Fleiri fréttir

Frestaði því að ráða í starf ríkissaksóknara

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur frestað því að ráða í starf ríkissaksóknara til næstu áramóta. Fyrirhugað var að nýr maður tæki við starfinu 1. júlí og eru umsækjendur um stöðuna missáttir.

70 prósent af veltu Samherja í útlöndum

Samherji hf. hefur keypt erlenda starfsemi Sjólaskipa hf. og tengdra félaga. Með kaupunum nemur velta Samherja í útlöndum 70 prósentum af heildarveltu félagsins.

Óttast að skolp leki út í Varmá

Til greina kemur að endurskipuleggja lagnaframkvæmdir í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ að hluta. Þetta var niðurstaða fundar skipulagsyfirvalda í Mosfellsbæ með fulltrúum verktaka og eins íbúa á svæðinu. Hafa menn áhyggjur af því að verið sé að leggja skolplagnir of nálægt bökkum Varmá.

Eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart barni

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tíu ára stúlku á heimili sínu. Þá var hann dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í miskabætur fyrir athæfið.

Segja góðan gang og anda í viðræðunum

Bæði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sögðu góðan gang í viðræðum flokkanna um myndun nýrrrar ríkisstjórnar eftir fund sinn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag. Auk þeirra komu Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, að viðræðunum í dag.

Mikill áhugi á þróunarstarfi

Tæplega tvö hundruð umsóknir frá ungu háskólafólki bárust um starfsþjálfun á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Umsóknarfrestur um fimm mánaða starfsþjálfun rann út um síðustu mánaðamót en boðið er upp á þjálfun fyrir fimm einstaklinga.

Kambur hættir útgerð og fiskvinnslu á Flateyri

Eigendur Fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri tilkynntu starfsmönnum sínum í dag þá ákvörðun að hætta útgerð og fiskvinnslu og selja allar eignir félagsins á staðnum. Þetta þýðir að um 120 manns missa vinnuna, þar af 65 manns í landvinnslu.

Fyrsta fundi Ingibjargar og Geirs lokið

Fyrsta fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingiarinnar, og Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, um myndun nýrrar ríkisstjórnar er lokið. Fundurinn fór fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og hófst klukkan 14. Stóð hann því í um tvær klukkustundir.

Framkvæmdir stöðvaðar í Álafosskvos

Lagnaframkvæmdir í Álafosskvos í Mosfellsbæ hafa verið stöðvaðar. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Íbúar á svæðinu kölluðu tvisvar á lögreglu eftir að framkvæmdir hófust síðastliðinn mánudag. Deilt er um hvort framkvæmdirnar séu löglegar en samtök íbúa á svæðinu telja þær tengjast umdeildri vegalagninu.

Hafa lagt að baki 315 þúsund kílómetra á hjóli

Tæplega 6500 manns sem tekið hafa þátt í fyrirtækjaleiknum „Hjólað í vinnuna" hafa nú þegar lagt að baki nærri 315 þúsund kílómetra þær tvær vikur sem átakið hefur staðið yfir.

Ölvaðir jeppaþjófar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun karl og konu fyrir að hafa tekið jeppa ófrjálsri hendi. Þau voru bæði nokkuð ölvuð þegar þau voru handtekin.

Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ölvunarakstur

Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ölvunarakstur og fyrir að stefna lífi lögregluþjóna og annarra í hættu. Þá var maðurinn sviptur ökuréttindum í átján mánuði og gert að greiða 150 þúsund krónur í sekt.

Tíu fíkniefnamál hjá lögreglunni aðfaranótt uppstigningardags

Tíu karlmenn komu við sögu í jafnmörgum fíkniefnamálum sem komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt uppstigningardags. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að í fórum mannanna hafi fundist ætluð fíkniefni, aðallega amfetamín en einnig kókaín og LSD.

Embætti ríkissaksóknara auglýst að nýju

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur frestað því að ráða nýjan ríkissaksóknara til næstu áramóta og mun Bogi Nilsson sinna starfinu þangað til. Fram kemur á vef dómsmálaráðuneytisins að samkomulag þessa efnis hafi orðið á milli Björns og Boga en til stóð að Bogi léti af embætti 1. júlí næstkomandi.

Vonbrigði að ekki var hægt að mynda vinstristjórn

Samfylkingin virðist vera tilbúin að fórna mörgum stefnumálum til að ná að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Hann segir það vera vonbrigði að ekki náðist að mynda vinstristjórn og óttast að sú stjórn sem er í myndun verði of hægrisinnuð.

Morgunblaðið fer rangt með hugtök, segir Modernus

Vefmælingarfyrirtækið Modernus, í samráði við Viðskiptaráð Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Morgunblaðið hafi farið rangt með hugtök sem notuð séu hjá Modernus í auglýsingu frá mbl.is.

Geir og Ingibjörg funda í Ráðherrabústaðnum

Fyrsti fundur Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, um myndun ríkisstjórnar hófst í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan tvö. Ingibjörg segist ekki gera mikið með tilboð Vinstri grænna og Framsóknarflokksins um forsætisráðherrastól.

Eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á kynsystur sína í Sjallanum í fyrra. Var konunni gefið að sök að hafa skellt hausnum á fórnarlambi sínu þrisvar til fimm sinnum ofan á borð og slegið það svo þannig að fórnarlambið hlaut meðal annars glóðarauga á báðum.

Sjómaður sóttur á haf út

Sjómaður meiddist á auga um borð í rússneskum togara suðvestur af landinu í nótt og óskaði skipstjórinn eftir að Landhelgisgæslan sækti hann og flytti á sjúkrahús.

Bíða fregna af Kambi á Flateyri

Íbúar Flateyrar bíða nú milli vonar og ótta nánari fregna varðandi framtíð atvinnulífs í bænum, sem væntanlega verður greint frá á starfsmannafundi hjá útverðarfélaginu Kambi síðar í dag.

Jón býður Ingibjörgu forsætisráðherrastólinn

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, býður Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, forsætisráðherrastól í ríkisstjórn Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Í pistli á heimasíðu Framsóknarflokksins sakar hann sjálfstæðismenn um tvöfeldni.

Velferðarsjóður barna styður líberísk börn til mennta

Velferðarsjóður barna styður starf ABC barnahjálpar í Líberíu um 18 milljónir króna á næstu þremur árum samkvæmt samningi sem undirritaður var í morgun. Þetta er stærsti einstaki styrkur sem ABC barnahjálp hefur hlotið en fjármunirnir fara í uppbyggingu skólastarfs í landinu.

Framsóknarmenn gerðu sömu mistök og Alþýðuflokkurinn

Framsóknarflokkurinn hefði strax átt að biðjast lausnar úr ríkisstjórninni eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir og koma með því umboði til stjórnarmyndur í hendur Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og formanns Alþýðuflokksins, á útvarpi Sögu í morgun. Hann segir sjálfstæðimenn orðna sérfræðinga í undirhyggju.

Aðgerðir Sea Shepherd ekki líklegar til árangurs

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent Sea Sherpherd samtökunum bréf og ráðið þeim frá því að koma hingað til lands til að reyna að stöðva hvalveiðar í sumar. Í bréfinu segir að slíkar aðgerðir séu ekki líklegar til árangurs og muni aðeins styrkja yfirvöld í að reyna halda lífi í deyjandi atvinnugrein.

Forsætisráðherra kominn með stjórnarmyndunarumboð

Fundi Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands er lokið. Geir fékk lausn fyrir núverandi ríkisstjórn. Jafnframt afhenti forsetinn honum umboð til þess að mynda nýja meirihlutastjórn með Samfylkingunni. Forsetinn telur æskilegt að það taki viku til tíu daga til að fá niðurstöðu í málið.

Varnarsvæðið opnað almenningi

Almenningi verður í fyrsta skipti á sunnudaginn boðið upp á heimsækja gömlu herstöðina á Miðnesheiði. Á sama tíma fer fram kynning á þeim áætlunum sem liggja fyrir varðandi framtíðarnýtingu svæðisins.

Varað við hreindýrum við vegi á Austurlandi

Vegagerðin varar fólk á ferð á Austurlandi við hreindýrum við vegi og biður vegfarendur að fara þar um með gát. Ófært er yfir Hellisheiði eystri, hálka í Oddskarði og hálkublettir á Fjarðarheiði, Möðrudalsöræfum og á Öxi.

Byggingarkostnaður lækkar

Vísitala byggingarkostnaðar hefur lækkað um 0,03 prósent frá því í apríl samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Á síðastliðnum tólf mánuðum hefur vísitalan hins vegar hækkað um 10,5 prósent.

Lentu í árekstri og veittust að ökumanni

Harður árekstur varð á áttunda tímanum í kvöld á gatnamótum Hallsvegar og Strandvegar í Reykjavík. Tveir bílar lentu í árekstri og voru fjórir í öðrum bílnum. Ekki er vitað hversu margir farþegar voru í hinum bílnum. Enginn slasaðist alvarlega þó svo að fjarlægja þurfi báða bílana með krana. Eftir áreksturinn veittust mennirnir fjórir, sem voru allir ölvaðir og á tvítugsaldri, að ökumanni hins bílsins. Lögregla var kölluð á staðinn og mennirnir handteknir.

Syngur um ástir og örlög malískra kvenna

Malíska söngdívan Oumou Sangare sem komin er til landsins segir fjölkvæni í Malí fara verst með konur þar í landi. Söngdívan ætlar sér að syngja um ástir og örlög malískra kvenna fyrir íslendinga á tónleikum á Nasa í kvöld.

Tekist á um tryggingaverðmæti

Eigendur húsanna við Lækjargötu tvö og Austurstræti tuttugu og tvö, takast enn á um verðmæti húsanna við tryggingafélag sitt. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir milli borgarinnar og eigendanna um framtíð byggingareitsins.

Eldur á Akureyri

Eldur kom upp í dekkjahrúgu hjá fyrirtækinu Hringrás við Krossanes á Akureyri í dag. Slökkviliðið á Akureyri náði fljótlega tökum á eldinum. Um mikla aðgerð er að ræða en starfið hefur engu að síður gengið vel. Mikill reykur er af eldinum en hann leggur ekki yfir bæinn þar sem austanátt er ríkjandi.

Sagan endurtekur sig

Sagan frá vorinu 1995, virðist nú vera að endurtaka sig með afar keimlíkum hætti. Þá skipti Davíð Oddsson Alþýðuflokki út fyrir Framsóknarflokk eftir nokkurra daga viðræður.

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun

Fundi Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur lauk nú fyrir stundu. Þar sögðu þau að samkomulag hefði náðst um að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Geir sagði að hann ætli að ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, klukkan ellefu í fyrramálið og biðjast lausnar. Þá ætlar hann einnig að biðja um umboð til stjórnarmyndunar með Samfylkingunni.

Logar í dekkjum á Akureyri

Eldur logar nú í dekkjahrúgu hjá fyrirtækinu Hringrás við Krossanes, þar sem loðnubræðslan var einu sinni, í norðurenda bæjarins. Slökkvilið er á staðnum og er að undirbúa slökkvistarf. Búið er að taka hluta af dekkjahrúgunni til hliðar þess að auðvelda slökkvistarf.

Geir og Ingibjörg ætla að funda í Alþingishúsinu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde hittast í Alþingishúsinu klukkan hálf fimm í dag. Gert er ráð fyrir að formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eigi viðræður um möguleika á að mynda ríkisstjórn eftir að viðræðum sjálfstæðismanna við Framsóknarflokkinn var hætt.

Stjórnarsamstarfi slitið - Sjálfstæðisflokkur og Samfylking í viðræður

Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson tilkynntu sameiginlega niðurstöðu sína í stjórnarráðinu í dag um að þeir hefðu slitið 12 ára stjórnarsamstarfi flokkanna. Þá sagði Geir að hans fyrsti valkostur væri viðræður við Samfylkinguna. Samstaða var á milli flokkanna um að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi.

Búist við yfirlýsingu innan nokkurra mínútna

Yfirlýsingar er búist við frá stjórnarflokkunum tveimur eftir nokkrar mínútur. Framsóknarflokkurinn fundaði í dag í rúma þrjá klukkutíma. Strax eftir fundinn fóru Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, í stjórnarráðið á fund með Geir H. Haarde. Niðurstaða þeirrar fundar verður væntanlega efni yfirlýsingarinnar.

Jón og Guðni funda með Geir H. Haarde

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins héldu rakleitt á fund forsætisráðherra í stjórnarráðinu að loknum fundi þingmanna Framsóknarflokksins og fleiri í dag. Fundur þeirra stendur enn yfir.

Krían komin á Álftanesið

Krían er loksins komin á Álftanesið. Hópur af þeim sást á ströndinni þar um hádegisbil og svo virtist sem hann væri þrekaður. Krían sást fyrst í ár þann 22. apríl síðastliðinn.

Viðræður við Þjóðverja um varnamál

Þýsk sendinefnd kemur hingað til lands í dag til könnunarviðræðna við íslensk stjórnvöld um hugsanlegt varnarsamstarf. Ekki er um formlegar viðræður að ræða heldur ætla Þjóðverjarnir að skoða varnarsvæðið á Miðnesheiði á morgun með tilliti til aðstöðunnar þar.

Jón sagði ekkert eftir fund Framsóknarflokks

Fundi Framsóknarflokksins lauk nú fyrir stundu. Jón Sigurðsson formaður flokksins vildi ekkert segja við fjölmiðla þegar hann kom út af fundinum. Aðrir ráðherrar sem sátu fundinn vildu ekkert segja við fjölmiðla.

Sjá næstu 50 fréttir