Innlent

Hjálmur bjargaði miklu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Talið er að hjálmur hafi bjargað miklu þegar hjólreiðamaður varð fyrir bíl.
Talið er að hjálmur hafi bjargað miklu þegar hjólreiðamaður varð fyrir bíl. Mynd/ VIsir.is

Hjólreiðamaðurinn sem varð fyrir bíl við Keldur í morgun er ekki í lífshættu. Hann var fluttur meðvitundarlaus og með mörg beinbrot á bráðamóttöku Landspítala-Háskólasjúkrahúss þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann hefur nú verið færður á gjörgæsludeild og samkvæmt vakthafandi lækni þar er líðan eftir atvikum góð. Samkvæmt heimildum lögreglu var maðurinn með hjálm þegar slysið varð og talið er að það hafi komið í veg fyrir enn meiri meiðsl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×