Innlent

Hátíðarhöld í Reyðarfirði

Álverið í Reyðarfirði er tekið til starfa. Geir H. Haarde forsætisráðherra ásamt framsóknarráðherrunum Jóni Sigurðssyni og Valgerði Sverrisdóttur og einum starfsmanni klipptu saman á borða í kerskála Alcoa Fjarðaáls í gær og markaði sú athöfn formlegt upphaf starfseminnar. Sama dag og Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álvers Alcans í Straumsvík var slegið upp hátíðarhöldum á Austfjörðum í tilefni þess að álver Alcoa á Reyðarfirði er tekið til starfa. Geir H. Haarde forsætisráðherra var meðal þeirra sem klippti á borða á lóð Alcoa og fyrirtækið efndi til veislu á Reyðarfirði fyrir starfsmenn og gesti, en meðal þeirra voru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Valgerður Sverrisdóttir. Þau sammælast um hversu stór áfangi þetta er og gleðilegur. Eftir hátíðarhöldin í Reyðafirði var slegið upp heljarinnar dansleik á Fáskrúðsfirði. Það sér þó vart fyrir endann á gleðinni því formleg vígsluathöfn álversins verður síðar, enda er verksmiðjan enn í smíðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×