Innlent

Nýr upplýsingavefur um íslenska  tónlist opnaður

Ný upplýsingavefur um íslenska tónlist var opnaður á miðvikudag. Vefnum, sem er ríkisstyrktur, er ætlað að auka aðgengi á íslenskri tónlist um allan heim. Á honum er að finna upplýsingar um íslenska tónlistarmenn, tónlistarviðburði og annað það sem tengist íslenskri útgáfu á tónlist sem og fréttir og aðrar upplýsingar sem gagnast geta þeim sem vilja kynna sér tónlistarflóru Íslands.

Það er fyrirtækið IMX sem stendur að vefnum en fyrirtækið sérhæfir sig í að koma íslenskum hljómsveitum og tónlistarviðburðum á framfæri. Þá hefur IMX skipulagt fjölda tónlistarviðburða á Íslandi eins og Aldrei fór ég suður fyrir tónlistarmanninn Mugison og Icelandic Airwaves í samstarfi við herra Örlyg. Í tilefni af opnum vefjarins gefst fólki kostur á að vinna inn ferð fyrir tvo á Icelandic Airvawes í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×