Innlent

Ekki heimsfrægur og þó?

Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, kannast ekki við að vera orðinn heimsfrægur, þrátt fyrir að myndband hans við lagið Allt fyrir ástina hafi verið sett inn á bloggsíðu slúðurkóngsins Perez Hilton sem milljónir manna heimsækja dag hvern.

Perez þessi er einn vinsælasti bloggari heims en hann sérhæfir sig í slúðri af ríka og fræga fólkinu í Bandaríkjunum og víðar. Áhrif hans eru mikil vestanhafs, svo mikil að þrátt fyrir að á stundum jaðri við að hann leggi stjörnurnar í einelti þá þykir enginn maður með mönnum í Hollywood nema fjallað sé um hann á bloggsíðu kappans. Það má því segja að Páll Óskar hafi með færslu Perez komist í hóp þeirra allra stærstu og frægustu í heiminum.

Færsla Perez ber yfirskriftina Fierce Homo pop sem útleggst á okkar ástkæra ylhýra sem öflugt hommapopp.

Hátt í 200 mann hafa sett inn athugasemdir við færslu Perezar og sumar hverjar frekar ósmekklegar en aðrar mjög jákvæðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×