Innlent

Geir gengur á fund forsetans í fyrramálið

Frá fundi Ólafs Ragnars Grímssonar og Geirs H. Haarde á Bessastöðum á föstudag.
Frá fundi Ólafs Ragnars Grímssonar og Geirs H. Haarde á Bessastöðum á föstudag. MYND/Pjetur

Fundur hefur verið boðaður á Bessastöðum á morgun klukkan hálftíu en þá mun Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forsetans. Ekki er tilgreint hvað verði rætt á fundinum en reikna má með að Geir tilkynni forsetanum að hann hafi myndað ríkisstjórn.

Ólafur Ragnar fól Geir umboð til viðræðna við Samfylkinguna um myndun ríkisstjórnar á föstudaginn var og taldi þá æskilegt að viðræðurnar tækju ekki lengri tíma en viku til tíu daga. Reiknað er með að tilkynnt verði um það í kvöld hverjir sitji í þessari ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×