Innlent

Lúkas kominn heim

Hundurinn Lúkas er kominn heim heill á húfi. Egnt var fyrir hann með æti og náðist hann í felligildru í morgun.

Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.

Hann hefur verið týndur frá því í maí og hinar furðulegustu sögur gengið um afdrif hans síðan þá. Lögreglan á Akureyri rannsakaði meðal annars meint dráp á honum, þangað til að sást til hans sprellifandi í hlíðunum fyrir ofan Akureyri á dögunum.

Lúkas hefur haldið til í svonefndu Fálkafelli ofan Akureyrar undanfarið en ómögulegt hefur reynst að ná honum þar sem hann hefur verið afskaplega mannfælinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×