Fleiri fréttir Slasaður eftir stökk af hótelsvölum í sveppavímu 19 ára gamall íslenskur ferðamaður brotnaði á báðum fótum í Amsterdam um síðustu helgi, þegar hann stökk fram af svölum af annarri hæð hótels undir áhrifum ferskra ofskynjunarsveppa. Pilturinn er með gifs á báðum fótum. 13.7.2007 13:18 Vill að ríkið hætti við sölu á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja Málefni Hitaveitu Suðurnesja hefur ekki fengið lýðræðislega meðferð hvorki af hálfu Alþingis eða viðkomandi sveitarfélaga að mati Jóns Bjarnasonar, þingmanns Vinstri grænna. Hann segir það aldrei hafa staðið til að Hitaveita Suðurnesja yrði einkavædd þegar málið kom til kasta Alþingis á sínum tíma og krefst þess að ríkið hætti við sölu hlutar síns í hitaveitunni. 13.7.2007 13:01 Samstarf til að auka notkun korta Landmælingar Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa gert með sér samkomulag um aukið samstarf til að auka notkun korta og annarra landupplýsinga. Samkomulagið var undirritað í dag. 13.7.2007 12:17 Séra Hjálmar eini umsækandinn um embætti sóknarprests Dómkirkjuprestakalls Séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, var eini umsækjandinn um embætti sóknarprests Dómkirkjuprestakalls í Reykjavíkuprófastdæmi vestra. Umsóknarfrestur rann út 10. júlí síðastliðinn en það kirkjumálaráðherra sem veitir embættið að fenginni umsögn valnefndar. Embættið er veitt frá 1. október næstkomandi. 13.7.2007 12:10 Fljúgandi asparfræ áberandi víða á landinu Siðustu daga hafa fljúgandi asparfræ verið áberandi víða á landinu. Nú er grasfrjókornatímabilið hálfnað, en það hófst óvenju snemma í ár. Í júní var magn frjókorna í lofti einnig óvenjumikið suma daga. Mikill erill er hjá ofnæmislæknum og er fjöldi sjúklinga mjög illa haldinn. Yfirgnæfandi hluti þeirra er með grasfrjókornaofnæmi. 13.7.2007 12:05 Hornhimnubanka komið á fót á augnlækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss innan skamms Svokölluðum hornhimnubanka verður komið á fót á augnlækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss innan skamms. Þannig munu íslendingar eiga meiri möguleika en áður á að fá betri sjón. 13.7.2007 11:57 Góð veiði í Elliðaánum Alls veiddust 23 laxar í Elliðaánum í gær þrátt fyrir óhagstætt veðurfar. Fiskurinn þykir fallegur og vel haldinn. 13.7.2007 11:45 Jón Steinar myndi fagna opinberri rannsókn á upphafi Baugsmálsins Í viðtali sem birtist við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í Viðskiptablaðinu í dag, segist hann telja eðlilegt ef gerð yrði opinber rannsókn á upphafi Baugsmálsins. Hann segist ekki vilja leggja mat á hvort lagaheimildir fyrir slíkri rannsókn séu fyrir hendi. „Persónulega myndi ég þó fagna því," sagði Jón Steinar í viðtalinu. 13.7.2007 11:09 Ísland þarfnast ekki Rio Tinto Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir reynslu íslenskra stjórnvalda af fyrirtækinu Rio Tinto ekki góða og telur að Ísland þarfnist ekki fyrirtækisins. Þá segist hann vera vitandi um það slæma orðspor sem fyrirtækið hefur meðal umhverfissina og það hjálpi ekki til með að skapa sátt um náttúruvernd á Íslandi. 13.7.2007 11:05 Enn varað við skemmdum á Þingvallavegi Enn er varað við skemmdum á klæðningu á 1,5 km kafla á Þingvallavegi, við Grafningsvegamót. Bifhjólamenn eru sérstaklega varaðir við skemmdunum og er hraði takmarkaður við 50 km. Einnig eru vegfarendur beðnir um að sýna varúð við akstur um hálendið, sérstaklega við óbrúaðar ár. 13.7.2007 10:34 Mótmæla sölu lúxusíbúða á kostnað aldraðra Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur snúið frá yfirlýstri stefnu sinni að auka þjónustuíbúðir fyrir aldraða að mati fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í borgarstjórn. Þeir mótmæla því harðlega að selja megi íbúðir í Mörkinni til annarra en aldraðra. 13.7.2007 10:09 Fyrsta BMW kraftmílan háð á morgun Farið verður í fyrstu BMW kraftmíluna á kvartmílubrautinni í Kaplahrauni, laugardaginn 14 júlí næstkomandi. Slík kraftmíla hefur ekki verið háð hér á landi áður, og þarna er markmiðið að mynda öruggan og löglegan vettvang fyrir unga ökuþóra. 13.7.2007 10:02 Matvæli dýrust á Íslandi samkvæmt evrópskri könnun Verð á matvælum, áfengi og tóbaki er 61 prósent hærra á Íslandi en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í niðurstöðum evrópskrar könnunar. Verð var næst hæst í Noregi þar sem það mældist 56 prósent yfir meðaltali. Sé skattalækkunin í mars tekin inn í dæmið er verð engu að síður hæst á Íslandi samkvæmt Hagstofunni. 13.7.2007 09:43 Eyþing hefur áhyggjur af atvinnulífi á svæðinu Stjórn Eyþings, Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hefur áhyggjur af þróun atvinnulífs á svæðinu eftir að tilkynnt var um niðurskurð í aflaheimildum á þorski. Stjórnin vill að gripið verði strax til raunhæfra mótvægisaðgerða af hálfu stjórnvalda. 12.7.2007 20:30 Sláttuvélar menga Nýjasta tískuorðið á Íslandi er kolefnisjöfnun og er enginn maður með mönnum nema hann hafi kolefnisjafnað bílinn sinn, sumarfríið sitt og jafnvel sjálfan sig. En það er fleira en bílar og flugferðir sem menga því ein sláttuvél getur mengað á við 40-70 bíla. 12.7.2007 20:19 Laugavegshlaupið á laugardag Laugavegshlaupið verður haldið á laugardaginn kemur og hefst kl. 9. Tæplega 140 keppendur frá 14 löndum eru skráðir þátttakendur þar af 94 Íslendingar. Þetta er næst fjölmennasta hlaupið frá upphafi. Hlaupaleiðin frá Landmannalaugum í Þórsmörk er um 55 km. Stígur er alla leiðina þar sem undirlag er sandur, möl, gras, snjór, ís eða ýmis vöð á vatnsföllum. 12.7.2007 20:17 Ekkert óeðlilegt við ástandið í Austurstræti Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir ekkert óeðlilegt við að enn séu spýtnabrak og hálffullar áfengisflöskur í húsunum sem brunnu við Austurstræti fyrir heilum þremur mánuðum. 12.7.2007 20:04 Óttast að rækjuvinnsla leggist af Aðeins fjórar til fimm rækjuverksmiðjur verða starfandi í landinu eftir að Rammi á Siglufirði hættir starfsemi í haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins óttast að rækjuvinnsla á Íslandi leggist af á næstu árum. Fólkið sem missti vinnuna í gær er í miklu áfalli að sögn formanns verkalýðsfélagsins Vöku. 12.7.2007 19:40 Geysir Green eignast þriðjung í Hitaveitu Suðurnesja Búið er að semja um eignaskiptingu Hitaveitu Suðurnesja og mun Geysir Green Energy eignast þriðjung. Minnihlutinn í Reykjanesbæ fordæmir að Suðurnesjamenn séu gerðir að tilraunadýrum í einkavæðingu orkufyrirtækja og telur að bæjarfélagið sé að verða ofurselt Glitni, kjölfestueiganda Geysis Green. 12.7.2007 19:38 Afbragðsveður það sem af er sumri Veðrið leikur svo sannarlega við landsmenn, sunnan og vestanlands, þessa dagana og ekkert lát virðist vera á sólskinsstundum í bráð. Íslendingar grilluðu, átu, drukku og gerðu sér glaðan dag sem aldrei fyrr í síðasta mánuði. Þessi mikla neyslugleði er meðal annars rakin til góðviðris. 12.7.2007 19:33 Umhverfismat vegna virkjana í neðri Þjórsá, hneyksli að mati jarðfræðings Ingibjörg Elsa Björnsdóttir jarð- og umhverfisfræðingur segir umhverfismat vegna virkjana í neðrihluta Þjórsár hneyksli og skammarlega illa gert. Stefán Thors skipulagsstjóri segir að umhverfismatsferlið vegna virkjananna hafi verið opið og lýðræðislegt og ítarlega fjallað um allar kærur sem bárust. 12.7.2007 19:26 Ríó eignast Straumsvík Stjórn Alcan hefur samþykkt yfirtöku Rio Tinto á félaginu. Álverið í Straumsvík verður þá hluti af stærsta álfyrirtæki heims.Talið er að Alcoa sem reyndi að eignast Alcan muni beina yfirtökukló sinni að Century Aluminium sem á álverið á Grundartanga. 12.7.2007 19:18 Á 115 kílómetra hraða á Sæbraut Lögreglan í Reykjavík tók tuttugu og sjö ökumenn fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Grófasta brotið var framið á Sæbraut en þar mældist bíll á 115 km hraða. 12.7.2007 19:16 Tilraunadýr í einkavæðingu Búið er að semja um eignaskiptingu Hitaveitu Suðurnesja og mun Geysir Green Energy eignast þriðjung. Minnihlutinn í Reykjanesbæ fordæmir að Suðurnesjamenn séu gerðir að tilraunadýrum í einkavæðingu orkufyrirtækja og telur að bæjarfélagið sé að verða ofurselt Glitni, kjölfestueiganda Geysis Green. 12.7.2007 19:13 Ekki talið að Íslendingar tengist málinu Rússnesk kona sem kom til Íslands í vikunni játað í yfirheyrslu að hafa komið til Íslands gagngert til að stunda vændi. Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar tengist málinu. 12.7.2007 18:45 Ber vott um ofstjórnarsamfélag Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir viðbrögð hins opinbera við útiborðum kaffihúsa í höfuðborginni óskiljanleg. Þau beri vott um ofstjórnarsamfélag. Fyrr í vikunni var veitingamanni á Laugavegi gert að fjarlægja aukaborð sem hann setti út í sól og blíðu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að bregðast verði við kvörtunum. 12.7.2007 18:20 Brimborg mun flytja inn bíla með etanolvélum Brimborg hyggst hefja innflutning etanolbíla. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að um tilraunarstarfsemi sé að ræða. Búið sé að panta tvo bíla af gerðinni Volvo og Ford sem væntanlegir séu til landsins í ágúst. 12.7.2007 18:09 Ók ölvaður á Laugarvegi Lögreglan í Reykjavík stöðvaði ölvaðan karlmann á þrítugsaldri við akstur á Laugavegi eftir hádegi í gær. Hann var færður á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa. Við eftirgrennslan kom jafnframt í ljós að maðurinn hafði ekki ökuréttindi. 12.7.2007 17:05 Þyrla sækir tvo brunasjúklinga til Neskaupstaðar Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Gná, lenti fyrir skömmu í Reykjavík með tvo brunasjúklinga. Annar þeirra brenndist illa í morgun þegar kviknaði í bíl hans í Fljótsdal. Hinn, sem er útlendingur, brenndist í gærkvöldi þegar hann steig út í hver við Mývatn. 12.7.2007 16:20 Bráðabirgðarlög um rafkerfi á Keflavíkurflugvelli ekki nauðsynleg Gera mátti nauðsynlegar breytingar á rafkerfi gamla varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli án umdeildrar lagasetningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnurekenda í raf-og tölvuiðnaði. Ríkisstjórnin afgreiddi í síðustu viku sérstök bráðabirgðarlög til að heimila notkun bandarísks rafkerfis. Vinna á endurbótum á rafkerfinu er nú hafin en hún felur meðal annars í sér breytingar á rafmagnsöryggi í samræmi við íslenskar reglur og fyrirmæli Neytendastofu. 12.7.2007 14:53 Magnús Þór ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra og starfandi borgarritari Magnús Þór Gylfason, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra til eins árs. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu borgarstjóra þess efnis. Magnús Þór gegnir starfinu í leyfi Kristínar A. Árnadóttur sem utanríkisráðuneytið hefur ráðið til að leiða framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 12.7.2007 14:49 Gáfu Krabbameinsfélaginu 1,2 milljónir króna Konur úr Lionsklúbbnum Engey í Reykjavík afhentu Krabbameinsfélaginu í morgun 1,2 milljónir króna til kaupa á brjóstaómsjá. Tækinu er ætlað til noktunar við leit að brjóstakrabbameini í leitarstöð Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíði í Reykjavík. Um er ræða peninga sem söfnuðust í styrktartónleikum sem fram fóru í Salnum í Kópavogi í síðastliðnum marsmánuði. 12.7.2007 14:02 Sjóður til styrktar augnlækningum Stofnaður hefur verið sjóður til styrktar augnlækningadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss en tilkynnt var um stofnun sjóðsins í dag. Það er Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga sem stendur á bak við sjóðinn og lagði félagið fram 25 milljónir króna í stofnfé. 12.7.2007 13:52 Notuðu íbúa sem tilraunadýr við einkavæðingu orkufyrirtækjanna Minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar gagnrýnir meirihluta sjálfstæðismanna harðlega í yfirlýsingu í tilefni samkomulags um Hitaveitu Suðurnesja. Að sögn minnihlutans var ekkert samráð haft við þá í sölu- og samningaferlinu og telja þeir sjálfstæðismenn hafa notað íbúa sveitarfélagsins sem tilraunadýr við einkavæðingu orkufyrirtækjanna. 12.7.2007 13:15 Vilja að stjórnvöld kanni óeðlilegar verðhækkanir á matvælum Neytendasamtökin vilja að stjórnvöld kanni hvað valdi óeðlilegum verðhækkunum hjá matvöruverslunum. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að niðurstaða könnunar verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands valdi miklum vonbrigðum. 12.7.2007 12:36 Neyslugleðin náði hámarki í júnímánuði Íslendingar grilluðu, átu, drukku og gerðu sér glaðan dag sem aldrei fyrr í síðasta mánuði og er þessi mikla neyslugleði meðal annars rakin til góðviðris. 12.7.2007 12:31 Ólympíumeistarinn á meðal alþjóðlegra afrekshlaupara í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis Stefano Baldini, sigurvegari í maraþonhlaupi karla á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004, verður meðal keppenda í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis þann 18. ágúst næstkomandi. Baldini sigraði einnig í Evrópumeistaramótinu í Gautaborg árið 2006. Hann gerir ráð fyrir að hlaupa hálft maraþon hér á landi að þessu sinni. 12.7.2007 12:30 Vændiskona játaði Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar hafi átt þátt í að flytja rússneks konu hingað til lands í þeim tilgangi að stunda vændi. Konan hefur játað að hafa komið hingað til lands til að selja blíðu sína. Henni verður ekki vísað úr landi og ólíklegt er talið að hún verði kærð. 12.7.2007 12:29 Afkoma íslenskra fyrirtækja batnaði á árunum 2004 til 2005 Afkoma íslenskra fyrirtækja batnaði á milli áranna 2004 til 2005 samkvæmt samantekt Hagstofunnar á ársreikningum fyrirtækja. Árið 2005 nam rekstrarhagnaður fyrirtækjanna 14,7 prósentum af tekjum en árið áður var hann 10,7 prósent. 12.7.2007 11:52 Sýknaðir af ákæru um innflutningi á kókaíni Tveir menn sem ákærðir voru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni voru sýknaðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Um var að ræða 3,8 kíló af kókaíni sem fundust í miðstöðvarkæli bifreiðar sem flutt var til landsins á síðasta ári. 12.7.2007 11:31 Bæjarráð Hafnarfjarðar og Reykjnesbæjar samþykkja samning um HS Bæjarráð Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar samþykktu í morgun eighnarhaldsskiptingu á Hitaveitu Suðurnesja, sem samningamenn lögðu grundvöll að í gær. Hlutur Reykjanesbæjar verður 35 %, eða ráðandi, hlutur Geysis Green Energy 32 % og hlutur Orkuveitu Reykjavíkur 32 %. Skiptingin miðar við að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki að selja Orkuveitunni sinn hlut fyrir átta milljarða króna. 12.7.2007 10:12 Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar veitir milljón króna styrk Harpa Þorvaldsdóttir, mezzosópran hlýtur einnar milljón króna styrk úr Söngmenntasjóði Marinós Péturssonar. Sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til efnilegs söngfólks til framhaldsnáms erlendis. Auglýst var eftir styrkhöfum fyrir árið í ár og bárust 15 umsóknir. 12.7.2007 10:02 Staða íslenskukennslu erlendis ótrygg Staða íslenskukennslu í erlendum háskólum er víða ótrygg og svo gæti farið að sumir háskólar hætti að bjóða upp á hana. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Samtaka sendikennara í íslensku erlendis. Þeir skora á íslensk stjórnvöld og aðra velunnara íslensks máls að leggja sitt af mörkum til eflingar íslenskukennslu erlendis. 12.7.2007 09:24 Rússneska vændiskonan braut engin lög Athæfi vændiskonunnar sem bauð blíðu sína fala á Hótel Nordica í gær er löglegt eftir breytingar á hegningalögum frá því í vor. Alþingismennirnir Sigurður Kári Kristjánsson og Katrín Jakobsdóttir rökræddu um ágæti þessara laga í Íslandi í dag. 11.7.2007 20:16 Hrefnuveiðibátar á miðin á ný Hrefnuveiðibátur hélt út frá Akranesi kl. 15 í dag og að öllum líkindum mun annar fara frá Ísafirði á morgun. Ágætlega gengur að selja kjötið á Íslandsmarkaði að sögn formanns Hrefnuveiðibáta ehf. 11.7.2007 20:00 Sjá næstu 50 fréttir
Slasaður eftir stökk af hótelsvölum í sveppavímu 19 ára gamall íslenskur ferðamaður brotnaði á báðum fótum í Amsterdam um síðustu helgi, þegar hann stökk fram af svölum af annarri hæð hótels undir áhrifum ferskra ofskynjunarsveppa. Pilturinn er með gifs á báðum fótum. 13.7.2007 13:18
Vill að ríkið hætti við sölu á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja Málefni Hitaveitu Suðurnesja hefur ekki fengið lýðræðislega meðferð hvorki af hálfu Alþingis eða viðkomandi sveitarfélaga að mati Jóns Bjarnasonar, þingmanns Vinstri grænna. Hann segir það aldrei hafa staðið til að Hitaveita Suðurnesja yrði einkavædd þegar málið kom til kasta Alþingis á sínum tíma og krefst þess að ríkið hætti við sölu hlutar síns í hitaveitunni. 13.7.2007 13:01
Samstarf til að auka notkun korta Landmælingar Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa gert með sér samkomulag um aukið samstarf til að auka notkun korta og annarra landupplýsinga. Samkomulagið var undirritað í dag. 13.7.2007 12:17
Séra Hjálmar eini umsækandinn um embætti sóknarprests Dómkirkjuprestakalls Séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, var eini umsækjandinn um embætti sóknarprests Dómkirkjuprestakalls í Reykjavíkuprófastdæmi vestra. Umsóknarfrestur rann út 10. júlí síðastliðinn en það kirkjumálaráðherra sem veitir embættið að fenginni umsögn valnefndar. Embættið er veitt frá 1. október næstkomandi. 13.7.2007 12:10
Fljúgandi asparfræ áberandi víða á landinu Siðustu daga hafa fljúgandi asparfræ verið áberandi víða á landinu. Nú er grasfrjókornatímabilið hálfnað, en það hófst óvenju snemma í ár. Í júní var magn frjókorna í lofti einnig óvenjumikið suma daga. Mikill erill er hjá ofnæmislæknum og er fjöldi sjúklinga mjög illa haldinn. Yfirgnæfandi hluti þeirra er með grasfrjókornaofnæmi. 13.7.2007 12:05
Hornhimnubanka komið á fót á augnlækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss innan skamms Svokölluðum hornhimnubanka verður komið á fót á augnlækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss innan skamms. Þannig munu íslendingar eiga meiri möguleika en áður á að fá betri sjón. 13.7.2007 11:57
Góð veiði í Elliðaánum Alls veiddust 23 laxar í Elliðaánum í gær þrátt fyrir óhagstætt veðurfar. Fiskurinn þykir fallegur og vel haldinn. 13.7.2007 11:45
Jón Steinar myndi fagna opinberri rannsókn á upphafi Baugsmálsins Í viðtali sem birtist við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í Viðskiptablaðinu í dag, segist hann telja eðlilegt ef gerð yrði opinber rannsókn á upphafi Baugsmálsins. Hann segist ekki vilja leggja mat á hvort lagaheimildir fyrir slíkri rannsókn séu fyrir hendi. „Persónulega myndi ég þó fagna því," sagði Jón Steinar í viðtalinu. 13.7.2007 11:09
Ísland þarfnast ekki Rio Tinto Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir reynslu íslenskra stjórnvalda af fyrirtækinu Rio Tinto ekki góða og telur að Ísland þarfnist ekki fyrirtækisins. Þá segist hann vera vitandi um það slæma orðspor sem fyrirtækið hefur meðal umhverfissina og það hjálpi ekki til með að skapa sátt um náttúruvernd á Íslandi. 13.7.2007 11:05
Enn varað við skemmdum á Þingvallavegi Enn er varað við skemmdum á klæðningu á 1,5 km kafla á Þingvallavegi, við Grafningsvegamót. Bifhjólamenn eru sérstaklega varaðir við skemmdunum og er hraði takmarkaður við 50 km. Einnig eru vegfarendur beðnir um að sýna varúð við akstur um hálendið, sérstaklega við óbrúaðar ár. 13.7.2007 10:34
Mótmæla sölu lúxusíbúða á kostnað aldraðra Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur snúið frá yfirlýstri stefnu sinni að auka þjónustuíbúðir fyrir aldraða að mati fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í borgarstjórn. Þeir mótmæla því harðlega að selja megi íbúðir í Mörkinni til annarra en aldraðra. 13.7.2007 10:09
Fyrsta BMW kraftmílan háð á morgun Farið verður í fyrstu BMW kraftmíluna á kvartmílubrautinni í Kaplahrauni, laugardaginn 14 júlí næstkomandi. Slík kraftmíla hefur ekki verið háð hér á landi áður, og þarna er markmiðið að mynda öruggan og löglegan vettvang fyrir unga ökuþóra. 13.7.2007 10:02
Matvæli dýrust á Íslandi samkvæmt evrópskri könnun Verð á matvælum, áfengi og tóbaki er 61 prósent hærra á Íslandi en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í niðurstöðum evrópskrar könnunar. Verð var næst hæst í Noregi þar sem það mældist 56 prósent yfir meðaltali. Sé skattalækkunin í mars tekin inn í dæmið er verð engu að síður hæst á Íslandi samkvæmt Hagstofunni. 13.7.2007 09:43
Eyþing hefur áhyggjur af atvinnulífi á svæðinu Stjórn Eyþings, Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hefur áhyggjur af þróun atvinnulífs á svæðinu eftir að tilkynnt var um niðurskurð í aflaheimildum á þorski. Stjórnin vill að gripið verði strax til raunhæfra mótvægisaðgerða af hálfu stjórnvalda. 12.7.2007 20:30
Sláttuvélar menga Nýjasta tískuorðið á Íslandi er kolefnisjöfnun og er enginn maður með mönnum nema hann hafi kolefnisjafnað bílinn sinn, sumarfríið sitt og jafnvel sjálfan sig. En það er fleira en bílar og flugferðir sem menga því ein sláttuvél getur mengað á við 40-70 bíla. 12.7.2007 20:19
Laugavegshlaupið á laugardag Laugavegshlaupið verður haldið á laugardaginn kemur og hefst kl. 9. Tæplega 140 keppendur frá 14 löndum eru skráðir þátttakendur þar af 94 Íslendingar. Þetta er næst fjölmennasta hlaupið frá upphafi. Hlaupaleiðin frá Landmannalaugum í Þórsmörk er um 55 km. Stígur er alla leiðina þar sem undirlag er sandur, möl, gras, snjór, ís eða ýmis vöð á vatnsföllum. 12.7.2007 20:17
Ekkert óeðlilegt við ástandið í Austurstræti Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir ekkert óeðlilegt við að enn séu spýtnabrak og hálffullar áfengisflöskur í húsunum sem brunnu við Austurstræti fyrir heilum þremur mánuðum. 12.7.2007 20:04
Óttast að rækjuvinnsla leggist af Aðeins fjórar til fimm rækjuverksmiðjur verða starfandi í landinu eftir að Rammi á Siglufirði hættir starfsemi í haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins óttast að rækjuvinnsla á Íslandi leggist af á næstu árum. Fólkið sem missti vinnuna í gær er í miklu áfalli að sögn formanns verkalýðsfélagsins Vöku. 12.7.2007 19:40
Geysir Green eignast þriðjung í Hitaveitu Suðurnesja Búið er að semja um eignaskiptingu Hitaveitu Suðurnesja og mun Geysir Green Energy eignast þriðjung. Minnihlutinn í Reykjanesbæ fordæmir að Suðurnesjamenn séu gerðir að tilraunadýrum í einkavæðingu orkufyrirtækja og telur að bæjarfélagið sé að verða ofurselt Glitni, kjölfestueiganda Geysis Green. 12.7.2007 19:38
Afbragðsveður það sem af er sumri Veðrið leikur svo sannarlega við landsmenn, sunnan og vestanlands, þessa dagana og ekkert lát virðist vera á sólskinsstundum í bráð. Íslendingar grilluðu, átu, drukku og gerðu sér glaðan dag sem aldrei fyrr í síðasta mánuði. Þessi mikla neyslugleði er meðal annars rakin til góðviðris. 12.7.2007 19:33
Umhverfismat vegna virkjana í neðri Þjórsá, hneyksli að mati jarðfræðings Ingibjörg Elsa Björnsdóttir jarð- og umhverfisfræðingur segir umhverfismat vegna virkjana í neðrihluta Þjórsár hneyksli og skammarlega illa gert. Stefán Thors skipulagsstjóri segir að umhverfismatsferlið vegna virkjananna hafi verið opið og lýðræðislegt og ítarlega fjallað um allar kærur sem bárust. 12.7.2007 19:26
Ríó eignast Straumsvík Stjórn Alcan hefur samþykkt yfirtöku Rio Tinto á félaginu. Álverið í Straumsvík verður þá hluti af stærsta álfyrirtæki heims.Talið er að Alcoa sem reyndi að eignast Alcan muni beina yfirtökukló sinni að Century Aluminium sem á álverið á Grundartanga. 12.7.2007 19:18
Á 115 kílómetra hraða á Sæbraut Lögreglan í Reykjavík tók tuttugu og sjö ökumenn fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Grófasta brotið var framið á Sæbraut en þar mældist bíll á 115 km hraða. 12.7.2007 19:16
Tilraunadýr í einkavæðingu Búið er að semja um eignaskiptingu Hitaveitu Suðurnesja og mun Geysir Green Energy eignast þriðjung. Minnihlutinn í Reykjanesbæ fordæmir að Suðurnesjamenn séu gerðir að tilraunadýrum í einkavæðingu orkufyrirtækja og telur að bæjarfélagið sé að verða ofurselt Glitni, kjölfestueiganda Geysis Green. 12.7.2007 19:13
Ekki talið að Íslendingar tengist málinu Rússnesk kona sem kom til Íslands í vikunni játað í yfirheyrslu að hafa komið til Íslands gagngert til að stunda vændi. Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar tengist málinu. 12.7.2007 18:45
Ber vott um ofstjórnarsamfélag Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir viðbrögð hins opinbera við útiborðum kaffihúsa í höfuðborginni óskiljanleg. Þau beri vott um ofstjórnarsamfélag. Fyrr í vikunni var veitingamanni á Laugavegi gert að fjarlægja aukaborð sem hann setti út í sól og blíðu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að bregðast verði við kvörtunum. 12.7.2007 18:20
Brimborg mun flytja inn bíla með etanolvélum Brimborg hyggst hefja innflutning etanolbíla. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að um tilraunarstarfsemi sé að ræða. Búið sé að panta tvo bíla af gerðinni Volvo og Ford sem væntanlegir séu til landsins í ágúst. 12.7.2007 18:09
Ók ölvaður á Laugarvegi Lögreglan í Reykjavík stöðvaði ölvaðan karlmann á þrítugsaldri við akstur á Laugavegi eftir hádegi í gær. Hann var færður á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa. Við eftirgrennslan kom jafnframt í ljós að maðurinn hafði ekki ökuréttindi. 12.7.2007 17:05
Þyrla sækir tvo brunasjúklinga til Neskaupstaðar Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Gná, lenti fyrir skömmu í Reykjavík með tvo brunasjúklinga. Annar þeirra brenndist illa í morgun þegar kviknaði í bíl hans í Fljótsdal. Hinn, sem er útlendingur, brenndist í gærkvöldi þegar hann steig út í hver við Mývatn. 12.7.2007 16:20
Bráðabirgðarlög um rafkerfi á Keflavíkurflugvelli ekki nauðsynleg Gera mátti nauðsynlegar breytingar á rafkerfi gamla varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli án umdeildrar lagasetningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnurekenda í raf-og tölvuiðnaði. Ríkisstjórnin afgreiddi í síðustu viku sérstök bráðabirgðarlög til að heimila notkun bandarísks rafkerfis. Vinna á endurbótum á rafkerfinu er nú hafin en hún felur meðal annars í sér breytingar á rafmagnsöryggi í samræmi við íslenskar reglur og fyrirmæli Neytendastofu. 12.7.2007 14:53
Magnús Þór ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra og starfandi borgarritari Magnús Þór Gylfason, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra til eins árs. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu borgarstjóra þess efnis. Magnús Þór gegnir starfinu í leyfi Kristínar A. Árnadóttur sem utanríkisráðuneytið hefur ráðið til að leiða framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 12.7.2007 14:49
Gáfu Krabbameinsfélaginu 1,2 milljónir króna Konur úr Lionsklúbbnum Engey í Reykjavík afhentu Krabbameinsfélaginu í morgun 1,2 milljónir króna til kaupa á brjóstaómsjá. Tækinu er ætlað til noktunar við leit að brjóstakrabbameini í leitarstöð Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíði í Reykjavík. Um er ræða peninga sem söfnuðust í styrktartónleikum sem fram fóru í Salnum í Kópavogi í síðastliðnum marsmánuði. 12.7.2007 14:02
Sjóður til styrktar augnlækningum Stofnaður hefur verið sjóður til styrktar augnlækningadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss en tilkynnt var um stofnun sjóðsins í dag. Það er Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga sem stendur á bak við sjóðinn og lagði félagið fram 25 milljónir króna í stofnfé. 12.7.2007 13:52
Notuðu íbúa sem tilraunadýr við einkavæðingu orkufyrirtækjanna Minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar gagnrýnir meirihluta sjálfstæðismanna harðlega í yfirlýsingu í tilefni samkomulags um Hitaveitu Suðurnesja. Að sögn minnihlutans var ekkert samráð haft við þá í sölu- og samningaferlinu og telja þeir sjálfstæðismenn hafa notað íbúa sveitarfélagsins sem tilraunadýr við einkavæðingu orkufyrirtækjanna. 12.7.2007 13:15
Vilja að stjórnvöld kanni óeðlilegar verðhækkanir á matvælum Neytendasamtökin vilja að stjórnvöld kanni hvað valdi óeðlilegum verðhækkunum hjá matvöruverslunum. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að niðurstaða könnunar verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands valdi miklum vonbrigðum. 12.7.2007 12:36
Neyslugleðin náði hámarki í júnímánuði Íslendingar grilluðu, átu, drukku og gerðu sér glaðan dag sem aldrei fyrr í síðasta mánuði og er þessi mikla neyslugleði meðal annars rakin til góðviðris. 12.7.2007 12:31
Ólympíumeistarinn á meðal alþjóðlegra afrekshlaupara í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis Stefano Baldini, sigurvegari í maraþonhlaupi karla á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004, verður meðal keppenda í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis þann 18. ágúst næstkomandi. Baldini sigraði einnig í Evrópumeistaramótinu í Gautaborg árið 2006. Hann gerir ráð fyrir að hlaupa hálft maraþon hér á landi að þessu sinni. 12.7.2007 12:30
Vændiskona játaði Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar hafi átt þátt í að flytja rússneks konu hingað til lands í þeim tilgangi að stunda vændi. Konan hefur játað að hafa komið hingað til lands til að selja blíðu sína. Henni verður ekki vísað úr landi og ólíklegt er talið að hún verði kærð. 12.7.2007 12:29
Afkoma íslenskra fyrirtækja batnaði á árunum 2004 til 2005 Afkoma íslenskra fyrirtækja batnaði á milli áranna 2004 til 2005 samkvæmt samantekt Hagstofunnar á ársreikningum fyrirtækja. Árið 2005 nam rekstrarhagnaður fyrirtækjanna 14,7 prósentum af tekjum en árið áður var hann 10,7 prósent. 12.7.2007 11:52
Sýknaðir af ákæru um innflutningi á kókaíni Tveir menn sem ákærðir voru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni voru sýknaðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Um var að ræða 3,8 kíló af kókaíni sem fundust í miðstöðvarkæli bifreiðar sem flutt var til landsins á síðasta ári. 12.7.2007 11:31
Bæjarráð Hafnarfjarðar og Reykjnesbæjar samþykkja samning um HS Bæjarráð Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar samþykktu í morgun eighnarhaldsskiptingu á Hitaveitu Suðurnesja, sem samningamenn lögðu grundvöll að í gær. Hlutur Reykjanesbæjar verður 35 %, eða ráðandi, hlutur Geysis Green Energy 32 % og hlutur Orkuveitu Reykjavíkur 32 %. Skiptingin miðar við að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki að selja Orkuveitunni sinn hlut fyrir átta milljarða króna. 12.7.2007 10:12
Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar veitir milljón króna styrk Harpa Þorvaldsdóttir, mezzosópran hlýtur einnar milljón króna styrk úr Söngmenntasjóði Marinós Péturssonar. Sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til efnilegs söngfólks til framhaldsnáms erlendis. Auglýst var eftir styrkhöfum fyrir árið í ár og bárust 15 umsóknir. 12.7.2007 10:02
Staða íslenskukennslu erlendis ótrygg Staða íslenskukennslu í erlendum háskólum er víða ótrygg og svo gæti farið að sumir háskólar hætti að bjóða upp á hana. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Samtaka sendikennara í íslensku erlendis. Þeir skora á íslensk stjórnvöld og aðra velunnara íslensks máls að leggja sitt af mörkum til eflingar íslenskukennslu erlendis. 12.7.2007 09:24
Rússneska vændiskonan braut engin lög Athæfi vændiskonunnar sem bauð blíðu sína fala á Hótel Nordica í gær er löglegt eftir breytingar á hegningalögum frá því í vor. Alþingismennirnir Sigurður Kári Kristjánsson og Katrín Jakobsdóttir rökræddu um ágæti þessara laga í Íslandi í dag. 11.7.2007 20:16
Hrefnuveiðibátar á miðin á ný Hrefnuveiðibátur hélt út frá Akranesi kl. 15 í dag og að öllum líkindum mun annar fara frá Ísafirði á morgun. Ágætlega gengur að selja kjötið á Íslandsmarkaði að sögn formanns Hrefnuveiðibáta ehf. 11.7.2007 20:00