Fleiri fréttir

Elliðaá flæddi yfir bakka sína

Víða eru talsverðir vatnavextir vegna hlýinda og rigninga. Miklir vatnavextir eru í Elliðaám og við Sandskeið þessa dagana og hafa Elliðaár sem og Hólmsá flætt yfir bakka sína. Spáð er að hiti verði allt að 7 stig um helgina suð-vestanlands þannig að ár og lækir gætu bólgnað meira. Á sléttlendi hafa víða myndast stórar tjarnir og sumstaðar er eins og yfir stöðuvötn að líta því frost er í jörðu, og það kemur í veg fyrir að vatnið sjatni ofan í jarðveginn. Þá hefur hálku verið að taka upp af vegum og er hún horfin á láglendi, en hálkublettir eru sumstaðar enn á suður og vesturlandi, einkum á fjallvegum.

Biður menn að ,,perrast" annars staðar

Stefán Konráðsson, framkvæmdarstjóri ÍSÍ, gerir karlakvöld íþróttafélaga að umtalsefni sínu í pistli á vef ÍSÍ í gær. Þar segist hann hafa heyrt af því að nýlega hafi íþróttafélag haldið herrakvöld þar sem erótískar dansmeyjar hafi verið fengnar til að skemmta gestunum. Stefán segir í pistlinum að sér hafi verið brugðið við þetta sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem varð í kringum mansal og vændi í kringum Ólympíuleikana í Aþenu og Heimsmeistarakeppni í knattspyrnu í Þýskalandi síðastliðið sumar.

Ný hjáleið í bókhaldi ríkissjóðs

Sundabraut sem var þensluskapandi ríkisframkvæmd fyrir viku, er það ekki lengur, og þar sem ríkissjóður mátti sjá af átta milljörðum fyrir viku á næstu fjórum árum, má nú kosta rúma tuttugu milljarða, segir Þorsteinn Pálsson í leiðara Fréttablaðsins í dag. Með þessu hafi menn fundið stóru hjáleiðina í bókhaldi ríkissjóðs.

40% kjósenda skráðir í stjórnmálaflokk

Áttatíu og fimm þúsund manns eru skráðir í stjórnmálaflokka samkvæmt upplýsingum úr flokksskrám stjórnmálaflokkanna. Fréttablaðið segir frá þessu í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir tölurnar gefa til kynna að fleiri séu skráðir í stjórnmálaflokka hér á landi en víðast hvar annars staðar.

Arðsamasta vegagerð sem hægt er að ráðast í

Sundabraut er arðsamasta vegagerð sem hægt er að ráðast í á Íslandi samkvæmt umhverfismati Vegagerðarinnar, segir Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður Faxaflóahafna. Hann segir Sundabraut ekki bara til hagsbóta fyrir Faxaflóahafnir og íbúa á höfuðborgarsvæðinu, því hún muni stytta leiðir umtalsvert og breyta miklu fyrir íbúa á Vesturlandi og Norðurlandi.

Vilja færa málefni aldraðra og öryrkja til sveitarfélaga

Í gær var gengið frá skipun fulltrúa í nefnd sem á að koma með tillögur um hverning flytja má málefni aldraðra og öryrkja frá ríki til sveitarfélaga. Landsþing sveitarfélaga var haldið í Reykjavík í gær og þar kom fram tillaga þar sem skorað er á menntamálaráðherra að taka jákvætt í hugmyndir sveitarfélaga um að taka einnig yfir rekstur framhaldsskóla í tilraunaskyni, og hefja sem fyrst undirbúning að því í samvinnu við sveitarfélögin.

Alvarlegt vinnuslys á Grundartanga

Alvarlegt vinnuslys varð í álverinu á Grundartanga rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Slysið varð í einum kerskála álversins. Stórum lyftara var ekið á starfsmann sem var á gangi í skálanum. Að sögn lögreglu var aðkoman nokkuð ljót og þykir líklegt að maðurinn hafi misst neðan af fæti. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann við Hringbraut þar sem hann er nú til skoðunar.

Þriggja bíla árekstur en engan sakaði

Þriggja bíla árekstur varð á Holtavörðuheiðinni um sex leytið í kvöld. Engin slys urðu á fólki en bílarnir þrír enduðu allir utan vegar. Töluverð hálka og slæmt veður var á slysstað og er talið að hálkan hafi valdið slysinu. Lögreglan í Borgarnesi er nú á staðnum og hefur lokað heiðinni á meðan bílunum er komið aftur upp á veginn.

Stórtjón í fárviðri á Akureyri

Stórtjón varð á Akureyri í gærkvöld þegar þakdúkur fauk af fjölbýlishúsi í fárviðri. Minnstu munaði að íbúi stórslasaðist í hamaganginum, vatn streymdi inn í íbúðir og íbúar sváfu ekki dúr.

Samstarf eflt um málefni heimilislausra

Stefnt er að því að efla samstarf milli allra þeirra sem komu að málefnum heimilislausra í samfélaginu. 40 til 60 eru nú heimilislausir á höfuðborgarsvæðinu. Kona á fimmtugsaldri sem var á götunni í fjögur ár sagðist hafa ákveðið að hætta að drekka þegar hún horfðist í augu við dauðann, í byl fyrir rúmum tveimur árum.

Fjölsmiðjan í útgerð

Ef Fjölsmiðjunni tekst að safna hátt í fjörutíu milljónum gæti hópur ungmenna sem ekki hefur fótað sig í vinnu eða skóla komist á sjóinn. Fagriklettur HF 123 er nýtt verkefni á vegum Fjölsmiðjunnar en rösklega 200 ungmenni hafa fundið farveg sinn í lífinu með hennar hjálp.

Tilraun til sjálfsvígs

Að aka á nærri 300 kílómetra hraða á mótorhjóli er tilraun til sjálfsvígs, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Nærri þrjú hundruð mótorhjólamenn hafa slasast í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Sex hafa beðið bana.

Sveitarfélögin skulda meira en ríkið

Sveitarfélögin skulda meira en ríkissjóður og segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga brýnt að færa þeim aukna hlutdeild í tekjustofnum ríkisins til að vinna á skuldavandanum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samanlagt um 1.400 milljónir á þessu ári og næsta.

Alger bylting í samgöngumálum

Alger bylting verður í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur til fimm árum með lagningu Sundabrautar, tvöföldun Hvalfjarðarganga og hluta Vesturlandsvegar. Heildarkostnaður við þetta er um þrjátíu milljarðar króna. Forsætisráðherra telur jákvætt að hraða Sundabraut með þátttöku Faxaflóahafna.

Munu ekki geta glatt sjómenn

Fiskifræðingar segja ekki koma á óvart að mikið sé af vænum þorski á miðunum úti af Grindavík. Þeir geta þó ekki glatt sjómenn með því að von sé á tillögum um auknar veiðiheimildir.

Grétar Mar leiðir lista frjálslyndra í Suðurkjördæmi

Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og varaþingmaður Frjálslynda flokksins, leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þetta var tilkynnt á fundi í Fræðasetrinu í Sandgerði í dag. Auk Grétars skipa eftirtaldir frambjóðendur efstu tíu sætin á lista frjálslyndra í kjördæminu:

Staðfestir gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á salerni í kjallara Hótels Sögu aðfaranótt laugardagsins síðasta. Maðurinn var handtekinn á sunnudaginn og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn en maðurinn kærði þann úrskurð.

Frambjóðendur VG á ferð um Danmörku og Svíþjóð

Þrír frambjóðendur Vinstri - grænna fyrir þingkosningarnar í vor ætla um helgina að heimsækja Suður-Svíþjóð og Danmörku til að kynna stefnumál flokksins fyrir Íslendingum þar. Þetta eru þau Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson.

Samráð borgarinnar við íbúa vekur athygli

Íbúasamráð í framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar vakti athygli á evrópskri ráðstefnu um sjálfbæra þróun á Sevilla á Spáni í gær. Um 1500 aðilar frá 40 löndum taka þátt í ráðstefnunni. Ellý Katrín Guðmundsdóttir sviðsstjóri Umhverfissviðs flutti erindi á ráðstefnunni.

Flutningur á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga þoli enga bið

Samband íslenskra sveitarfélaga vill að hrundið verði strax af stað heildstæðum flutningi á verkefnum á sviði velferðar-, félags- og menntamála frá ríki til sveitarfélaga. Fram kemur í ályktun sem samþykkt var á landsþingi sambandsins í dag að undirbúningur flutnings á þjónustu við aldraða, fatlaða og rekstur framhaldsskóla og heilsugæslu þoli enga bið.

Sakfelldur fyrir árás á lögreglumenn

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna, fyrir að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem hugðust handtaka hann. Var manninum gefið að sök að hafa sparkað í handlegg annars lögreglumannsins og kýlt hinn í andlitið þannig að hann hlaut mar og yfirborðsáverka í andlit.

Sendiráð Íslands í Mapútó lék á reiðiskjálfi

Sendiráð Íslands og skrifstofa Þróunarsamvinnustofnun Íslands léku á reiðiskjálfi í marga klukkutíma vegna sprenginga í Mapútó, höfuðborginni í Mósambik í gær. Fjöldi íbúa hefur flúið heimili sín í dag af ótta við frekari sprengingar. Vopnabúr hersins sprakk í loft upp í einu úthverfa borgarinnar í gær og 80 fórust. Hundruð íbúa liggja slasaðir á sjúkrahúsum.

Styrktarreikningur vegna banaslyss

Styrktarreikningur hefur verið stofnaður fyrir fjölskyldu Lísu Skaftadóttur sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi í fyrradag. Reikningurinn er á nafni Ragnars Þórs, eiginmanns Lísu. Hann er númer 0152-05-267600, kt. 111161-3649. Lísa lét eftir sig eiginmann og fimm börn. Þau eru fjögurra og átta ára, tvíburar á fermingaraldri og 25 ára. Tvíburarnir fermast 5. apríl næstkomandi.

Dagvistarrýmum fjölgað um 75

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fjölga davistar-og hvíldarrýmum fyrir aldraða á næstu mánuðum. Alls verður 370 milljónum króna varið til verkefnisins. Því er ætlað að styrkja búsetu aldraðra á eigin heimilum. Dagvistarrýmum verður fjölgað um 75, en fyrir eru þau um 700 á landinu öllu.

Braut glas á andliti konu

Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að brjóta glerglas á andliti konu. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi líkamsárásina sérlega hættulega. Við höggið brotnaði úr fimm tönnum konunnar. Líkamsárásin átti sér stað á veitingastað í miðborginni í janúar á síðasta ári. Í vitnisburði kemur fram að maðurinn hafi reiðst þegar bjór skvettist á hann.

Varað við vatnsskemmdum á vegum í Borgarfirði

Vegagerðin varar við vatnsskemdum á hringveginum neðan við Svignaskarð í Borgarfirði og sömuleiðis í uppsveitum Borgarfjarðar. Skemmdirnar má rekja til vatnavaxta í umhleypingum síðustu daga og er viðgerð á vegarköflunum að hefjast og vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og tillitsemi.

Heiðmerkurkæru NÍ vísað frá

Úrskurðarnefnd um skipulags- og byggingarmál hefur vísað frá kæru Náttúruverndarsamtaka Íslands vegna þeirra ákvörðunar skipulagsráðs Reykjavíkur að veita framkvæmdaleyfi til lagningar vatnsveitu frá Vatnsendakrikum um Heiðmörk innan lögsögu Reykjavíkurborgar.

Skátamót með SMS ívafi

Um helgina verður útilífshelgi skátaflokka í Heiðmörk. Mótið er sérstakt að því leiti að það er haldið innan borgarmakanna og er skipulagt af fólki á aldrinum 18-20 ára. SMS dagbók verður haldið úti á heimasíðu mótsins sem hluti af þrautum og verkefnum þátttakendanna.

Vorhátíð og sumarskráning KFUM-og K

Vorhátíð KFUM og KFUK verður haldin á morgun í höfuðstöðvum félaganna að Holtavegi. Þá hefst líka skráning fyrir sumarbúðir. Í fyrra tóku rúmlega þrjú þúsund börn þátt í sumarstarfinu, en það er 30 prósent á tveimur árum. Vinsælustu flokkarnir fyllast á fyrstu klukkutímunum, segir í tilkynningu frá KFUM og KFUK. Búist er við að met verði slegið í sumarbúnaðaskráningu.

Mengun vegna brennisteinsvetnis ekki yfir heilsuverndarmörkum

Brennisteinsvetnismengun sem borist hefur frá Hellisheiðarvirkjun til borgarinnar hefur ekki farið yfir heilsuverndarmörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar frá því að virkjunin var formlega gangsett eftir því mælingar umhverfissviðs borgarinnar og Umhverfisstofnunar sýna.

Lausamunir og þakefni á fleygiferð

Þakefni fauk í heilu lagi af fjórum raðhúsum á Akureyri upp úr miðnætti. Það hafnaði inni í garði við næsta hús og á bílastæði, þar sem að minnsta kosti einn bíll skemmdist. Björgunarsveitarmönnum tókst með snarræði að koma í veg fyrir að samskonar þakklæðning fyki af fjórum raðhúsum til viðbótar.

Halli á SÁÁ

Tæplega hundrað milljóna króna halli var á rekstri SÁÁ á síðasta ári. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, treystir því að stjórnvöld bregðist við og hefur enga trú á því að ríkið ætli að setja SÁÁ á hausinn.

Tekur út þjónustugjöld hér og annars staðar á Norðurlöndum

Alþýðusamband Íslands og Samtök fjármálafyrirtækja hafa ákveðið að efna til samstarfs um samanburðarúttekt á þjónustugjöldum banka og sparisjóða annars staðar á Norðurlöndum. Eftir því sem segir á vef ASÍ hafa samtökin fengið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til þess að sjá um verkefnið.

Stofna starfshóp til að fara yfir fjármögnun Sundabrautar

Í morgun var ákveðið að setja á fót starfshóp með fulltrúum fjármála- og samgönguráðuneytis og Faxaflóahafna til að fara yfir hugmyndir Faxaflóahafna um fjármögnun Sundabrautar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að hægt verði að flýta lagningu brautarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna telur að Sundabraut geti verið tilbúin innan þriggja til fimm ára.

Íbúar fá að snúa til síns heima í Bolungarvík

Hættuástandi við Traðarland og Dísarland í Bolungarvík vegna hugsanlegra snjóflóða hefur verið aflétt en húsin voru rýmd í gær vegna þess. Eftir því sem segir í frétt á Bæjarins besta hefur umferðartakmörkunum á norðanverðum Vestfjörðum einnig verið aflétt og umferð við hesthúsin í Hnífsdal og Bolungarvík er heimil án takmarkana.

Fagna aukaframlagi ríkisins til sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga fagnar tímabundnu aukaframlagi ríkisstjórnarinnar í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Viljayfirlýsing var undirrituð í gær af aðilunum. Hún kveður á um tvöföldun á framlagi ríkissjóðs í sjóðinn næstu tvö ár. Framlagið var 700 milljónir en verður 1400 milljónir. Markmiðið er að jafna aðstöðumun sveitarfélaganna.

Víða vatnavextir vegna hlýinda

Víða eru talsverðir vatnavextir vegna hlýinda og rigningar en vatnsflaumur hefur þó ekki valdið tjóni, svo vitað sé. Spáð er allt að níu stiga hita í dag og að hiti verði um sex stig um helgina þannig að ár og lækir gætu bólgnað.

Hætta við að lögsækja Dani

Evrópusambandið hefur ákveðið að hætta við lögsókn gegn stjórnvöldum í Danmörku vegna löggjafar sem takmarkar transfitusýrur í mat. Samkvæmt lögunum mega matvæli seld í Danmörku ekki innihalda meira en 2g af transfitusýrum í hverjum 100g. Það er tæplega helmingur þess magns sem Íslendingar borða af fitusýrum á dag samkvæmt könnun Manneldisráðs. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna.

Varað við óveðri á norðanverðu Snæfellsnesi

Það er mjög hvasst víða um land og tæplega ferðaveður. Sérstaklega er varað við óveðri á Fróðárheiði og norðanverðu Snæfellsnesi en einnig á Vopnafjarðarheiði. Þá er viðbúið að það séu slæmar hviður norðan í Hafnarfjallinu en þar er ekki vindmælir.

Varað við stormi víða um land

Veðurstofa Íslands varar við stormi víða um land í kvöld og fram á nótt. Sunnanlands og vestantil verður suðlæg átt, 10-18 m/s og súld, annars þurrt að kalla. Hiti verður 2 til 8 stig. Suðaustan 18-25 í kvöld með mikilli rigningu um landið vestanvert, og síðar einnig suðaustantil. Úrkomulítið verður norðaustan- og austanlands. Suðvestan 8-15 á morgun með skúrum eða éljum um landið vestanvert, rigningu suðaustanlands, en þurrt á Norðausturlandi. Kólnar heldur.

Sjá næstu 50 fréttir