Innlent

Hlýtt á landinu

Þrettán stiga hiti var klukkan níu í morgun á Kollaleyru í Reyðarfirði og ellefu stiga hiti á Hallormsstað, samkvæmt mælum Veðurstofunnar. Þeir sýna hlýindi um land allt á þessum fyrsta degi aprílmánaðar. Þannig var sjö stiga hiti í Reykjavík og Stykkishólmi klukkan níu í morgun, átta stiga hiti á Hornbjargsvita, níu stiga hiti á Akureyri og tíu stiga hiti á Egilsstöðum. Sunnanlands var kominn hitinn kominn í átta stig í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×