Innlent

Saving Iceland mótmælti við Ráðhús Reykjavíkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Hópur úr samtökunum Saving Iceland strengdi fána utan á Ráðhús Reykjavíkur í dag með áletruninni „Vopnaveita Reykjavíkur?". Hópurinn hefur staðið að baki ýmsum skemmdarverkum að undanförnu og slettu meðal annars málningu á skrifstofuhúsnæði almannatengslafyrirtækisins Athygli í gær.

Á föstudag heimsótti hópur úr samtökunum Orkuveitu Reykjavíkur og strengdi fána í anddyri hússins með samskonar áletrun og var á fánanum sem strengdur var á Ráðhúsið.

Þá réðust meðlimir í samtökunum á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg síðastliðinn fimmtudagsmorgun.. Þeir skvettu málningu á húsið, límdu lása fasta og festu miða á vegg hússins með orðunum ,,Heimurinn fylgist með". Einnig voru orðin ,,Íslandi blæðir" máluð gulum stöfum á tröppur þess.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×