Innlent

Komust ekki á dansleik

Lögreglan á Selfossi hefur haft í nógu að snúast undanfarin sólarhring því mikið hefur borið á hraðakstri þar í grenndinni. Á síðasta sólarhring stöðvaði Selfosslögreglan tuttugu og tvo ökumenn sem óku langt yfir leyfilegur hámarkshraða. Sá sem hraðast ók mældist á 147 kílómetra hraða en sá var 18 ára og á leið á dansleik á Rangárvöllum. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum.

Annar ökumaður var stöðvaður rétt austan við Selfoss en sá ók eitthvað einkennilega og er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Langflestir þeirra sem stöðvaðir voru í gær fyrir hraðakstur voru á leið á umræddan dansleik og vill lögreglan minna ökumenn á að betra er að fara hægar og komast en hratt og komast ekki.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×