendingar stunda nú nám í læknisfræði í Ungverjalandi. Stærstur hluti þeirra reyndi að komast í læknisfræði við Háskóla Íslands en hafði ekki erindi sem erfiði. Læknanámið ytra er fullgilt á Íslandi, sem og í öðrum löndum innan ESB. 23.7.2007 20:58 Sveitarstjórn hundsar eftirlitsskyldu vegna virkjunar Skipulagsstofnun telur Eyja- og Miklaholtshrepp hafa hundsað eftirlitsskyldu sína gagnvart Múlavirkjun á Snæfellsnesi. Framkvæmdir eru ekki í samræmi við þau gögn sem stuðst var við þegar stofnunin mat að virkjunin skyldi undanskilin mati á umhverfisáhrifum. Oddviti sveitarstjórnarinnar er jafnframt er forsvarsmaður virkjunarinnar. 23.7.2007 19:33 Danir gefast upp á Tetra-kerfinu Danskir slökkviliðsmenn hafa gefist uppá Tetra fjarskiptakerfi sem hefur verið til reynslu í Kaupmannahöfn í nokkurn tíma. Í Bretlandi hafa líka orðið vart um vandræði með samskonar kerfi. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir kerfin ekki sambærileg við það íslenska, sem sé nýjustu gerðar. 23.7.2007 19:17 Samfylkingin svíkur kosningaloforð segja andstæðingar virkjana í Þjórsá Guðfinnur Jakobsson bóndi í Skaftholti segir að Samfylkingin sé að svíkja kosningaloforð verði virkjanir í neðri hluta Þjórsár að veruleika. Heimamenn sem eru andsnúnir virkjununum þremur hittu iðnaðarráðherra að máli í vikunni og segja að hann hafi ekki útilokað að tekið yrði eignarnám vegna framkvæmdanna. 23.7.2007 19:01 Dæmi um sumarbústaðir fari á allt að hundrað milljónir króna Gríðarlega hækkanir hafa orðið sumarhúsum og virðast miklar framkvæmdir við smíði sumarbústaða ekki draga úr verðhækkunum. Dæmi er um að sumarhús fari á allt að hundrað milljónir króna. 23.7.2007 18:48 Nokkur eldfjöll líkleg til að gjósa Nokkrar þekktar eldstöðvar eru að gera sig líklegar til goss og jarðhræringarnar norðan Vatnajökuls benda til þess að eldgoss sé í aðsigi í Kverkfjöllum eða Öskju að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Ómögulegt er þó að segja til um hvar eða hvenær næsta eldgos á Íslandi verður. 23.7.2007 18:30 Vill að Hagstofan fari með verðlagseftirlit Finnur Árnason, Forstjóri Haga er hlynntur rafrænum verðkönnunum en segist ekki sjá fyrir sér að hægt verði að fylgjast með verðþróun dag frá degi. Hagar funduðu með Hagstofunni í lok júní þar sem þeir viðruðu þá hugmynd sína að veita Hagstofunni aðgang að gagnagrunni fyrirtækisins. Finnur segir eðlilegra að Hagstofan fari með verðlagseftirlit fremur en ASÍ eða Neytendastofa. 23.7.2007 18:30 Áreitti flugfreyjur og hótaði þeim Ofurölvaður flugdólgur, sem handtekinn var í Leifsstöð við komuna til landsins í gærmorgun frá Bandaríkjunum, á yfir höfði sér himin háar sektir og janfvel fangelsisdóm. Maðurinn veittist meðal annars að flugfreyjum og brást ókvæða við þegar lögregla hugðist ræða við hann. 23.7.2007 18:04 Næturferðum Herjólfs ekki fjölgað frekar Vegagerðin sér ekki ástæðu til þess að fara fram á það við Eimskip að fleiri næturferðir verði farnar milli lands og Eyja um verslunarmennahelgi en nú þegar hefur verið ákveðið. Þetta kemur fram í skeyti sem Elliða Vignissyni barst frá Gunnari Gunnarssyni aðstoðarvegamálastjóra í dag. 23.7.2007 17:57 Lögregluembættin greiða ekki kostnað við aukið umferðaeftirlit Embætti ríkislögreglustjóra áréttar vegna frétta, um að aukið umferðareftirlit sé kostnaðarsamt fyrir lögreglembætti landsins, að þau beri ekki kostnað sem til fellur vegna aukins umferðareftirlits á vegum landsins. 23.7.2007 17:27 Réttindalaus á níræðisaldri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um helgina réttindalausan ökumann á níræðisaldri. Hann var sá elsti af sautján réttindalausum ökumönnum sem voru stöðvaðir í bænum um helgina. En flestir hinna eru á þrítugs- eða fertugsaldri. Þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuleyfi eða höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Fimmtán þeirra voru karlar og tvær konur. Fimm hinna réttindalausu reyndust jafnframt vera ölvaðir og tveir eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. 23.7.2007 16:11 Lúkas kominn heim Hundurinn Lúkas er kominn heim heill á húfi. Egnt var fyrir hann með æti og náðist hann í felligildru í morgun. Hann hefur verið týndur frá því í maí og hinar furðulegustu sögur gengið um afdrif hans síðan þá. Lögreglan á Akureyri rannsakaði meðal annars meint dráp á honum, þangað til að sást til hans sprellifandi í hlíðunum fyrir ofan Akureyri á dögunum. 23.7.2007 14:22 21 stútur undir stýri um helgina Tuttugu og einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tveir voru stöðvaðir á föstudag, ellefu á laugardag, sjö á sunnudag og einn í nótt. Sextán voru teknir í Reykjavík, tveir í Kópavogi og Hafnarfirði og einn í Mosfellsbæ. Þetta voru sextán karlar og fimm konur. Fjórar kvennanna eru um tvítugt en ein er rúmlega hálffertug. Tæplega þriðjungur karlanna er undir tvítugu. Þar af eru tveir 17 ára en annar þeirra var á stolnum bíl. 23.7.2007 14:21 Kvartað yfir reykjandi veitingahúsagestum Nokkuð hefur borið á kvörtunum til lögreglu vegna háreysti gesta sem bregða sér út af veitingastöðum til að reykja. En eins og kunnugt er hefur verið bannað að reykja innandyra á öldurhúsum frá 1. júní. Í dagbók lögreglu kemur fram að hún hafi verið að benda gestgjöfunum á að það er bannað að hafa með sér áfengi út úr veitingahúsum, jafnvel þó það sé „bara" út á gangstétt. Lögreglan mun herða eftirlit með þessari hegðan gesta. 23.7.2007 14:13 Ekkert bendir til að handtökuskipun hafi verið gefin út Ræðismaður Íslands á Möltu segir ekkert benda til þess að handtökuskipun hafi verið gefin út á hendur skipstjóranum á Eyborginni. Ekkert bendir heldur til þess að yfirvöld á Möltu vilji ná tali af Ólafi Ragnarssyni skipstjóra Eyborgar. 23.7.2007 13:59 Miklar líkur á eldgosi á næstunni Miklar líkur eru á að eldgos verði á Íslandi á næstunni, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings.. Nokkrar þekktar eldstöðvar eru að gera sig líklegar til goss og aðrar eru í startholunum. Jarðhræringarnar norðan Vatnajökuls gætu allt eins bent til eldgoss sé í aðsigi í Kverkfjöllum eða Öskju. 23.7.2007 12:34 Skemmdir unnar á bílum á Selfossi Nokkuð hefur verið um að skemmdir séu unnar á bílum í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Í síðustu viku bárust lögreglunni fjórar tilkynningar þar sem búið var að rispa lakk á bílum. Þá var umferðarmerkjum að verðmæti um 200 þúsund krónum stolið um helgina. 23.7.2007 12:26 Tvær bílveltur í Borgarfirði í morgun Tvær bílveltur urðu í morgun í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi. Flytja þurfti þrjá á slysadeild með minniháttar meiðsl. Báðir bílarnir eru gjörónýtir að sögn lögreglu. 23.7.2007 11:30 Fjallað um Ísland í virtu bandarísku ferðatímariti Fjallað er ítarlega um Norðurland og Vestfirði í nýjasta tölublaði bandaríska ferðatímaritsins Condé Nast Traveler. Greinin er 13 síður að lengd og er auglýsingaverðmæti umfjöllunarinnar metið á um 5,5 milljónir króna. 23.7.2007 10:19 Matís leitar að óþekktum örverum Matís tekur nú þátt í rannsóknum á lífríki lónsins í Skaftárkötlum sem hafa það að markmiði að finna óþekktar örverutegundir sem má nota í líftækni. Sérstakur bræðslubor var notaður til að bora í gegnum þrjúhundruð metra þykka íshellu til að komast að lóninu. Aðstæður eru einstakar, því lón undir íshellu jökla eru mjög sjaldgæf og þar má finna mjög einangruð og vel varðveitt vistkerfi. 23.7.2007 10:15 Svindlað á íslenskum gististöðum Dæmi eru um að erlendir aðilar reyni að svindla á gististöðum hérlendis og hafa af þeim fé. Um er ræða svindl þar sem notast er við stolin greiðslukort eða bankaávísunum. Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík hefur sent út sérstaka viðvörun vegna þessa. 23.7.2007 09:54 Krefjast þess að Múlavirkjun verði lagfærð Svo kann að fara að Múlavirkjun valdi tjóni á lífríki Straumfjarðarár og Baulárvallavatns að mati Landverndar, landgræðslu og umhverfisverndarsamtaka Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Þau krefjast þess að virkjunin verði lagfærð til samræmis við þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun skipulagsstofnunar um að virkjunin skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Segja þau að lög hafi verið brotin. 23.7.2007 09:30 Lögreglan lýsir eftir vitni að umferðarslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitni að umferðarslysi sem varð á Vesturlandsvegi við Úlfarsá í gærmorgun. Ekið var á reiðhjólamann með þeim afleiðingum að flytja þurfti hann á slysadeild. 23.7.2007 09:02 Ölvaður í flugi Lögreglan á Suðurnesjum handtók í morgun karlmann sem var að koma úr flugi frá Bandaríkjunum. Að sögn lögreglunnar var maðurinn mjög ölvaður og lét ófriðlega. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. 22.7.2007 21:15 Stöðvaður á 192 kílómetra hraða Ökumaður var stöðvaður á 192 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Strandarheiði um tvöleytið í dag. Hámarkshraði þarna er 90 km/klst. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og má búast við hárri sekt. 22.7.2007 20:45 Jóns Vigfússonar minnst í Vestmannaeyjum Í dag var minnst hundrað ára ártíðar Jóns Vigfússonar í Vestmannaeyjum og björgunar áhafnarinnar af vélbátnum Sigríði. Aðkoma Jóns að björgun áhafnarinnar telst til meiriháttar björgunarafreka á Íslandi. 22.7.2007 19:43 Garðyrkjubóndi fagnar hugmyndum viðskiptaráðherra Eigandi Lambhaga, einnar stærstu matjurtaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna hugmyndum viðskiptaráðherra um lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda til jafns við orkuverð til stóriðju. Hann segir raforkuverðið stærsta kostnaðarliðinn í garðyrkjurækt og áhyggjuefni hversu lítil nýliðun sé í greininni vegna þessa. 22.7.2007 19:35 Framkvæmdastjóri Amnesty segir stöðu flóttamanna á Íslandi hafa versnað Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International segir stöðu flóttamanna sem leita hælis í Evrópulöndum hafa versnað síðustu ár. Íslensk stjórnvöld brjóti barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með því að vísa flóttamanni sem segist vera frá Darfur úr landi, þar sem hann eigi fimm mánaða gamlan son á Íslandi. 22.7.2007 19:20 Krúttlegir bolabítar Mannfólkið er ekki það eina sem notið hefur veðurblíðunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu því það hafa dýr einnig gert. Þessir litlu bolabítshvolpar skemmtu sér í það minnsta ljómandi vel í blíðviðrinu þegar fréttastofu bar að garði að heimili þeirra í Hafnarfirði í dag. 22.7.2007 18:44 Vísitala gosverðs framtíðin? Forstjóri Neytendastofu vill auðvelda aðgengi neytenda að upplýsingum um vöruverð og að verð verslana verði sótt í gagnagrunna þeirra og þaðan miðlað til neytenda. Þannig gætu neytendur auðveldlega séð hvar og hvenær sé ódýrast að versla. 22.7.2007 18:39 Hjálmur bjargaði miklu Hjólreiðamaðurinn sem varð fyrir bíl við Keldur í morgun er ekki í lífshættu. Hann var fluttur meðvitundarlaus og með mörg beinbrot á bráðamóttöku Landspítala-Háskólasjúkrahúss þar sem hann gekkst undir aðgerð. 22.7.2007 18:15 Saving Iceland mótmælti við Ráðhús Reykjavíkur Hópur úr samtökunum Saving Iceland strengdi fána utan á Ráðhús Reykjavíkur í dag með áletruninni „Vopnaveita Reykjavíkur?". Hópurinn hefur staðið að baki ýmsum skemmdarverkum að undanförnu og slettu meðal annars málningu á skrifstofuhúsnæði almannatengslafyrirtækisins Athygli í gær. 22.7.2007 17:10 Taka þátt í þrekraunakeppni Fjórir íslenskir ævintýramenn taka þátt í þrekraunakeppni sem fram fer á Grænlandi þessa dagana. Keppnin sem ber titilinn SIKU Extreme Arctic Challenge hófst í gær. 22.7.2007 14:27 Flugvél Iceland Express varð fyrir eldingu Eldingu laust niður í flugvél Iceland Express þegar hún var í lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin var að koma frá Lundúnum. Matthías Páll Imsland, forstjóri Iceland Express, segir að engin hætta hafi verið á ferðum. 22.7.2007 13:54 Heyjað á gamla mátann í Árbæjarsafni Heyannadagur upp á gamla mátann verður haldinn í Árbæjarsafni í dag. Allt fram undir 1940 tíðkaðist víða um land að slá gras með orfi og ljá. Þessi gömlu heyvinnuverkfæri verða nú dreginn fram og er gestum og gangandi boðið að fylgjast með. 22.7.2007 12:41 Tuttugu flóttamenn dvelja á Fit Hostel Samkvæmt heimildum fréttastofu dvelja rúmlega 20 flóttamenn á gistiheimilinu Fit Hostel og koma þeir flestir frá Rússlandi og svæðum þar í kring, Írak, Íran, Afganistan og Afríku. 22.7.2007 12:38 Viðskiptaráðherra vill tryggja garðyrkjubændum raforkuverð á lægra verði Garðyrkjubændur á Suðurlandi hafa lengi kvartað undan of háu raforkuverði í gróðurhúsum. Þeir hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að þurfa greiða hærra raforkuverð fyrir starfsemi sína en til að mynda álver hafa þurft að greiða. 22.7.2007 12:34 Nýr upplýsingavefur um íslenska tónlist opnaður Ný upplýsingavefur um íslenska tónlist var opnaður á miðvikudag. Vefnum, sem er ríkisstyrktur, er ætlað að auka aðgengi á íslenskri tónlist um allan heim. Á honum er að finna upplýsingar um íslenska tónlistarmenn, tónlistarviðburði og annað það sem tengist íslenskri útgáfu á tónlist sem og fréttir og aðrar upplýsingar sem gagnast geta þeim sem vilja kynna sér tónlistarflóru Íslands. 22.7.2007 12:24 Velheppnaðri listahátíðinni lokið Vikulangri Listahátíð ungs fólks á Austurlandi lauk í gær með uppskeruhátíð á Seyðisfirði og gekk hátíðin vel fyrir sig. Þetta er í áttunda sinn sem listahátíðin fer fram á Seyðisfirði og tóku alls um 130 ungmenni frá sex löndum þátt í henni að þessu sinni. Á hátíðnni voru reknar sjö listasmiðjur þar sem ungmennum gafst tækifæri til að spreyta sig í myndlist, tónlist, leiklist og sirkusfimi svo eitthvað sé nefnt. 22.7.2007 12:22 Karlmaður mikið slasaður eftir bílslys Hjólreiðamaður var fluttur alvarlega slasaður á bráðamóttöku Landspítala -Háskólasjúkrahúss eftir að ekið var á hann við Keldur um kl. 9 í morgun. Samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis mun maðurinn gangast undir aðgerð á eftir og verður fluttur á gjörgæsludeild eftir það. 22.7.2007 11:45 Rólegt í miðborginni í nótt Fámennt var í miðborg Reykjavíkur í nótt og var mikil kyrrð yfir bænum að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fimm voru teknir fyrir ölvunarakstur sem þykir ekki mikið á aðfararnótt sunnudags. 22.7.2007 10:28 Vinsæll sjónvarpspredikari fallinn frá Tammy Faye Messner fyrrverandi sjónvarpsprestur og gospel söngvari í Bandaríkjunum lést í gær. Hún var 65 ára og barðist við eiturlyfjafíkn og síðar ólæknandi krabbamein. 22.7.2007 10:24 Íslenskt bakarí nýtur vinsælda í Orlando Íslenska bakaríið Bread´n Buns í Flórída er nú í fjórða sæti í netúrslitkeppni hjá sjónvarpsstöðinni TV Channel two þar í landi sem besta bæjarfyrirtækið í Orlando. 22.7.2007 10:20 Á 142 kílómetra hraða við Húsafell Ellefu ökumenn hafa verið stöðvaður fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í dag. Sá sem ók hraðast var á 142 kílómetra hraða. Hann var stöðvarður í Reykholtsdal skammt frá Húsafelli. Að öðru leyti hefur umferð gengið vel á vesturlandi, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. 21.7.2007 20:30 Ekki heimsfrægur og þó? Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, kannast ekki við að vera orðinn heimsfrægur, þrátt fyrir að myndband hans við lagið Allt fyrir ástina hafi verið sett inn á bloggsíðu slúðurkóngsins Perez Hilton sem milljónir manna heimsækja dag hvern. 21.7.2007 20:06 Sjá næstu 50 fréttir
Læknanýlenda í Ungverjalandi Milli fimmtíu og sextíu Íslendingar stunda nú nám í læknisfræði í Ungverjalandi. Stærstur hluti þeirra reyndi að komast í læknisfræði við Háskóla Íslands en hafði ekki erindi sem erfiði. Læknanámið ytra er fullgilt á Íslandi, sem og í öðrum löndum innan ESB. 23.7.2007 20:58
Sveitarstjórn hundsar eftirlitsskyldu vegna virkjunar Skipulagsstofnun telur Eyja- og Miklaholtshrepp hafa hundsað eftirlitsskyldu sína gagnvart Múlavirkjun á Snæfellsnesi. Framkvæmdir eru ekki í samræmi við þau gögn sem stuðst var við þegar stofnunin mat að virkjunin skyldi undanskilin mati á umhverfisáhrifum. Oddviti sveitarstjórnarinnar er jafnframt er forsvarsmaður virkjunarinnar. 23.7.2007 19:33
Danir gefast upp á Tetra-kerfinu Danskir slökkviliðsmenn hafa gefist uppá Tetra fjarskiptakerfi sem hefur verið til reynslu í Kaupmannahöfn í nokkurn tíma. Í Bretlandi hafa líka orðið vart um vandræði með samskonar kerfi. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir kerfin ekki sambærileg við það íslenska, sem sé nýjustu gerðar. 23.7.2007 19:17
Samfylkingin svíkur kosningaloforð segja andstæðingar virkjana í Þjórsá Guðfinnur Jakobsson bóndi í Skaftholti segir að Samfylkingin sé að svíkja kosningaloforð verði virkjanir í neðri hluta Þjórsár að veruleika. Heimamenn sem eru andsnúnir virkjununum þremur hittu iðnaðarráðherra að máli í vikunni og segja að hann hafi ekki útilokað að tekið yrði eignarnám vegna framkvæmdanna. 23.7.2007 19:01
Dæmi um sumarbústaðir fari á allt að hundrað milljónir króna Gríðarlega hækkanir hafa orðið sumarhúsum og virðast miklar framkvæmdir við smíði sumarbústaða ekki draga úr verðhækkunum. Dæmi er um að sumarhús fari á allt að hundrað milljónir króna. 23.7.2007 18:48
Nokkur eldfjöll líkleg til að gjósa Nokkrar þekktar eldstöðvar eru að gera sig líklegar til goss og jarðhræringarnar norðan Vatnajökuls benda til þess að eldgoss sé í aðsigi í Kverkfjöllum eða Öskju að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Ómögulegt er þó að segja til um hvar eða hvenær næsta eldgos á Íslandi verður. 23.7.2007 18:30
Vill að Hagstofan fari með verðlagseftirlit Finnur Árnason, Forstjóri Haga er hlynntur rafrænum verðkönnunum en segist ekki sjá fyrir sér að hægt verði að fylgjast með verðþróun dag frá degi. Hagar funduðu með Hagstofunni í lok júní þar sem þeir viðruðu þá hugmynd sína að veita Hagstofunni aðgang að gagnagrunni fyrirtækisins. Finnur segir eðlilegra að Hagstofan fari með verðlagseftirlit fremur en ASÍ eða Neytendastofa. 23.7.2007 18:30
Áreitti flugfreyjur og hótaði þeim Ofurölvaður flugdólgur, sem handtekinn var í Leifsstöð við komuna til landsins í gærmorgun frá Bandaríkjunum, á yfir höfði sér himin háar sektir og janfvel fangelsisdóm. Maðurinn veittist meðal annars að flugfreyjum og brást ókvæða við þegar lögregla hugðist ræða við hann. 23.7.2007 18:04
Næturferðum Herjólfs ekki fjölgað frekar Vegagerðin sér ekki ástæðu til þess að fara fram á það við Eimskip að fleiri næturferðir verði farnar milli lands og Eyja um verslunarmennahelgi en nú þegar hefur verið ákveðið. Þetta kemur fram í skeyti sem Elliða Vignissyni barst frá Gunnari Gunnarssyni aðstoðarvegamálastjóra í dag. 23.7.2007 17:57
Lögregluembættin greiða ekki kostnað við aukið umferðaeftirlit Embætti ríkislögreglustjóra áréttar vegna frétta, um að aukið umferðareftirlit sé kostnaðarsamt fyrir lögreglembætti landsins, að þau beri ekki kostnað sem til fellur vegna aukins umferðareftirlits á vegum landsins. 23.7.2007 17:27
Réttindalaus á níræðisaldri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um helgina réttindalausan ökumann á níræðisaldri. Hann var sá elsti af sautján réttindalausum ökumönnum sem voru stöðvaðir í bænum um helgina. En flestir hinna eru á þrítugs- eða fertugsaldri. Þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuleyfi eða höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Fimmtán þeirra voru karlar og tvær konur. Fimm hinna réttindalausu reyndust jafnframt vera ölvaðir og tveir eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. 23.7.2007 16:11
Lúkas kominn heim Hundurinn Lúkas er kominn heim heill á húfi. Egnt var fyrir hann með æti og náðist hann í felligildru í morgun. Hann hefur verið týndur frá því í maí og hinar furðulegustu sögur gengið um afdrif hans síðan þá. Lögreglan á Akureyri rannsakaði meðal annars meint dráp á honum, þangað til að sást til hans sprellifandi í hlíðunum fyrir ofan Akureyri á dögunum. 23.7.2007 14:22
21 stútur undir stýri um helgina Tuttugu og einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tveir voru stöðvaðir á föstudag, ellefu á laugardag, sjö á sunnudag og einn í nótt. Sextán voru teknir í Reykjavík, tveir í Kópavogi og Hafnarfirði og einn í Mosfellsbæ. Þetta voru sextán karlar og fimm konur. Fjórar kvennanna eru um tvítugt en ein er rúmlega hálffertug. Tæplega þriðjungur karlanna er undir tvítugu. Þar af eru tveir 17 ára en annar þeirra var á stolnum bíl. 23.7.2007 14:21
Kvartað yfir reykjandi veitingahúsagestum Nokkuð hefur borið á kvörtunum til lögreglu vegna háreysti gesta sem bregða sér út af veitingastöðum til að reykja. En eins og kunnugt er hefur verið bannað að reykja innandyra á öldurhúsum frá 1. júní. Í dagbók lögreglu kemur fram að hún hafi verið að benda gestgjöfunum á að það er bannað að hafa með sér áfengi út úr veitingahúsum, jafnvel þó það sé „bara" út á gangstétt. Lögreglan mun herða eftirlit með þessari hegðan gesta. 23.7.2007 14:13
Ekkert bendir til að handtökuskipun hafi verið gefin út Ræðismaður Íslands á Möltu segir ekkert benda til þess að handtökuskipun hafi verið gefin út á hendur skipstjóranum á Eyborginni. Ekkert bendir heldur til þess að yfirvöld á Möltu vilji ná tali af Ólafi Ragnarssyni skipstjóra Eyborgar. 23.7.2007 13:59
Miklar líkur á eldgosi á næstunni Miklar líkur eru á að eldgos verði á Íslandi á næstunni, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings.. Nokkrar þekktar eldstöðvar eru að gera sig líklegar til goss og aðrar eru í startholunum. Jarðhræringarnar norðan Vatnajökuls gætu allt eins bent til eldgoss sé í aðsigi í Kverkfjöllum eða Öskju. 23.7.2007 12:34
Skemmdir unnar á bílum á Selfossi Nokkuð hefur verið um að skemmdir séu unnar á bílum í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Í síðustu viku bárust lögreglunni fjórar tilkynningar þar sem búið var að rispa lakk á bílum. Þá var umferðarmerkjum að verðmæti um 200 þúsund krónum stolið um helgina. 23.7.2007 12:26
Tvær bílveltur í Borgarfirði í morgun Tvær bílveltur urðu í morgun í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi. Flytja þurfti þrjá á slysadeild með minniháttar meiðsl. Báðir bílarnir eru gjörónýtir að sögn lögreglu. 23.7.2007 11:30
Fjallað um Ísland í virtu bandarísku ferðatímariti Fjallað er ítarlega um Norðurland og Vestfirði í nýjasta tölublaði bandaríska ferðatímaritsins Condé Nast Traveler. Greinin er 13 síður að lengd og er auglýsingaverðmæti umfjöllunarinnar metið á um 5,5 milljónir króna. 23.7.2007 10:19
Matís leitar að óþekktum örverum Matís tekur nú þátt í rannsóknum á lífríki lónsins í Skaftárkötlum sem hafa það að markmiði að finna óþekktar örverutegundir sem má nota í líftækni. Sérstakur bræðslubor var notaður til að bora í gegnum þrjúhundruð metra þykka íshellu til að komast að lóninu. Aðstæður eru einstakar, því lón undir íshellu jökla eru mjög sjaldgæf og þar má finna mjög einangruð og vel varðveitt vistkerfi. 23.7.2007 10:15
Svindlað á íslenskum gististöðum Dæmi eru um að erlendir aðilar reyni að svindla á gististöðum hérlendis og hafa af þeim fé. Um er ræða svindl þar sem notast er við stolin greiðslukort eða bankaávísunum. Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík hefur sent út sérstaka viðvörun vegna þessa. 23.7.2007 09:54
Krefjast þess að Múlavirkjun verði lagfærð Svo kann að fara að Múlavirkjun valdi tjóni á lífríki Straumfjarðarár og Baulárvallavatns að mati Landverndar, landgræðslu og umhverfisverndarsamtaka Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Þau krefjast þess að virkjunin verði lagfærð til samræmis við þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun skipulagsstofnunar um að virkjunin skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Segja þau að lög hafi verið brotin. 23.7.2007 09:30
Lögreglan lýsir eftir vitni að umferðarslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitni að umferðarslysi sem varð á Vesturlandsvegi við Úlfarsá í gærmorgun. Ekið var á reiðhjólamann með þeim afleiðingum að flytja þurfti hann á slysadeild. 23.7.2007 09:02
Ölvaður í flugi Lögreglan á Suðurnesjum handtók í morgun karlmann sem var að koma úr flugi frá Bandaríkjunum. Að sögn lögreglunnar var maðurinn mjög ölvaður og lét ófriðlega. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. 22.7.2007 21:15
Stöðvaður á 192 kílómetra hraða Ökumaður var stöðvaður á 192 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Strandarheiði um tvöleytið í dag. Hámarkshraði þarna er 90 km/klst. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og má búast við hárri sekt. 22.7.2007 20:45
Jóns Vigfússonar minnst í Vestmannaeyjum Í dag var minnst hundrað ára ártíðar Jóns Vigfússonar í Vestmannaeyjum og björgunar áhafnarinnar af vélbátnum Sigríði. Aðkoma Jóns að björgun áhafnarinnar telst til meiriháttar björgunarafreka á Íslandi. 22.7.2007 19:43
Garðyrkjubóndi fagnar hugmyndum viðskiptaráðherra Eigandi Lambhaga, einnar stærstu matjurtaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna hugmyndum viðskiptaráðherra um lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda til jafns við orkuverð til stóriðju. Hann segir raforkuverðið stærsta kostnaðarliðinn í garðyrkjurækt og áhyggjuefni hversu lítil nýliðun sé í greininni vegna þessa. 22.7.2007 19:35
Framkvæmdastjóri Amnesty segir stöðu flóttamanna á Íslandi hafa versnað Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International segir stöðu flóttamanna sem leita hælis í Evrópulöndum hafa versnað síðustu ár. Íslensk stjórnvöld brjóti barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með því að vísa flóttamanni sem segist vera frá Darfur úr landi, þar sem hann eigi fimm mánaða gamlan son á Íslandi. 22.7.2007 19:20
Krúttlegir bolabítar Mannfólkið er ekki það eina sem notið hefur veðurblíðunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu því það hafa dýr einnig gert. Þessir litlu bolabítshvolpar skemmtu sér í það minnsta ljómandi vel í blíðviðrinu þegar fréttastofu bar að garði að heimili þeirra í Hafnarfirði í dag. 22.7.2007 18:44
Vísitala gosverðs framtíðin? Forstjóri Neytendastofu vill auðvelda aðgengi neytenda að upplýsingum um vöruverð og að verð verslana verði sótt í gagnagrunna þeirra og þaðan miðlað til neytenda. Þannig gætu neytendur auðveldlega séð hvar og hvenær sé ódýrast að versla. 22.7.2007 18:39
Hjálmur bjargaði miklu Hjólreiðamaðurinn sem varð fyrir bíl við Keldur í morgun er ekki í lífshættu. Hann var fluttur meðvitundarlaus og með mörg beinbrot á bráðamóttöku Landspítala-Háskólasjúkrahúss þar sem hann gekkst undir aðgerð. 22.7.2007 18:15
Saving Iceland mótmælti við Ráðhús Reykjavíkur Hópur úr samtökunum Saving Iceland strengdi fána utan á Ráðhús Reykjavíkur í dag með áletruninni „Vopnaveita Reykjavíkur?". Hópurinn hefur staðið að baki ýmsum skemmdarverkum að undanförnu og slettu meðal annars málningu á skrifstofuhúsnæði almannatengslafyrirtækisins Athygli í gær. 22.7.2007 17:10
Taka þátt í þrekraunakeppni Fjórir íslenskir ævintýramenn taka þátt í þrekraunakeppni sem fram fer á Grænlandi þessa dagana. Keppnin sem ber titilinn SIKU Extreme Arctic Challenge hófst í gær. 22.7.2007 14:27
Flugvél Iceland Express varð fyrir eldingu Eldingu laust niður í flugvél Iceland Express þegar hún var í lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin var að koma frá Lundúnum. Matthías Páll Imsland, forstjóri Iceland Express, segir að engin hætta hafi verið á ferðum. 22.7.2007 13:54
Heyjað á gamla mátann í Árbæjarsafni Heyannadagur upp á gamla mátann verður haldinn í Árbæjarsafni í dag. Allt fram undir 1940 tíðkaðist víða um land að slá gras með orfi og ljá. Þessi gömlu heyvinnuverkfæri verða nú dreginn fram og er gestum og gangandi boðið að fylgjast með. 22.7.2007 12:41
Tuttugu flóttamenn dvelja á Fit Hostel Samkvæmt heimildum fréttastofu dvelja rúmlega 20 flóttamenn á gistiheimilinu Fit Hostel og koma þeir flestir frá Rússlandi og svæðum þar í kring, Írak, Íran, Afganistan og Afríku. 22.7.2007 12:38
Viðskiptaráðherra vill tryggja garðyrkjubændum raforkuverð á lægra verði Garðyrkjubændur á Suðurlandi hafa lengi kvartað undan of háu raforkuverði í gróðurhúsum. Þeir hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að þurfa greiða hærra raforkuverð fyrir starfsemi sína en til að mynda álver hafa þurft að greiða. 22.7.2007 12:34
Nýr upplýsingavefur um íslenska tónlist opnaður Ný upplýsingavefur um íslenska tónlist var opnaður á miðvikudag. Vefnum, sem er ríkisstyrktur, er ætlað að auka aðgengi á íslenskri tónlist um allan heim. Á honum er að finna upplýsingar um íslenska tónlistarmenn, tónlistarviðburði og annað það sem tengist íslenskri útgáfu á tónlist sem og fréttir og aðrar upplýsingar sem gagnast geta þeim sem vilja kynna sér tónlistarflóru Íslands. 22.7.2007 12:24
Velheppnaðri listahátíðinni lokið Vikulangri Listahátíð ungs fólks á Austurlandi lauk í gær með uppskeruhátíð á Seyðisfirði og gekk hátíðin vel fyrir sig. Þetta er í áttunda sinn sem listahátíðin fer fram á Seyðisfirði og tóku alls um 130 ungmenni frá sex löndum þátt í henni að þessu sinni. Á hátíðnni voru reknar sjö listasmiðjur þar sem ungmennum gafst tækifæri til að spreyta sig í myndlist, tónlist, leiklist og sirkusfimi svo eitthvað sé nefnt. 22.7.2007 12:22
Karlmaður mikið slasaður eftir bílslys Hjólreiðamaður var fluttur alvarlega slasaður á bráðamóttöku Landspítala -Háskólasjúkrahúss eftir að ekið var á hann við Keldur um kl. 9 í morgun. Samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis mun maðurinn gangast undir aðgerð á eftir og verður fluttur á gjörgæsludeild eftir það. 22.7.2007 11:45
Rólegt í miðborginni í nótt Fámennt var í miðborg Reykjavíkur í nótt og var mikil kyrrð yfir bænum að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fimm voru teknir fyrir ölvunarakstur sem þykir ekki mikið á aðfararnótt sunnudags. 22.7.2007 10:28
Vinsæll sjónvarpspredikari fallinn frá Tammy Faye Messner fyrrverandi sjónvarpsprestur og gospel söngvari í Bandaríkjunum lést í gær. Hún var 65 ára og barðist við eiturlyfjafíkn og síðar ólæknandi krabbamein. 22.7.2007 10:24
Íslenskt bakarí nýtur vinsælda í Orlando Íslenska bakaríið Bread´n Buns í Flórída er nú í fjórða sæti í netúrslitkeppni hjá sjónvarpsstöðinni TV Channel two þar í landi sem besta bæjarfyrirtækið í Orlando. 22.7.2007 10:20
Á 142 kílómetra hraða við Húsafell Ellefu ökumenn hafa verið stöðvaður fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í dag. Sá sem ók hraðast var á 142 kílómetra hraða. Hann var stöðvarður í Reykholtsdal skammt frá Húsafelli. Að öðru leyti hefur umferð gengið vel á vesturlandi, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. 21.7.2007 20:30
Ekki heimsfrægur og þó? Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, kannast ekki við að vera orðinn heimsfrægur, þrátt fyrir að myndband hans við lagið Allt fyrir ástina hafi verið sett inn á bloggsíðu slúðurkóngsins Perez Hilton sem milljónir manna heimsækja dag hvern. 21.7.2007 20:06