„Hélt að þeir myndu drepa vin minn“ Höskuldur Kári Schram skrifar 22. maí 2007 11:17 Ísraelskir hermenn í Hebron. MYND/AFP Sjálfboðaliði á vegum Félagsins Ísland-Palestína varð fyrir árás hóps ísraelskra ungmenna á götum borgarinnar Hebron í Ísrael í fyrradag. Spörkuðu þeir meðal annars í maga hennar og köstuðu grjóthnullungi í höfuðið á öðrum grískum sjálfboðaliða. „Við vorum að reyna róa niður hóp ísraelskra ungmenna sem voru að veitast að palestínskum krökkum," sagði Ortrud Gessler Guðnason, sjálfboðaliði, í samtali við Vísi. „Palestínsku krakkarnir komust í burtu en þá fóru Ísraelarnir að atast í okkur." Ortrud er þýskur ríkisborgari en hún hefur verið búsett um nokkurt skeið á Íslandi. Ortrud hefur starfað við mannúðarmál í Hebron í Ísrael síðustu vikur á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Ortrud var í félagi með grískum sjálfboðaliða þegar árásin átti sér stað. Hún segir ísraelsku ungmennin hafa elt sig og félaga sinn í nokkurn tíma áður en þeir létu til skara skríða. „Þeir byrjuðu að lemja okkur. Svo köstuðu þeir grjóthnullingi í höfuðið á félaga mínum þannig að hann féll í jörðina. Þegar ég reyndi að hjálpa honum réðust þeir á mig og spörkuðu í mig." Ortrud og félagi hennar komust að lokum undan við illan leik en leggja þurfti gríska sjálfboðaliðann inn á sjúkrahús vegna þeirra áverka sem hann hlaut. Hann hefur nú verið útskrifaður af spítalanum. Ortrud er illa marin eftir átökin en slapp að öðru leyti vel. Ortrud segir að á meðan á árásinni stóð hafi hún óttast um líf félaga síns. Hún segist þó ekki ætla að leggja árar í bát og fara heim. „Ég var mjög hrædd um að þeir myndu drepa vin minn. Ég ætla hins vegar ekki að fara heim heldur klára þær vikur sem ég á eftir hér." Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Sjálfboðaliði á vegum Félagsins Ísland-Palestína varð fyrir árás hóps ísraelskra ungmenna á götum borgarinnar Hebron í Ísrael í fyrradag. Spörkuðu þeir meðal annars í maga hennar og köstuðu grjóthnullungi í höfuðið á öðrum grískum sjálfboðaliða. „Við vorum að reyna róa niður hóp ísraelskra ungmenna sem voru að veitast að palestínskum krökkum," sagði Ortrud Gessler Guðnason, sjálfboðaliði, í samtali við Vísi. „Palestínsku krakkarnir komust í burtu en þá fóru Ísraelarnir að atast í okkur." Ortrud er þýskur ríkisborgari en hún hefur verið búsett um nokkurt skeið á Íslandi. Ortrud hefur starfað við mannúðarmál í Hebron í Ísrael síðustu vikur á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Ortrud var í félagi með grískum sjálfboðaliða þegar árásin átti sér stað. Hún segir ísraelsku ungmennin hafa elt sig og félaga sinn í nokkurn tíma áður en þeir létu til skara skríða. „Þeir byrjuðu að lemja okkur. Svo köstuðu þeir grjóthnullingi í höfuðið á félaga mínum þannig að hann féll í jörðina. Þegar ég reyndi að hjálpa honum réðust þeir á mig og spörkuðu í mig." Ortrud og félagi hennar komust að lokum undan við illan leik en leggja þurfti gríska sjálfboðaliðann inn á sjúkrahús vegna þeirra áverka sem hann hlaut. Hann hefur nú verið útskrifaður af spítalanum. Ortrud er illa marin eftir átökin en slapp að öðru leyti vel. Ortrud segir að á meðan á árásinni stóð hafi hún óttast um líf félaga síns. Hún segist þó ekki ætla að leggja árar í bát og fara heim. „Ég var mjög hrædd um að þeir myndu drepa vin minn. Ég ætla hins vegar ekki að fara heim heldur klára þær vikur sem ég á eftir hér."
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira