Innlent

Siv boðar harða stjórnarandstöðu Framsóknar

MYND/Hari
Siv Friðleifsdóttir, fráfarandi heilbrigðisráðherra, var kjörin þingflokksformaður Framsóknarflokksins á fundi þingflokksins í morgun. Hún boðar harða stjórnarandstöðu Framsóknarflokks gegn því sem hún kallar frjálshyggjustjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

Siv vildi ekkert segja til um það hvort Jón Sigurðsson yrði áfram formaður Framsóknarflokksins en samkvæmt heimildum Íslands í dag og fréttastofu Útvarps hefur hann tilkynnt nánustu samstarfsmönnum sínum að hann ætli að hætta. Sagði Siv að málið hefði ekki verið rætt á þingflokksfundinum.

Hún sagði að Framsóknarflokkurinn myndi veita harða stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu enda væru framsóknarmenn minnugir þess í hversu slæmu ástandi velferðarkerfið var þegar þessi stjórnmálöfl skildu við eftir síðasta stjórnarsamstarf þeirra. Þessi ríkisstjórn sem nú væri að taka við væri frjálshyggjustjórn og Framsóknarflokkurinn myndi standa fast í fæturna á móti henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×