Innlent

Framkvæmdastjóri Amnesty segir stöðu flóttamanna á Íslandi hafa versnað

Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International segir stöðu flóttamanna sem leita hælis í Evrópulöndum hafa versnað síðustu ár. Íslensk stjórnvöld brjóti barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með því að vísa flóttamanni sem segist vera frá Darfur úr landi, þar sem hann eigi fimm mánaða gamlan son á Íslandi.

Örfáir flóttamenn sem koma hingað til lands fá hæli flóttamanns samkvæmt skilgreiningu flóttamannasamningsins. Jóhanna Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International segir flóttamannaskilgreiningu flóttamannasamningsins vera túlkaða of þrönga og gera það að verkum að æ færri eigi undir hana.

Hún segir stjórnvöld víða í Evrópu reyna að komast hjá því að veita flóttamönnum hæli sem þangað leita og íslensk stjórnvöld séu engin undantekning.

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var talað við flóttamann sem kom hingað til lands fyrir tveimur árum og segist vera frá Darfur héraði í Súdan. Dómsmálaráðuneytið hefur synjað honum um hæli flóttamanns og dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hann á fimm mánaða gamlan son með ganískri stúlku og búa þau saman hjá foreldrum hennar hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×