Fleiri fréttir Grímseyjarferjan komin í gang eftir vélarbilun Grímseyjarferjan Sæfari hefur hafið áætlunarsliglingar á ný eftir bilun og er að leggjast að bryggju í Grímsey þessa stundina í fyrsta sinn í tæpar þrjár vikur. Siglingar hennar hafa legið niðri vegna vélarbilunar og hefur það valdið Grímseyingum margvíslegum vandræðum. 21.5.2007 13:38 Bátur og kvóti seldur frá Kambi til Dalvíkur Fullyrt er á vef Bæjarins besta á Ísafirði að búið sé að selja bátinn Friðfinn ásamt 100 tonna kvóta til Dalvíkur en hvort tveggja var áður í eigu Kambs á Flateyri. 21.5.2007 13:30 Harmar óábyrgan fréttaflutning af Tónlist.is Framkvæmdastjóri vefsíðunnar Tónlist.is vísar því á bug að ekki séu greidd stefgjöld vegna sölu á tónlist á vefsíðunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá framkvæmdastjóranum. Hann boðar ennfremur breytt fyrirkomulag í tengslum við stjörnugöf á vefnum. 21.5.2007 13:15 Kalt í kortunum Útlit er fyrir köldu veðri næstu daga og fram yfir Hvítasunnuhelgi með slyddu á köflum. Snjór féll víða á landinu í morgun og Esjan var alhvít þegar borgarbúar risu úr rekkju. Ekki er óvenjulegt að snjór falli á þessum árstíma. 21.5.2007 13:00 Eldur frá gasgrilli læsti sig í verönd Mikill eldur kom upp í gasgrilli sem stóð á verönd sumarbústaðar í Úthlíð á Suðurlandi um helgina. Verið var að grilla þegar eldurinn blossaði upp og telur lögregla á Selfossi hugsanlegt að þrýstijafnari við gaskútinn hafi gefið sig og gasið streymt óhindrað inn á grillið þannig að af varð mikið bál. 21.5.2007 12:42 Skora á nýja ríkisstjórn að vernda Jökulsárnar í Skagafirði Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði hvetur verðandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar til að beita sér fyrir verndun ánna. 21.5.2007 12:31 Snjókoma og hálka kom ökumönnum í opna skjöldu Snjókoma og hálka suðvestanlands í nótt kom ökumönnum í opna skjöldu og munaði minnstu að alvarleg slys hlytust af. 21.5.2007 12:16 Þingmenn frekar óþægir í stórum meirihlutastjórnum Einar K. Guðfinnsson telur að sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum geti orðið öflug en hefur ekki hugmynd um hvort hann verði ráðherra í henni. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir líklegra að einstakir þingmenn verði óþekkir í stjórn með stóran meirihluta en í stjórn með lítinn meirihluta. 21.5.2007 12:11 Níu hópnauðganir tilkynntar til Stígamóta í fyrra Níu hópnauðganir voru tilkynntar til Stígamóta í fyrra og fimmtán konur sem þangað leituðu töldu sig hafa verið beittar einhvers konar lyfjanauðgun. Þetta eru umtalsvert fleiri tilvik en síðustu ár. Þá hefur einnig færst í aukana að konur leiti hjálpar vegna mála sem tengjast klámi og vændi. 21.5.2007 12:10 Tvö stór mál enn ófrágengin á milli flokkanna Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar halda áfram eftir hádegi. Viðræður um málefnasamning eru langt komnar og segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, að þess verði freistað í dag að leiða það til lykta sem eftir er. 21.5.2007 12:00 Þörf á lögum um hópmálssókn Lög um hópmálssókn eru meðal helstu mála sem bíða nýrrar ríkisstjórnar að mati Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. Á heimasíðu talsmannins eru birtar helstu áskoranir í neytendamálum sem ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir og bent á að slík lög sé að finna í nágrannaríkjunum. 21.5.2007 11:01 Þurfa að breyta rafmagnskerfinu á gamla varnarsvæðinu Umbreyta þarf rafkerfinu í öllum íbúðum á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli úr bandarísku kerfi yfir í það íslenska áður en hægt verður að taka þær í notkun. Stefnt er að því að leigja út um 300 íbúðir og einstaklingsherbergi næsta haust í samræmi við áætlun um uppbyggingu háskólasamfélags á svæðinu.Framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar segir um stóra aðgerð að ræða en að allt verði frágengið í haust. 21.5.2007 10:55 Einar leitar að söngstrákum Einar Bárðarson umboðsmaður hyggst efna til áheyrnarprófs í Vestursal í FÍH þriðjudaginn 29.maí næstkomandi. Hann er á höttunum eftir karlkyns söngvurum á aldrinum 18 til 35 ára til að taka þátt í söngverkefni sem fer af stað í sumar. 20.5.2007 19:45 Niðurfærsla Björns og Árna staðfest 20.5.2007 19:16 Býst ekki við að sættast við Björn Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, segir ekki miklar líkur á að hann og Björn Bjarnason sættist á næstunni þrátt fyrir að hann sé að eðlisfari sáttfús maður. Hann segir Hannes Hólmstein Gissurarson ekki hafa umboð frá sér til sáttamiðlunar. 20.5.2007 18:55 Hræðilegt slys Banaslysið í fjörunni við Vík í Mýrdal var slys sem ekki er hægt að draga menn til ábyrgðar fyrir að sögn Einars Bárðarsonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal. Aldan sem hreif konuna á haf út var mjög stór og kröpp. 20.5.2007 18:53 Kvótakerfið að rústa byggðum landsins Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins segir lokun Kambs á Flateyri sönnun þess að ekki sé hægt að starfa innan kvótakerfisins. Hann segir kerfið á góðri leið með að rústa byggðum landsins. Flateyringar hafa notið góðs af kerfinu fram til þessa segir sjávarútvegsráðherra. 20.5.2007 18:47 Saka lækna um mistök við meðferð brunasára Foreldrar rúmlega tvítugrar stúlku hafa kært starfsfólk bruna- og lýtalækningadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss til lögreglu. Þau segja að mistök, við meðferð brunasára stúlkunnar, hafi valdið henni varanlegum skaða. 20.5.2007 18:41 Ný ríkisstjórn sögð vera að smella saman Stjórnarmyndunarviðræðurnar á Þingvöllum standa enn yfir og er því haldið fram að ný ríkisstjórn sé að smella saman. Bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sögðu við fréttamenn síðdegis að viðræðurnar gengju vel, en vildu ekki tjá sig frekar. 20.5.2007 17:05 Flestir hálendisvegir lokaðir Ófært er yfir Hellisheiði eystri. Á Austurlandi er mikið um að Hreindýr séu við vegi og eru vegfarendur beðnir um að aka þar með gát. Annars eru helstu vegir landsins greiðfærir. Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á flestöllum hálendisvegum sem að jafnaði eru ekki færir nema að sumarlagi. 20.5.2007 16:34 Stuðningur vex við Álver á Húsavík Nýleg skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert á Norðausturlandi, leiðir í ljós að 69,5% íbúa eru hlynnt byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Yfir 80% telja að bygging álvers myndi hafa jákvæð áhrif á búsetuskilyrði til lengri tíma á Norðurlandi. Niðurstaðan er byggð á svörum rúmlega 1500 manns á aldrinum 16-75 ára. 20.5.2007 15:16 Mogginn óttast að Ingibjörg Sólrún sprengi ríkisstjórnina Morgunblaðinu er í dag hugleikin sú hætta að Ingibjörg Sólrún Gísladótir geti búið til ágreining við Sjálfstæðisflokkinn á miðju kjörtímabilinu og myndað vinstri stjórn. Blaðið varar við því að þetta sé mesta hættan sem Geir H. Haarde standi frammi fyrir. 20.5.2007 13:36 Jóhannes í Bónus á ekki von á sáttum Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, segir ekki miklar líkur á að hann og Björn Bjarnason sættist á næstunni þrátt fyrir að hann sé að eðlisfari sáttfús maður. Hann segir Hannes Hólmstein Gissurarson ekki hafa umboð frá sér til sáttamiðlunar. 20.5.2007 12:38 Aftur hafinn fundur á Þingvöllum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar eru aftur komnir til Þingvalla til þess að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum. Þau Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir komu í þjóðgarðinn klukkan tólf, ásamt sínum fylgismönnum. 20.5.2007 12:05 Brotnaði á báðum fótum í eins metra falli Maður slasaðist á fótum eftir að árbakki sem hann stóð á gaf sig rétt ofan við hjólahýsahverfið á Laugarvatni í gærkvöldi. Hann var fluttur slysadeild Landsspítalans og reyndist með opið beinbrot á öðrum fæti og öklabrot á hinum. 20.5.2007 10:25 Áfram þingað um stjórnarmyndun Fundað var á Þingvöllum um myndun ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks fram á kvöld í gær og er ekki búist við öðru en að viðræðum verði framhaldið í dag. Formenn og varaformenn flokkana, ásamt framkvæmdastjórum leiddu viðræðurnar en ásamt þeim voru Árni Matthiesen, fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinsson á Þingvöllum. 20.5.2007 10:19 Metaðsókn í garðinn Aðsóknarmet var slegið í fjölskyldu og húsdýragarðinum í dag þegar hátt í 30 þúsund manns komu saman á fjölskyldudegi Stöðvar 2. Boðið var upp á grillaðar pylsur, Skotta og Skrítla kíktu í heimsókn og frítt var í öll leiktæki á svæðinu. Börn og fullorðnir skemmtu sér ljómandi vel í blíðskaparveðri, ýmist renndi það sér á stærstu rennibraut landsins, hoppuðu og skoppuðu í þar til gerðum kastala eða reyndu við risa þrautabraut. 19.5.2007 18:50 Braust inn og barði húsráðanda Karlmaður á þrítugsaldri var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar á uppstigningardag. Maðurinn er grunaður um að hafa brotist sér leið inn á heimili við Skólavörðustíg og gengið í skrokk á húsráðanda sem var þar í fasta svefni. 19.5.2007 18:47 Bæjarbúar dofnir Íbúar Flateyrar eru dofnir yfir tíðndum gærdagsins og vonlitlir um áframhaldandi rekstur í bænum. Engin ríkisstjórn hvorki sú sem er að fara frá völdum, né sú sem tekur við getur horft aðgerðarlaus á, segir sjávarútvegsráðherra. 19.5.2007 18:43 Guðfríður Lilja hlaut rússneska kosningu Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var einróma endurkjörin forseti Skáksambandsins á aðalfundi þess í dag. Þá gerðist það í fyrsta skipti í sögu sambandsins, að konur voru kjörnar í meirihluta í stjórn þess. 19.5.2007 15:37 37 milljónir til atvinnulausra ungmenna Tilkynnt var um stofnun Fjölsmiðju á Akureyri á aðalfundi Rauða kross Íslands í dag. Fjölsmiðja er atvinnutengt úrræði fyrir ungt fólk á krossgötum sem hefur flosnað upp úr námi eða vinnu þar sem ungmennum er hjálpað við að finna sér stað í vinnu eða námi. 19.5.2007 15:18 Reyna að halda kvótanum innan svæðisins Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar á Ísafirði segir mikilvægt að kvótinn sem Kambur átti haldist í byggðarlaginu. Bæjarstjórn Ísafjarðar hefur sett sig í samband við útgerðarmenn á svæðinu í von um að þeir geti komið að málinu. 19.5.2007 13:25 Braust inn og réðist á húsráðanda Maður á þrítugsaldri varð fyrir alvarlegri líkamsárás á uppstigningardag. Það varð honum til happs að nágranni hans hringdi eftir aðstoð. Það var um hádegisbil á uppstigningardag sem árásin átti sér stað. Fórnarlambið, sem er karlmaður, var sofandi á heimili sínu þegar árásarmaðurinn braust þar inn og tók til við að berja á manninum. 19.5.2007 13:23 Strumpar á leið til Reykjavíkur Sextán Strumpar eru nú að þramma frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur. Um hádegisbilið voru þeir í Þrengslunum og sóttist ferðin vel. Strumpar þessir tilheyra unglingadeild björgunarsveitarinnar Mannbjörg, í Þorlákshöfn. Þeir kusu sér strumpanafnið sjálfir. 19.5.2007 13:12 Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar góð fyrir efnahagslífið Greining Glitnis telur að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar muni reynast fjármálamörkuðum nokkuð hagfelld. Slík stjórn myndi trúlega halda áfram þeirri þróun til markaðs- og alþjóðavæðingar sem einkennt hafi íslenskt efnahagslíf frá upphafi tíunda áratugarins. 19.5.2007 12:45 Búist við nýrri ríkisstjórn í vikunni Þótt almenn bjartsýni ríki meðal forystumanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um myndun nýrrar ríkisstjórnar, eiga þeir enn eftir að greiða úr stórum álitamálum sín í milli. Formenn flokkanna skipuðu málefnahópa í gær til að koma með tillögur að stjórnarsáttmála. 19.5.2007 12:31 Fjölskyldudagur Stöðvar 2 í Húsdýragarðinum Hinn árlegi fjölskyldudagur Stöðvar 2 er haldinn hátíðlegur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Garðurinn verður opinn frá 11 til 16. Skoppa og Skrítla skemmta börnunum klukkan 14:30. Það er frítt í öll leiktæki í garðinum. Þar er stærsta rennibraut landsins, risa þrautabraut, hoppukastali og fleira. 19.5.2007 11:44 Hreindýr og ófærð á vegum Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir eru á Fjarðarheiði og á Mörðudalsöræfum. Ófært er yfir Hellisheiði eystri.Á Austurlandi er mikið um að Hreindýr séu við vegi og eru vegfarendur beðnir um að aka þar með gát. 19.5.2007 11:20 Kajak á hvolfi reyndist bauja 19.5.2007 11:05 Missti meðvitund eftir átök við skemmtistað í Reykjanesbæ Flytja þurftir karlmann á slysadeild í Reykjanesbæ í nótt eftir átök við skemmtistað í bænum. Maðurinn fékk skurð á hnakka og missti meðvitund en rankaði fljótt við sér aftur. Hann var fyrst fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en svo á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahús. 19.5.2007 09:57 Tekið á sýndarmennsku á Glerárgötu Á Akureyri hefur borið á því að undanförnu að menn séu að sperra sig á Glerárgötunni og því ákvað lögreglan á staðnum að vakta götuna og sjá hvort hægt væri að stoppa þetta háttarlag. Það bar árangur því níu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur þar í gærkveldi og nótt. Sá ókumaður sem fór hraðast yfir þar í bæ í gærkvöldi mældist á 103 kílómetra hraða en á Glerárgötu er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. 19.5.2007 09:51 Komust ekki á dansleik Lögreglan á Selfossi hefur haft í nógu að snúast undanfarin sólarhring því mikið hefur borið á hraðakstri þar í grenndinni. Á síðasta sólarhring stöðvaði Selfosslögreglan tuttugu og tvo ökumenn sem óku langt yfir leyfilegur hámarkshraða. Sá sem hraðast ók mældist á 147 kílómetra hraða en sá var 18 ára og á leið á dansleik á Rangárvöllum. 19.5.2007 09:49 Eldur í sumarbústað á Skipalæk Eldur kom upp í sumarbústað á Skipalæk rétt fyrir utan Egilsstaði í kvöld. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en talið er að hann hafi blossað upp út frá gasgrilli. 18.5.2007 22:43 Slökkviliðið hefur lokið störfum í Mosfellsbæ Útkallið sem slökkviliðið fór í til Mosfellsbæjar fyrr í kvöld reyndist vera minniháttar. Að sögn slökkviliðsmanns á vakt reyndist vera um að ræða reyk sem myndaðist út frá glóð í sígarettu en enginn eldur mun hafa blossað upp af þeim völdum. 18.5.2007 22:22 Mynd Valdísar Óskarsdóttur fer í alþjóðlega dreifingu Samningar hafa náðst á kvikmyndahátíðinni í Cannes um alþjóðlega dreifingu á íslensku gamanmyndinni Sveitabrúðkaup, eða “Country Wedding”. 18.5.2007 21:04 Sjá næstu 50 fréttir
Grímseyjarferjan komin í gang eftir vélarbilun Grímseyjarferjan Sæfari hefur hafið áætlunarsliglingar á ný eftir bilun og er að leggjast að bryggju í Grímsey þessa stundina í fyrsta sinn í tæpar þrjár vikur. Siglingar hennar hafa legið niðri vegna vélarbilunar og hefur það valdið Grímseyingum margvíslegum vandræðum. 21.5.2007 13:38
Bátur og kvóti seldur frá Kambi til Dalvíkur Fullyrt er á vef Bæjarins besta á Ísafirði að búið sé að selja bátinn Friðfinn ásamt 100 tonna kvóta til Dalvíkur en hvort tveggja var áður í eigu Kambs á Flateyri. 21.5.2007 13:30
Harmar óábyrgan fréttaflutning af Tónlist.is Framkvæmdastjóri vefsíðunnar Tónlist.is vísar því á bug að ekki séu greidd stefgjöld vegna sölu á tónlist á vefsíðunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá framkvæmdastjóranum. Hann boðar ennfremur breytt fyrirkomulag í tengslum við stjörnugöf á vefnum. 21.5.2007 13:15
Kalt í kortunum Útlit er fyrir köldu veðri næstu daga og fram yfir Hvítasunnuhelgi með slyddu á köflum. Snjór féll víða á landinu í morgun og Esjan var alhvít þegar borgarbúar risu úr rekkju. Ekki er óvenjulegt að snjór falli á þessum árstíma. 21.5.2007 13:00
Eldur frá gasgrilli læsti sig í verönd Mikill eldur kom upp í gasgrilli sem stóð á verönd sumarbústaðar í Úthlíð á Suðurlandi um helgina. Verið var að grilla þegar eldurinn blossaði upp og telur lögregla á Selfossi hugsanlegt að þrýstijafnari við gaskútinn hafi gefið sig og gasið streymt óhindrað inn á grillið þannig að af varð mikið bál. 21.5.2007 12:42
Skora á nýja ríkisstjórn að vernda Jökulsárnar í Skagafirði Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði hvetur verðandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar til að beita sér fyrir verndun ánna. 21.5.2007 12:31
Snjókoma og hálka kom ökumönnum í opna skjöldu Snjókoma og hálka suðvestanlands í nótt kom ökumönnum í opna skjöldu og munaði minnstu að alvarleg slys hlytust af. 21.5.2007 12:16
Þingmenn frekar óþægir í stórum meirihlutastjórnum Einar K. Guðfinnsson telur að sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum geti orðið öflug en hefur ekki hugmynd um hvort hann verði ráðherra í henni. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir líklegra að einstakir þingmenn verði óþekkir í stjórn með stóran meirihluta en í stjórn með lítinn meirihluta. 21.5.2007 12:11
Níu hópnauðganir tilkynntar til Stígamóta í fyrra Níu hópnauðganir voru tilkynntar til Stígamóta í fyrra og fimmtán konur sem þangað leituðu töldu sig hafa verið beittar einhvers konar lyfjanauðgun. Þetta eru umtalsvert fleiri tilvik en síðustu ár. Þá hefur einnig færst í aukana að konur leiti hjálpar vegna mála sem tengjast klámi og vændi. 21.5.2007 12:10
Tvö stór mál enn ófrágengin á milli flokkanna Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar halda áfram eftir hádegi. Viðræður um málefnasamning eru langt komnar og segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, að þess verði freistað í dag að leiða það til lykta sem eftir er. 21.5.2007 12:00
Þörf á lögum um hópmálssókn Lög um hópmálssókn eru meðal helstu mála sem bíða nýrrar ríkisstjórnar að mati Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. Á heimasíðu talsmannins eru birtar helstu áskoranir í neytendamálum sem ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir og bent á að slík lög sé að finna í nágrannaríkjunum. 21.5.2007 11:01
Þurfa að breyta rafmagnskerfinu á gamla varnarsvæðinu Umbreyta þarf rafkerfinu í öllum íbúðum á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli úr bandarísku kerfi yfir í það íslenska áður en hægt verður að taka þær í notkun. Stefnt er að því að leigja út um 300 íbúðir og einstaklingsherbergi næsta haust í samræmi við áætlun um uppbyggingu háskólasamfélags á svæðinu.Framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar segir um stóra aðgerð að ræða en að allt verði frágengið í haust. 21.5.2007 10:55
Einar leitar að söngstrákum Einar Bárðarson umboðsmaður hyggst efna til áheyrnarprófs í Vestursal í FÍH þriðjudaginn 29.maí næstkomandi. Hann er á höttunum eftir karlkyns söngvurum á aldrinum 18 til 35 ára til að taka þátt í söngverkefni sem fer af stað í sumar. 20.5.2007 19:45
Býst ekki við að sættast við Björn Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, segir ekki miklar líkur á að hann og Björn Bjarnason sættist á næstunni þrátt fyrir að hann sé að eðlisfari sáttfús maður. Hann segir Hannes Hólmstein Gissurarson ekki hafa umboð frá sér til sáttamiðlunar. 20.5.2007 18:55
Hræðilegt slys Banaslysið í fjörunni við Vík í Mýrdal var slys sem ekki er hægt að draga menn til ábyrgðar fyrir að sögn Einars Bárðarsonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal. Aldan sem hreif konuna á haf út var mjög stór og kröpp. 20.5.2007 18:53
Kvótakerfið að rústa byggðum landsins Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins segir lokun Kambs á Flateyri sönnun þess að ekki sé hægt að starfa innan kvótakerfisins. Hann segir kerfið á góðri leið með að rústa byggðum landsins. Flateyringar hafa notið góðs af kerfinu fram til þessa segir sjávarútvegsráðherra. 20.5.2007 18:47
Saka lækna um mistök við meðferð brunasára Foreldrar rúmlega tvítugrar stúlku hafa kært starfsfólk bruna- og lýtalækningadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss til lögreglu. Þau segja að mistök, við meðferð brunasára stúlkunnar, hafi valdið henni varanlegum skaða. 20.5.2007 18:41
Ný ríkisstjórn sögð vera að smella saman Stjórnarmyndunarviðræðurnar á Þingvöllum standa enn yfir og er því haldið fram að ný ríkisstjórn sé að smella saman. Bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sögðu við fréttamenn síðdegis að viðræðurnar gengju vel, en vildu ekki tjá sig frekar. 20.5.2007 17:05
Flestir hálendisvegir lokaðir Ófært er yfir Hellisheiði eystri. Á Austurlandi er mikið um að Hreindýr séu við vegi og eru vegfarendur beðnir um að aka þar með gát. Annars eru helstu vegir landsins greiðfærir. Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á flestöllum hálendisvegum sem að jafnaði eru ekki færir nema að sumarlagi. 20.5.2007 16:34
Stuðningur vex við Álver á Húsavík Nýleg skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert á Norðausturlandi, leiðir í ljós að 69,5% íbúa eru hlynnt byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Yfir 80% telja að bygging álvers myndi hafa jákvæð áhrif á búsetuskilyrði til lengri tíma á Norðurlandi. Niðurstaðan er byggð á svörum rúmlega 1500 manns á aldrinum 16-75 ára. 20.5.2007 15:16
Mogginn óttast að Ingibjörg Sólrún sprengi ríkisstjórnina Morgunblaðinu er í dag hugleikin sú hætta að Ingibjörg Sólrún Gísladótir geti búið til ágreining við Sjálfstæðisflokkinn á miðju kjörtímabilinu og myndað vinstri stjórn. Blaðið varar við því að þetta sé mesta hættan sem Geir H. Haarde standi frammi fyrir. 20.5.2007 13:36
Jóhannes í Bónus á ekki von á sáttum Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, segir ekki miklar líkur á að hann og Björn Bjarnason sættist á næstunni þrátt fyrir að hann sé að eðlisfari sáttfús maður. Hann segir Hannes Hólmstein Gissurarson ekki hafa umboð frá sér til sáttamiðlunar. 20.5.2007 12:38
Aftur hafinn fundur á Þingvöllum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar eru aftur komnir til Þingvalla til þess að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum. Þau Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir komu í þjóðgarðinn klukkan tólf, ásamt sínum fylgismönnum. 20.5.2007 12:05
Brotnaði á báðum fótum í eins metra falli Maður slasaðist á fótum eftir að árbakki sem hann stóð á gaf sig rétt ofan við hjólahýsahverfið á Laugarvatni í gærkvöldi. Hann var fluttur slysadeild Landsspítalans og reyndist með opið beinbrot á öðrum fæti og öklabrot á hinum. 20.5.2007 10:25
Áfram þingað um stjórnarmyndun Fundað var á Þingvöllum um myndun ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks fram á kvöld í gær og er ekki búist við öðru en að viðræðum verði framhaldið í dag. Formenn og varaformenn flokkana, ásamt framkvæmdastjórum leiddu viðræðurnar en ásamt þeim voru Árni Matthiesen, fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinsson á Þingvöllum. 20.5.2007 10:19
Metaðsókn í garðinn Aðsóknarmet var slegið í fjölskyldu og húsdýragarðinum í dag þegar hátt í 30 þúsund manns komu saman á fjölskyldudegi Stöðvar 2. Boðið var upp á grillaðar pylsur, Skotta og Skrítla kíktu í heimsókn og frítt var í öll leiktæki á svæðinu. Börn og fullorðnir skemmtu sér ljómandi vel í blíðskaparveðri, ýmist renndi það sér á stærstu rennibraut landsins, hoppuðu og skoppuðu í þar til gerðum kastala eða reyndu við risa þrautabraut. 19.5.2007 18:50
Braust inn og barði húsráðanda Karlmaður á þrítugsaldri var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar á uppstigningardag. Maðurinn er grunaður um að hafa brotist sér leið inn á heimili við Skólavörðustíg og gengið í skrokk á húsráðanda sem var þar í fasta svefni. 19.5.2007 18:47
Bæjarbúar dofnir Íbúar Flateyrar eru dofnir yfir tíðndum gærdagsins og vonlitlir um áframhaldandi rekstur í bænum. Engin ríkisstjórn hvorki sú sem er að fara frá völdum, né sú sem tekur við getur horft aðgerðarlaus á, segir sjávarútvegsráðherra. 19.5.2007 18:43
Guðfríður Lilja hlaut rússneska kosningu Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var einróma endurkjörin forseti Skáksambandsins á aðalfundi þess í dag. Þá gerðist það í fyrsta skipti í sögu sambandsins, að konur voru kjörnar í meirihluta í stjórn þess. 19.5.2007 15:37
37 milljónir til atvinnulausra ungmenna Tilkynnt var um stofnun Fjölsmiðju á Akureyri á aðalfundi Rauða kross Íslands í dag. Fjölsmiðja er atvinnutengt úrræði fyrir ungt fólk á krossgötum sem hefur flosnað upp úr námi eða vinnu þar sem ungmennum er hjálpað við að finna sér stað í vinnu eða námi. 19.5.2007 15:18
Reyna að halda kvótanum innan svæðisins Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar á Ísafirði segir mikilvægt að kvótinn sem Kambur átti haldist í byggðarlaginu. Bæjarstjórn Ísafjarðar hefur sett sig í samband við útgerðarmenn á svæðinu í von um að þeir geti komið að málinu. 19.5.2007 13:25
Braust inn og réðist á húsráðanda Maður á þrítugsaldri varð fyrir alvarlegri líkamsárás á uppstigningardag. Það varð honum til happs að nágranni hans hringdi eftir aðstoð. Það var um hádegisbil á uppstigningardag sem árásin átti sér stað. Fórnarlambið, sem er karlmaður, var sofandi á heimili sínu þegar árásarmaðurinn braust þar inn og tók til við að berja á manninum. 19.5.2007 13:23
Strumpar á leið til Reykjavíkur Sextán Strumpar eru nú að þramma frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur. Um hádegisbilið voru þeir í Þrengslunum og sóttist ferðin vel. Strumpar þessir tilheyra unglingadeild björgunarsveitarinnar Mannbjörg, í Þorlákshöfn. Þeir kusu sér strumpanafnið sjálfir. 19.5.2007 13:12
Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar góð fyrir efnahagslífið Greining Glitnis telur að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar muni reynast fjármálamörkuðum nokkuð hagfelld. Slík stjórn myndi trúlega halda áfram þeirri þróun til markaðs- og alþjóðavæðingar sem einkennt hafi íslenskt efnahagslíf frá upphafi tíunda áratugarins. 19.5.2007 12:45
Búist við nýrri ríkisstjórn í vikunni Þótt almenn bjartsýni ríki meðal forystumanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um myndun nýrrar ríkisstjórnar, eiga þeir enn eftir að greiða úr stórum álitamálum sín í milli. Formenn flokkanna skipuðu málefnahópa í gær til að koma með tillögur að stjórnarsáttmála. 19.5.2007 12:31
Fjölskyldudagur Stöðvar 2 í Húsdýragarðinum Hinn árlegi fjölskyldudagur Stöðvar 2 er haldinn hátíðlegur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Garðurinn verður opinn frá 11 til 16. Skoppa og Skrítla skemmta börnunum klukkan 14:30. Það er frítt í öll leiktæki í garðinum. Þar er stærsta rennibraut landsins, risa þrautabraut, hoppukastali og fleira. 19.5.2007 11:44
Hreindýr og ófærð á vegum Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir eru á Fjarðarheiði og á Mörðudalsöræfum. Ófært er yfir Hellisheiði eystri.Á Austurlandi er mikið um að Hreindýr séu við vegi og eru vegfarendur beðnir um að aka þar með gát. 19.5.2007 11:20
Missti meðvitund eftir átök við skemmtistað í Reykjanesbæ Flytja þurftir karlmann á slysadeild í Reykjanesbæ í nótt eftir átök við skemmtistað í bænum. Maðurinn fékk skurð á hnakka og missti meðvitund en rankaði fljótt við sér aftur. Hann var fyrst fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en svo á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahús. 19.5.2007 09:57
Tekið á sýndarmennsku á Glerárgötu Á Akureyri hefur borið á því að undanförnu að menn séu að sperra sig á Glerárgötunni og því ákvað lögreglan á staðnum að vakta götuna og sjá hvort hægt væri að stoppa þetta háttarlag. Það bar árangur því níu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur þar í gærkveldi og nótt. Sá ókumaður sem fór hraðast yfir þar í bæ í gærkvöldi mældist á 103 kílómetra hraða en á Glerárgötu er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. 19.5.2007 09:51
Komust ekki á dansleik Lögreglan á Selfossi hefur haft í nógu að snúast undanfarin sólarhring því mikið hefur borið á hraðakstri þar í grenndinni. Á síðasta sólarhring stöðvaði Selfosslögreglan tuttugu og tvo ökumenn sem óku langt yfir leyfilegur hámarkshraða. Sá sem hraðast ók mældist á 147 kílómetra hraða en sá var 18 ára og á leið á dansleik á Rangárvöllum. 19.5.2007 09:49
Eldur í sumarbústað á Skipalæk Eldur kom upp í sumarbústað á Skipalæk rétt fyrir utan Egilsstaði í kvöld. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en talið er að hann hafi blossað upp út frá gasgrilli. 18.5.2007 22:43
Slökkviliðið hefur lokið störfum í Mosfellsbæ Útkallið sem slökkviliðið fór í til Mosfellsbæjar fyrr í kvöld reyndist vera minniháttar. Að sögn slökkviliðsmanns á vakt reyndist vera um að ræða reyk sem myndaðist út frá glóð í sígarettu en enginn eldur mun hafa blossað upp af þeim völdum. 18.5.2007 22:22
Mynd Valdísar Óskarsdóttur fer í alþjóðlega dreifingu Samningar hafa náðst á kvikmyndahátíðinni í Cannes um alþjóðlega dreifingu á íslensku gamanmyndinni Sveitabrúðkaup, eða “Country Wedding”. 18.5.2007 21:04