Innlent

Geir fundar með einstökum þingmönnum fram undir kvöldmat

Guðfinna Bjarnadóttir fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag.
Guðfinna Bjarnadóttir fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. MYND/Stöð 2

Búist er við því að Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, verði fram undir kvöldmat að ræða við þingmenn flokksins og kynna þeim nýgerða stefnuyfirlýsingu flokksins og Samfylkingarinnar.

Geir hefur verið í Ráðherrabústaðnum frá klukkan níu í morgun og rætt við þingmenn. Meðal þeirra sem komið hafa á fund hans eftir hádegið eru Guðfinna Bjarnadóttir, Birgir Ármannsson, Pétur Blöndal og Björk Guðjónsdóttir. Alls eru 24 þingmenn í þingliði sjálfstæðismanna utan Geirs og hefur Geir rætt við hvern og einn í um 20 mínútur.

Eins og greint hefur verið frá kemur svo flokksráð Sjálfstæðisflokksins saman til fundar í Valhöll klukkan sjö í kvöld þar sem stefnuyfirlýsingin verður kynnt. Þar á eftir fundar þingflokkurinn í heild sinni. Búist er við því að eftir þann fund verði greint frá því hverjir sitji í ríkisstjórn fyrir hönd sjálfstæðismanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×