Innlent

Fékk skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela jakka

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra. MYND/365

Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela jakka úr verslun á Akureyri. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin.

Það var í febrúarmánuði síðastliðnum að maðurin var stöðvaður fyrir utan verslunina Víking á Akureyri. Hafði hann þá stolið jakka að verðmæti 8.900 krónum. Maðurinn játaði sekt sína við yfirheyrslu.

Samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra hefur maðurinn fimm sinnum áður sætt refsingu fyrir brot á umferðar-, fíkniefna- og almennum hegningarlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×