Innlent

Eldur í sumarbústað á Skipalæk

Eldur kom upp í sumarbústað á Skipalæk rétt fyrir utan Egilsstaði í kvöld. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en talið er að hann hafi blossað upp út frá gasgrilli. Engum varð meint af brunanum en nokkrar skemmdir munu vera á bústaðnum því eldurinn náði að læsa sig í útvegg og komst einnig á milli þilja áður en slökkviliði tókst að vinna bug á honum.

Þá leitar lögreglan á Egilsstöðum enn þeirra sem kveiktu sinubruna á þremur stöðum í nágrenni bæjarins í fyrrinótt. Vaktstjóri hjá lögreglunni sagði í samtali við Vísi að enn væri ekki vitað hver eða hverjir hefðu kveikt eldana en að þeirra væri leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×