Sýknaður af óspektum vegna breytts tíðaranda 22. maí 2007 11:00 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað karlmann af ákæru um að hafa verið ölvaður og valdið óspektum, hættu og hneykslan á almannafæri á þeim grundvelli að viðhorf til drykkjskapar og óspekta sé allt annað nú en það var þegar lögreglusamþykkt sem snýr að málinu var gerð. Maðurinn var að skemmta sér í Ingólfskaffi í Ölfusi í fyrrahaust en var vísað út vegna ölvunar. Hann mun svo hafa fallið á andlitið og brotið tönn þannig að hann var alblóðugur í framan. Var honum gefið að sök að hafa skyrpt blóði í allar áttir og haft uppi hótanir um slagsmál ásamt því að neita að greina lögreglu frá nafni sínu og ítrekað neitað að hlýða fyrirmælum dyravarða og síðar lögreglu um að hverfa frá. Í niðurstöðu dómsins er talið sannað að maðurinn hafi verið ölvaður en bent á að ekki sé refisvert að vera ölvaður á almannafæri. Í Ingólfshöll séu haldnir stórir dansleikir og áfengi haft um hönd og í slíkum tilvikum skapist oft þær aðstæður að lögregla og dyraverðir verði að halda uppi lögum og reglu. Þá megi alltaf búast við því við dansleikjahald að gestir sýni annarlega hegðun og öfgafulla framkomu eftir að hafa neytt áfengis. Enn fremur er vísað til lögreglusamþykktar Árnessýslu og bent á að hún sé 68 ára gömul. Tíðarandinn þegar hún var sett hafi verið allt annar en nú og viðhorf til drykkjuskapar og óspekta allt annað en það er í dag. Fyrir tæpum 70 árum hafi heyrt til undantekninga og var eftir tekið ef menn neyttu áfengis í óhófi.Taldi dómurinn að ekki væri komin fram full sönnun þess að maðurinn hefði með þeim hótunum og skyrpingum valdið hættu eða hneykslan á almannafæri. „Ljóst er að menn geta búist við óæskilegri hegðan manna þar sem almenn drykkja fer fram og veldur sú hegðun minni hneykslan en hlytist af sömu hegðan t.d. við kirkjuhald eða þar sem ekki er reiknað með drukknu fólki. Að þessu virtu þykir ekki lögfull sönnun fram komin að sú háttsemi sem lýst er í ákæru hafi valdið hættu eða hneykslan á þeim stað og þeirri stundu sem um ræðir," segir í dómnum. Var maðurinn því sýknaður af ákæru um að hafa valdið hættu og hneykslan.Hann var hins vegar sektaður um 20 þúsund krónur fyrir að neita að gefa lögreglu upp nafn sitt við handtöku og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað karlmann af ákæru um að hafa verið ölvaður og valdið óspektum, hættu og hneykslan á almannafæri á þeim grundvelli að viðhorf til drykkjskapar og óspekta sé allt annað nú en það var þegar lögreglusamþykkt sem snýr að málinu var gerð. Maðurinn var að skemmta sér í Ingólfskaffi í Ölfusi í fyrrahaust en var vísað út vegna ölvunar. Hann mun svo hafa fallið á andlitið og brotið tönn þannig að hann var alblóðugur í framan. Var honum gefið að sök að hafa skyrpt blóði í allar áttir og haft uppi hótanir um slagsmál ásamt því að neita að greina lögreglu frá nafni sínu og ítrekað neitað að hlýða fyrirmælum dyravarða og síðar lögreglu um að hverfa frá. Í niðurstöðu dómsins er talið sannað að maðurinn hafi verið ölvaður en bent á að ekki sé refisvert að vera ölvaður á almannafæri. Í Ingólfshöll séu haldnir stórir dansleikir og áfengi haft um hönd og í slíkum tilvikum skapist oft þær aðstæður að lögregla og dyraverðir verði að halda uppi lögum og reglu. Þá megi alltaf búast við því við dansleikjahald að gestir sýni annarlega hegðun og öfgafulla framkomu eftir að hafa neytt áfengis. Enn fremur er vísað til lögreglusamþykktar Árnessýslu og bent á að hún sé 68 ára gömul. Tíðarandinn þegar hún var sett hafi verið allt annar en nú og viðhorf til drykkjuskapar og óspekta allt annað en það er í dag. Fyrir tæpum 70 árum hafi heyrt til undantekninga og var eftir tekið ef menn neyttu áfengis í óhófi.Taldi dómurinn að ekki væri komin fram full sönnun þess að maðurinn hefði með þeim hótunum og skyrpingum valdið hættu eða hneykslan á almannafæri. „Ljóst er að menn geta búist við óæskilegri hegðan manna þar sem almenn drykkja fer fram og veldur sú hegðun minni hneykslan en hlytist af sömu hegðan t.d. við kirkjuhald eða þar sem ekki er reiknað með drukknu fólki. Að þessu virtu þykir ekki lögfull sönnun fram komin að sú háttsemi sem lýst er í ákæru hafi valdið hættu eða hneykslan á þeim stað og þeirri stundu sem um ræðir," segir í dómnum. Var maðurinn því sýknaður af ákæru um að hafa valdið hættu og hneykslan.Hann var hins vegar sektaður um 20 þúsund krónur fyrir að neita að gefa lögreglu upp nafn sitt við handtöku og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira