Útgerðarfyrirtæki vísar ásökunum á bug 12. maí 2007 11:09 MYND/Getty Vísir hf. í Grindavík vísar á bug ásökunum sem fram komu í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fréttinni var sagt frá því að fyrirtækið hafi landað þorski og gefið upp sem ufsa. Í yfirlýsingu sem borist hefur fyrirtækinu er þessu vísað alfarið á bug. „Í fréttinni er fyrirtækið sakað um að hafa landað þúsund tonnum af þorski og gefið upp sem ufsa. Þetta er alrangt," segir í yfirlýsingunni. „Fiskistofa gerði í lok ársins 1995 úttekt á lönduðum afla áranna 1994 og 1995. Ekkert óeðlilegt kom fram við þá rannsókn. Þess ber að geta að SÍF sá um alla sölu fyrirtækisins á þessum tíma." „Við mótmælum harðlega ásökunum Ólafs R. Sigurðssonar, fyrrum félaga, starfsmanns og sameiganda í útgerð hjá Vísi hf., og vísum þeim á bug. Óskiljanlegt er hvað honum gengur til," segir ennfremur. „Þess ber að geta að Ólafur seldi sinn hlut í félaginu um það leyti er kvótakerfinu var komið á. Hann hefur alla tíð tengst aðaleiganda fyrirtækisins vinaböndum, þar sem þeir störfuðu saman í 25 ár og bar engan skugga á. Við hörmum þessa framkomu hans." Forsvarsmenn fyrirtækisins gera einnig athugasemdir við fréttaflutning Stöðvar 2 af málinu og benda á að þeim hafi aðeins gefist klukkutími til andsvara, þeim hafi ekki verið sagt hver bæri ásökunina fram né hvert umfang hennar væri. Þeir segja fyrirtækið borið þungum sökum án þess að það hafi verið stutt rökum eða sönnunum og segja þeir því fréttaflutninginn ámælisverðan. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Vísir hf. í Grindavík vísar á bug ásökunum sem fram komu í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fréttinni var sagt frá því að fyrirtækið hafi landað þorski og gefið upp sem ufsa. Í yfirlýsingu sem borist hefur fyrirtækinu er þessu vísað alfarið á bug. „Í fréttinni er fyrirtækið sakað um að hafa landað þúsund tonnum af þorski og gefið upp sem ufsa. Þetta er alrangt," segir í yfirlýsingunni. „Fiskistofa gerði í lok ársins 1995 úttekt á lönduðum afla áranna 1994 og 1995. Ekkert óeðlilegt kom fram við þá rannsókn. Þess ber að geta að SÍF sá um alla sölu fyrirtækisins á þessum tíma." „Við mótmælum harðlega ásökunum Ólafs R. Sigurðssonar, fyrrum félaga, starfsmanns og sameiganda í útgerð hjá Vísi hf., og vísum þeim á bug. Óskiljanlegt er hvað honum gengur til," segir ennfremur. „Þess ber að geta að Ólafur seldi sinn hlut í félaginu um það leyti er kvótakerfinu var komið á. Hann hefur alla tíð tengst aðaleiganda fyrirtækisins vinaböndum, þar sem þeir störfuðu saman í 25 ár og bar engan skugga á. Við hörmum þessa framkomu hans." Forsvarsmenn fyrirtækisins gera einnig athugasemdir við fréttaflutning Stöðvar 2 af málinu og benda á að þeim hafi aðeins gefist klukkutími til andsvara, þeim hafi ekki verið sagt hver bæri ásökunina fram né hvert umfang hennar væri. Þeir segja fyrirtækið borið þungum sökum án þess að það hafi verið stutt rökum eða sönnunum og segja þeir því fréttaflutninginn ámælisverðan.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira